Leiguliðar í eigin fyrirtækjum

Úrræði fyrir heimilin hafa fengið mikla athygli en minna hefur verið rætt um skuldauppgjör fyrirtækja, sem er þó ekki síður mikilvægt. Þótt mörg félög hafi farið í þrot eða hætt rekstri er enn töluvert af fyrirtækjum sem berjast áfram. Þau eru upp á náð og miskunn bankanna komin og hafa oftar en ekki þurft að skrifa undir ýmis konar neyðarsamninga til að halda sér á floti.

Stundum er Ísland best í heimi

Það er margt að á Íslandi í dag. Hægt væri að skrifa marga pistla um stjórnarkreppuna, efnhagsvandræðin, lágmenningu margra íslenskra fjölmiðla og svo fram eftir götunum. Það er þó bæði nauðsynlegt og hollt að taka eitt skref aftur á bak af og til og gleðjast yfir því sem er vel gert í samfélaginu okkar.

„Við megum ekki gleyma að hér varð hrun“

Það virðist sem unnt sé rökstyðja jafnvel fáranlegustu hugmyndir með vísan í bankahrunið, reyni menn nógu mikið. Að sjálfsögðu á að læra á reynslunni, en þá er lágmark að athuga líka hvort góð reynsla sé af þeim breytingum sem verið er að leggja til. Allsherjarríkisvæðing allra jarða var ekki góð hugmynd fyrir hrun og er ekki enn.

Við góð – þau vond

Öll tilheyrum við fjölmörgum félagslegum hópum. Við erum hluti af fjölskyldu, vinahópi, vinnufélögum, skólafélögum, stuðningsmannahópi íþróttaliða og svona mætti áfram telja. Nýlegar fréttir úr íslenskum stjórnmálum eru skýrt dæmi um slíka hópa. Innan úr þingflokki Vinstri grænna heyrast hugmyndir um að banna útlendingum alfarið að að kaupa jarðir á Íslandi en þar eru hóparnir Íslendingar og útlendingar í lykilhlutverki.

540 daga stjórnarkreppa á enda – bara efnahagskreppan eftir

Belgar eru heimsfrægir fyrir að framleiða endalaust margar tegundir af bjór, galdra fram dýrindis súkkulaði, skella í vöfflur á heimsklassa og ótrúlegt en satt franskar. Belgar hafa slegið hvert metið á fætur öðru í gæðum á þessum vörum, en á árinu bættist nýtt heimsmet á listann; heimsmet í að vera ríkisstjórnarlaust land.

Herraklippingin nýja

Fyrstu sextán árin í lífi mínu fór ég aldrei annað í klippingu en á Rakarastofu Hinriks Haraldssonar, Hinna rakara, á Akranesi. Rakarastofan var þá og er enn held ég starfrækt í 25 fermetra byggingu á gatnamótum Vesturgötu og Skólabrautar. Þá var alltaf beðið um herraklippingu.

Mótmæli týna tilgangi sínum

Hreyfingin “Occupy Wall Street” hefur vakið ótrúlega fjölmiðlaathygli og nánast daglega voru fluttar fréttir af þessu sérkennilega samfélagi sem varð til í fjármálahverfinu í New York um miðjan september. Fjölmiðlar hafa hins vegar fyrir löngu hætt að fjalla um það sem hreyfingin vildi upphaflega vekja athygli á.

Alþingi leysir málið

Það var heldur óskemmtileg tilviljun að sama dag og Alþingi Íslendinga leysti deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs með því að samþykkja þingsályktunartillögu um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínuaraba skyldu útsendarar írönsku klerkastjórnarinnar ráðast á breska sendiráðið í Teheran. Tíðindin frá Íslandi drukknuðu þess vegna í fréttum heimspressunnar af innrásinni á breskt yfirráðasvæði í höfuðborg Írans.

Að nafninu til

Skautadansari sem getur ekki staðið á skautunum, er ýmist á hnjánum eða afturendanum á ísnum og í engum takti við tónlistina eða nokkurn skapaðan hlut í skautahöllinni – hann er ekki skautadansari.

Dagbók helgarinnar

Helgin var tíðindalítil hjá þorra landsmanna en erlendir fjárfestar eru farnir af landi brott. Einhverjir pústrar og ryskingar voru hér og þar eins og gengur og sumstaðar var áfengi drukkið í hófi óhóflega fyrir aðventuna. Landið í klakaböndum, nokkur óhöpp í umferðinni af þeim sökum og ríkisstjórnin ákvað að kveikja á eigin sjálfseyðingarforriti. Verkin sýna þar merkin.

Erlend yfirráð

Ákvörðun Ögmundar Jónassonar í máli Grímsstaða á Fjöllum kom ekki á óvart. Málflutningar hans er hins vegar til þess fallin að vekja hjá manni ugg.

The curious case of Ögmundur Jónasson

Innanríkisráðherra hefur það umfram marga aðra íslenska stjórnmálamenn að hann tjáir skoðanir sínar afar skýrt og fer ekki í neinar grafgötur með þau verkefni og hugmyndir sem hann er á móti. Spurningin er hve víðtækur stuðningur sé við sjónarmið hans á þingi og hvort talsmenn frjálsra viðskipta geti tjáð sig jafnskýrt í hina áttina?

Hvers virði er mannslíf?

Allt frá því að Bandaríkjamenn voru hraktir frá Sómalíu eftir óverulegt mannfall á seinni tíma mælikvarða á tíunda áratug síðustu aldar hafa Vesturveldin verið treg til að senda heri sína til að stöðva yfirstandandi slátranir á almennum borgurum í fjarlægum ríkjum. Þessi fælni hefur oft verið nefnd Mogadishu áhrifin eftir höfuðborg Sómalíu. Síðustu áratugir geyma einungis örfá dæmi þar sem vestræn ríki hafa verið tilbúin að leggja líf eigin hermanna í hættu í þágu ókunnra einstaklinga sem verið var að myrða. Eitt þeirra er Austur-Tímor.

Sem að þér þykir sístur

Tvær „auglýsingar“ úr formannskjöri Sjálfstæðisflokksins voru minnistæðar. Í þeirri fyrstu vildi Hanna Birna að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýri, í þeirri síðari vildi Bjarni Benediktsson sækja um að aðild að ESB. Hvort tveggja virkaði vel á þann sem þetta skrifar þótt markmiðið hafi líkast til verið annað.

Skattsvik og bótasvik – hver er munurinn?

Ef löggjafanum er alvara með því að framlagning álagningarskráa og þar með upplýsinga um tekjur nafngreindra einstaklinga skili árangri í baráttunni við undanskot frá skatti, hvers vegna í ósköpunum er þá ekki lögð fram skrá yfir þá sem þiggja bætur frá ríkinu í þeim tilgangi að vinna gegn bótasvikum?

Sameinuð með skýra stefnu

Stjórnmálafræðiprófessor hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að ekki hafi tekist að leysa úr ágreiningi um ESB á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hvort tveggja er vandræðilegt. Að prófessorinn hafi rangt fyrir sér og að blaðið skyldi birta frétt þess efnis.

Handaband Blatters

Stærsta vandamálið í knattspyrnuheimi dagsins í dag er ekki af fjárhagslegum toga. Það snertir ekki dómaramútur og kemur hvergi nálægt fótboltabullum. Í dag er stærsta vandamálið fordómar og það er sorgleg staðreynd.

Fresta framtíðinni?

Í dag voru tillögur Framtíðarnefndar Kristjáns Þórs Júlíusarsonar kynntar fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það vakti athygli að nokkrir fundarmenn fundu tillögunum Framtíðarnefndar ýmislegt til foráttu. Lítið fór fyrir efnislegum athugasemdum en þeir kvörtuðu hins vegar hástöfum yfir umfangi skýrslunnar sem þeir töldu vera þess eðlis að rétt væri að fresta meðferð hennar um 2 ár!

ESB og forhúðarvandinn

Í dag var greint frá því að Sruli Recht, fatahönnuðurinn góðkunni, hefði hlotið framhaldsstyrk úr Hönnunarsjóði Auroru til að halda áfram að hanna skó úr forhúð hvals.

Úthugsað?

Þingmaðurinn Pétur Blöndal var í fréttum í gær með heldur óvenjulegt útspil.