Sem að þér þykir sístur

Tvær „auglýsingar“ úr formannskjöri Sjálfstæðisflokksins voru minnistæðar. Í þeirri fyrstu vildi Hanna Birna að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýri, í þeirri síðari vildi Bjarni Benediktsson sækja um að aðild að ESB. Hvort tveggja virkaði vel á þann sem þetta skrifar þótt markmiðið hafi líkast til verið annað.

Tvær „auglýsingar“ úr formannskjöri Sjálfstæðisflokksins voru minnistæðar. Í þeirri fyrstu vildi Hanna Birna að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýri, í þeirri síðari vildi Bjarni Benediktsson sækja um að aðild að ESB. Hvort tveggja virkaði vel á þann sem þetta skrifar þótt markmiðið hafi líkast til verið annað.

Báðar þessar „auglýsingar“ voru leðjuskot andstæðinganna. Líklegast ekki þau verstu sem þekkjast en engu að síður má þó velta fyrir sér hvers vegna kosningabaráttur þurfa svo gjarnan að snúast um láta að frambjóðendur sverja af sér eitthvað sem þeim finnst eða hefur einhvern tímann fundist. Og hvers vegna svo margir kjósendur sætta sig fremur við frambjóðanda sem er tilbúinn að ljúga, annað hvort að þeim sjálfum eða sjálfum sér, fremur einhvern sem þeir kunna að vera ósammála um nokkur mál.

Flestir þurfa tíu ástæður til að kjósa einhvern en dugar ein til að kjósa hann ekki. Þetta veldur því að frambjóðendur hafa almennt tilhneigingu til að svara sjaldan spurningum um erfið mál og svari þeir á annað borð er það gert með ritgerðum þar sem báðum sjónarmiðum eru gerð skil og hugsanlega hallast örlítið í átt til þess sem ögn meira fylgis nýtur.

Þetta lýsir auðvitað ástandi þar sem völd trompa hugsjónir, það skiptir meira máli að breyta sjálfur þótt breytt sé rangt, fremur en að fá ekki að breyta neinu. Og þótt ég geti alveg trúað því að það sé til dæmis „flókið mál“ að skilja að ríki og kirkju eða „snúið“ að fella niður tolla á kjúkling þá vil ég sem kjósandi ekki heyra djúpar greiningar á flækjustiginu heldur hvort stjórnmálamaðurinn hyggist gera það og hvenær.

Við einföldum spurningum geta vissulega verið flókin svör. Það er samt þannig að í þinginu eru samt oftast þrír takkar, einn fyrir já, einn fyrir nei og einn fyrir hjásetu. Starf stjórnmálamanna gengur út á að ýta á þessa takka. Það er ekki of mikils ætlast að þeir skýri okkur stundum frá því hvern þeirra þeir myndu helst láta fingur sinn rata á.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.