Orðfæri dæmdra nauðgara og klámblaða – líkara en við höldum

Umræða um klám og kynferðisafbrot gegn konum er oft á tíðum eldfim. Nýleg rannsókn í Bretlandi er áhugavert innlegg í umræðu um klám. Niðurstöður eru í stuttu máli sláandi. Þátttakendur gátu ekki greint á milli hvort skrifuð ummæli um konur kæmu úr svokölluðum karlablöðum (klámblöðum) eða frá dæmdum nauðgara.

Umræða um klám og kynferðisafbrot gegn konum er oft á tíðum eldfim. Nýleg rannsókn í Bretlandi er áhugavert innlegg í umræðu um klám. Niðurstöður eru í stuttu máli sláandi. Þátttakendur gátu ekki greint á milli hvort skrifuð ummæli um konur kæmu úr svokölluðum karlablöðum (klámblöðum) eða frá dæmdum nauðgara.

Í frétt á vefsíðu háskólans í Surrey má lesa um rannsókn sem bíður birtingar í tímaritinu British Journal of Psychology. Í umræddri rannsókn skoðuðu sálfræðingar hvort fólk gæti greint á milli hvort staðhæfingar um konur kæmu úr karlablaði eða frá dæmdum nauðgara.

Karlar sem tóku þátt í rannsókninni voru á aldrinum 18 til 46 ára. Þeir lásu staðhæfingar um konur sem voru annað hvort úr karlablaði eða komu frá dæmdum nauðgara. Mismunandi var milli hópa hvaða upplýsingar þeir fengu um hvaðan staðhæfingarnar væru komnar. Heilt yfir voru karlarnir meira sammála þeim staðhæfingum sem komu frá dæmdum nauðgara en þeim sem komu úr karlablaði.

Einnig var þó áhugavert að karlarnir voru einnig meira sammála þeim staðhæfingum sem þeim var sagt að kæmi úr karlablaði heldur en staðhæfingum sem þeim var sagt að kæmi frá dæmdum nauðgara. Þetta sýnir að karlarnir vildu miklu frekar vera sammála því sem stóð í karlablaði en því sem þeir héldu að kæmi frá dæmdum nauðgara. Þegar þeir hins vegar vissu ekki hvaðan staðhæfingin kom voru þeir frekar sammála þeim staðhæfingum sem komu frá nauðgara, sem er sláandi. Rannsakendur sögðu sjálfir að það hefði komið þeim á óvart hversu vel karlarnir í rannsókninni þekktu til orðfæris sem nauðgarar nota við réttlætingu á gjörðum sínum.

Hvað segja þessar niðurstöður okkar? Rannsóknin hefur ekki verið birt opinberlega ennþá og því eru öll atriði varðandi framkvæmdina ekki á hreinu. Það virðist samt vera staðreynd að orðnotkun um konur í karlablöðum er það lík þeirri orðnotkun sem dæmdir nauðgarar nota til að réttlæta gjörðir sínar að venjulegt fólk getur ekki greint þar á milli.

Niðurstöður sem þessar vekja óneitanlega upp spurningar um hvað telst vera eðlilegt orðfæri um konur. Réttlætingar sem nauðgarar nota líkt og klisjur á borð við „hún sagði nei, en meinti já“, „hún bað um það“, „hún var í svo stuttu pilsi, hún getur sjálfri sér um kennt“ virðast vera að skjótum rótum og hugsanlega að verða almennari en við gerum okkur grein fyrir. Viðmið breytast oft furðu fljótt, það sem áður þótti óeðlilegt getur allt í einu orðið viðtekið og almennt talið „eðlilegt“.

Það er eitthvað ekki í lagi þegar fólk les staðhæfingar dæmds nauðgara um konur og telur að þessa staðhæfingu megi finna í karlablaði.

Er það orðið eðlilegt í dag?

Getur þú greint á milli? Hægt er að lesa dæmi um staðhæfingarnar hér

Latest posts by Helga Lára Haarde (see all)

Helga Lára Haarde skrifar

Helga Lára hóf að skrifa á Deigluna í ágúst 2006.