Bílaólán

Það hrannast upp óveðurskýin í Evrópu og kringum evruna þessa dagana, svona fyrir utan öskuskýin sem einnig valda töluverðum vandræðum. Ráðherrar í Evrópu keppast við að tala upp evruna og dæla peningum inn í gjaldþrota hagkerfi eins og enginn sé morgundagurinn. Aðferðirnar minna helst á hamagang bankanna árið 2008 þegar þeir kepptust við að lána hver öðrum peninga allt með það fyrir augum að komast í gegnum þetta, bjarga dæminu. Vonandi fer ekki eins fyrir evrunni og fór fyrir íslensku bönkunum og kannski engin sérstök ástæða til að óttast það.

Það hrannast upp óveðurskýin í Evrópu og kringum evruna þessa dagana, svona fyrir utan öskuskýin sem einnig valda töluverðum vandræðum. Ráðherrar í Evrópu keppast við að tala upp evruna og dæla peningum inn í gjaldþrota hagkerfi eins og enginn sé morgundagurinn. Aðferðirnar minna helst á hamagang bankanna árið 2008 þegar þeir kepptust við að lána hver öðrum peninga allt með það fyrir augum að komast í gegnum þetta, bjarga dæminu. Vonandi fer ekki eins fyrir evrunni og fór fyrir íslensku bönkunum og kannski engin sérstök ástæða til að óttast það.

Hins vegar má alveg búast við því að evran veikist hressilega á næstu misserum. Svona um það bil á sama tíma og félagsmálaráðherra og ríkisbankarnir verða búnir að breyta öllum erlendu bílalánunum í verðtryggðar íslenskar krónur. Það er væntanlega enginn að benda bílalánaskuldurunum á það að erlendir gjaldmiðlar geta veikst og krónan getur styrkst og evrunlánið gæti því litið aðeins betur út í framtíðinni en það gerir í dag. Það er jafnvel talað um að evran gæti orðið jöfn dollaranum, sem mér reiknast til að sé um 25% lækkun, svei mér ef það er ekki svipuð lækkun og félagsmálaráðherra og bankarnir eru að bjóða fólki að lækka lánið um.

Það er nauðsynlegt að benda á þetta, svona til vonar og vara, svo bílalánaskuldararnir komi ekki brjálaðir eftir eitt ár og krefjast þess að verðtryggða íslenska láninu þeirra verði breytt aftur í evrur, þeir hafi jú ekki vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir breyttu láninu í íslenskar krónur.

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.