„Bíðiði bara“

Forsetinn hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í embætti. Það er ágætt. Ólafur Ragnar Grímsson getur þá loksins talað frjálst og gert það sem honum sýnist. Sem hefur nú kannski ekki verið vandamálið hingað til.

Áramótaskaup stjórnmálanna

Stjórnmálamenn ákváðu að bæta þjóðinni upp vonbrigðin með áramótaskaupið með smá sýningu í kringum áramótin.

Völvan sem allt veit.. eða næstum allt

Það hefur lengi verið þjóðaríþrótt hér á landi að spá fyrir um framtíðina með ýmsum aðferðum. Sumir lesa í lófa, aðrir í óhreina kaffibolla og sumir jafnvel falla í trans. Yfirleitt er þessi iðja aðeins gerð til dægradvalar, og því flestum að meinalausu. Einhverjir virðast þó vera betri en við hin að sjá fyrir það sem koma skal á meðan aðrir eru góðir í að sjá hlutina fyrir, eftir á, eins og margsýndi sig eftir bankahrunið. En hvað gerist á árinu 2012?

2011: Vont ár fyrir illfygli

Með allri sanngirni þá verður að segjast að árið sem er að líða var ekki gott fyrir stétt harðstjóra og hryðjuverkamanna. Stétt þessi hefur mátt búa við allnokkuð starfsöryggi og ágætis kjör síðustu ár og áratugina en hefur mátt þola miklar sviptingar í ár.

Kaupum flugeldana af björgunarsveitunum

Sjálfboðaliðarnir í björgunarsveitunum sinna sannarlega lífsnauðsynlegu hlutverki á Íslandi. Þetta áhugamál er bæði hættulegt og dýrt. Auk allrar þjálfunar og verkefnanna sjálfra þarf björgunarsveitarfólk að leggja á sig mikla vinnu við að safna fjármunum. Þeir sem ætla að eyða peningum í flugelda og vilja styrkja gott málefni ættu að beina viðskiptum sínum til björgunarsveitanna frekar en annarra góðra mála.

Verkfalli milljarðamæringa lokið: Hverjir taka titilinn?

Verkföll eru jafnaði notuð í launabaráttu venjulegs vinnandi fólks. Í NBA-deildinni fer hins vegar fram launabarátta milljarðamæringanna, þar sem leikmenn og eigendur hafa deilt en nú þegar lausn hefur náðst er boltinn aftur farinn af stað og hægt að fara að rýna í hvaða lið séu líkleg til afreka þetta árið.

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

Í jólahugvekju Deiglunnar segir Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson að jólin séu áminning um að njóta lífsins og ala von í brjósti í þeirri vissu að hátíðin markar upphaf sigurs ljóssins á myrkrinu. En jafnframt hátíðin áminning um að styðja við þá sem á þurfa að halda.

Barnið og jólin

Jólin eru minningarhátíð barns. Við minnumst þess að lítið barn fæddist fyrir tveimur árþúsundum fyrir botni Miðjarðarhafs. Barnið litla var frumburður foreldra sinna. Fátæks fólks sem eignast barn í lausaleik í menningarheimi sem lítur slíkt hornauga. Hliðsett fólk á svo margan hátt eða afskaplega venjulegt –allt eftir því hvernig á það er litið.

Vasapeningur ráðherranna

Þrátt fyrir mikinn niðurskurð í rekstri ríkisins undanfarin ár, þar sem lögð hefur verið mikil áhersla á að forgangsraða og verja grunnþjónustu, lifir enn góðu lífi hinn furðulegi fjárlagaliður „Ráðstöfunarfé ráðherra“. Árið 2012 er þannig gert ráð fyrir því að 43 milljónir af almannafé fari til ráðherra sem úthluta þeim eftir eigin geðþótta (lesist: í sitt eigið kjördæmi) og ætla má að a.m.k milljarður króna hafi runnið í gegnum hendur ráðherra á þeim rúmu tveimur áratugum sem þetta kerfi hefur verið við lýði.

Orðfæri dæmdra nauðgara og klámblaða – líkara en við höldum

Umræða um klám og kynferðisafbrot gegn konum er oft á tíðum eldfim. Nýleg rannsókn í Bretlandi er áhugavert innlegg í umræðu um klám. Niðurstöður eru í stuttu máli sláandi. Þátttakendur gátu ekki greint á milli hvort skrifuð ummæli um konur kæmu úr svokölluðum karlablöðum (klámblöðum) eða frá dæmdum nauðgara.

Í minningu Vaclav Havel

Vaclav Havel lést í dag. Það var leitt. Leitun er að jafnglæstum og árangursríkum stjórnmálaferli og hans.

Ábyrgðarlaus ákærandi!

Dylst það einhverjum að það er Alþingi sem nú höfðar sakamál á hendur Geir H. Haarde? Veldur þetta í alvöru einhverjum vafa? Getur einhver í þingliði Samfylkingarinnar eða VG bent á einhvern annan ákæranda en Alþingi sjálft?

Nei sjónvarpið sagði mér að gera þetta

Listin er sögð eiga að vera spegill sálarinnar, sýna okkur inn í þjóðfélagið okkar og gagnrýna það um leið. Í grein sem birtist á CNN í nóvembermánuði er talað um hvert sé ábyrgðarhlutverk sjónvarpsþáttanna, eru þeir að ýta undir hluti með því að sýna viss atriði eða eru þeir að endurspegla hvað gengur og gerist í samfélagi mannanna?

Tilefnislaus fagnaðarlæti

Í fyrradag var tilkynnt með pompi og prakt að bandaríski herinn væri á heimleið eftir að hafa gert góða ferð til Íraks.

Stéttaskipting á Íslandi?

Eitt af meginstefunum í fréttum þessarar vikur hefur verið þessi spurning: „Hvernig samfélagi búum við eiginlega í?“ Hvers vegna er spurt að þessu? Jú, vegna þeirrar undarlegu staðreyndar að metfjöldi Íslendinga skellir sér í verslunarferð til Boston fyrir jólin á meðan talið er að allt 10.000 manns þiggi mataraðstoð í desember.

Hvers vegna á ekki að lögleiða notkun fíkniefna?

Reglulega skýtur upp kollinum sú hugmynd að lögleiða beri fíkniefni á Íslandi. Flestir sem aðhyllast þessa skoðun eiga þá við lögleiðingu á kannbisefnum og halda því jafnan fram að efnið sé nánast skaðlaust og að þetta muni verða samfélaginu til bóta. Aðrir vilja ganga svo langt að lögleiða beri bæði sölu og neyslu á öllum fíkniefnum.

Litla Reykjavík og Stóra Reykjavík

Ítalinn Cecare Marchetti varð frægur fyrir að gera einfalda athugun. Hann veitti því athygli að stærð borga á Ítalíu til forna var yfirleitt takmörkuð við það ummál sem meðalmaðurinn gat gengið umhverfis á einni klukkustund. Þegar fólk byrjaði að ferðast á hestum þá komst það aðeins lengra á klukkutíma og borgirnar stækkuðu. Næsta stækkun borganna kom með lestunum sem komu í miðbæina og svo enn aftur þegar bílar urðu almenningseign. Niðurstaða Marchettis var því að við mælum fjarlægðir í tíma frekar en vegalengd og fólk hefur í gegnum tímann skilgreint sitt atvinnusvæði sem það svæði sem liggur í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá heimili þess.

Lítill dropi er líka vatn

Nú fyrir helgina barst um þjóðfélagið saga sem að myndaði hnút í maga flestra. Það var frásögn af konu sem að kom inn á fatamarkað í þeim erindum að kaupa kuldafatnað á unga dóttur sína því hana hafði þurft að sækja í skólann vegna skorts á slíkum fatnaði. Þegar á markaðinn var komið átti hún ekki fyrir fötunum og brotnaði saman fyrir allra augum. Góðhjartað starfsfólk hljóp þá til og leysti úr vanda konunnar.

Hvað verður um Evrópusambandið?

Undanfarna tvo daga hefur leiðtogafundur ESB átt sér stað í Brussel. Á dagskrá fundarins var ekki minna verkefni en að að finna lausn á evruvandanum og fékk hann mikla umfjöllun í alheimsfjölmiðlunum. Í aðdraganda fundarins voru settar fram margar yfirlýsingar og var því meðal annars haldið fastlega á lofti að fundurinn væri síðasta tækifæri Evrópusambandsins til þess að finna lausn á efnahagsvandanum, ella væri hreinlega úti um samstarfið. Fram komu hinar ýmsu dómsdagsspár um framtíð evrusvæðisins og Evrópusambandsins í heild sinni. Eftirvæntingar til niðurstöðu leiðtogafundarins voru því miklar þegar hann hófst á fimmtudaginn.

Prófaglaðningur

Nú á köldum desemberdegi liggur stór hluti þjóðarinnar yfir námsbókunum í lesstofum, á bókasöfnum, heima hjá sér eða um það alls staðar annars staðar en fólk langar raunverulega að vera. Og ekki nóg með það; tíminn líður og ekkert mjakast áfram. Hver kannast ekki við að vera í prófum og athyglin er einhvern veginn alls staðar annars staðar en á bókunum?