Allskonar fyrir aumingja

Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Besti Flokkurinn, stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík, með um 36% fylgi og 6 menn inni í borgarstjórn. Allir aðrir flokkar missa fylgi samkvæmt könnuninni. Miklar umræður hafa skapast um Besta Flokkinn og hefur nýjasta útspilið, „Við erum Best“ myndbandið vakið mikla athygli, enda ekki annað hægt að segja en að myndbandið sé stórskemmtilegt. Mestu umræðurnar virðast snúast um það hvort þetta sé allt saman eitt stór gjörningur eða hvort alvara liggi að baki framboðinu.

Að halda sveitastjórnarkosningar hefur sjaldan verið eins óvenjulegt í okkar sögu og er fjölda nýrra framboða gott dæmi um óánægju hins almenna kjósanda. Nærtækt dæmi má finna í síðustu alþingiskosningum þar sem nýr flokkur, Borgarahreyfingin, bauð sig fram. Þrátt fyrir að vera háalvarlegur í upphafi með mörg háleit markmið, þá endaði hans saga sem eitt stórt grín á kostnað þeirra sem lögðu traust sitt á flokkinn. Sár hrunsins eru ennþá galopin og fyrirgefning og traust eru enn mjög fjarlæg tilfinning í hugum margra.

Nú er komin upp sú staða að samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Besti Flokkurinn, stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík, með um 36% fylgi og 6 menn inni í borgarstjórn. Allir aðrir flokkar missa fylgi samkvæmt könnuninni. Miklar umræður hafa skapast um Besta Flokkinn og hefur nýjasta útspilið, „Við erum Best“ myndbandið vakið mikla athygli, enda ekki annað hægt að segja en að myndbandið sé stórskemmtilegt. Mestu umræðurnar virðast snúast um það hvort þetta sé allt saman eitt stór gjörningur eða hvort alvara liggi að baki framboðinu. Sjálfstæðisflokkurinn leggst í krísustjórnun og Vinstri Grænir í hræðsluáróður. Í raun skiptir ekki nokkru máli hvort Besti Flokkurinn sé grín eður ei, hann er hressandi.

Helgi Hóseasson heitinn var á sínum tíma stimplaður geðveikur af stjórnvöldum. Þessi stimpill fylgdi honum alla tíð og varð til þess að allt sem hann gerði, allt sem hann sagði, var litað af þessum stimpli og því var Helgi aldrei tekinn alvarlega.

Er meginþorri Íslendinga ekki bara búinn að gefast upp á stjórnmálum og stimpla þau sem allsherjar geðveiki? Samkvæmt áðurnefndri skoðanakönnun má spyrja sig hvort nútímastjórnmálmenn hafi tekið stall Helga Hóseassonar? Því meira sem stimplaður einstaklingur, í þessu tilfelli stjórnmálaflokkar, reynir að sannfæra aðra um að hann sé heilbrigður, því geðveikari verður ásjóna hans. Eitt stærsta og elsta byggingarfyrirtæki landsins fer á hausinn og ríkisstjórnin nýbúin að samþykkja lög um vinnuskírteini. Að vissu leyti er mun þægilegra að líta á þetta allt saman sem einn stóran farsa, tragedískan með kómedísku yfirvafi. Þegar tiltrúin á stjórn landsins verður engin, er þá ekki besta leiðin fyrir sálina að snúa hlutunum upp í grín?

Að mati pistlahöfundar hefur Hanna Birna staðið sig mjög vel sem borgarstjóri, hún hefur náð að sameina flokkana og aðhyllist eins konar „þjóðstjórn“ í borginni, enda það eina vitið á tímum sem þessum, hvort sem er í borg, bæjum eða á þingi. Allar raddir þurfa að heyrast og því rökrétt að allir kjörnir fulltrúar séu að vinna fyrir laununum sínum.

Ef Hanna Birna heldur borgarstjórnarstólnum að loknum komandi kosningum, verður borginni áfram vel stjórnað, en fjölbreytni í flóruna virðist vera það sem kjósendur vilja samkvæmt nýjustu könnunum og Reykjavík sem skemmtilegasta borg í heimi er mjög söluvænn punktur á dæmalausum tímum sem þessum.

Latest posts by Erla Margrét Gunnarsdóttir (see all)