Heimssafn í Reykjavík

Hve margir ætli þurfi að deyja áður en Íslendingar ákveða loksins að byggja sér safn sem tileinkað er menningu og vísindum annarra þjóða?

Fjársveltur Háskóli

Það er ennþá kreppa á Íslandi. Skattar hækka, verðbólga eykst, gjaldskrár hækka og opinberar stofnanir þurfa áfram að skera niður. Ein þessara stofnana er Háskóli Íslands. Nemendum við skólann hefur fjölgað gríðarlega á seinustu árum, ekki aðeins vegna þess að fólk sem misst hefur vinnuna hefur hafið háskólanám, heldur einnig vegna þess að nokkrum mánuðum fyrir hrun sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og HÍ. Þrátt fyrir aukinn nemendafjölda hefur skólanum verið gert að skera niður á meðan hann fær ekki einu sinni greitt með öllum nemendum.

Vörslusviptingar engum viðkomandi?

Innanríkisráðherra upplýsti nýverið að lögreglan muni vísa frá kærum vegna ólögmætra vörslusviptinga, sem hafa verið stundaðar af miklum móð undanfarin ár. Slík afstaða vekur upp spurningar. Heimildir einkaaðila til að stunda vörslusviptingar snúast um ákveðin grundvallaratriði í réttarkerfinu og það getur verið afar varasamt að láta þetta óátalið.

Ríkissjónvarpið 2.0.

Ríkisútvarpið ohf. hyggst færa út kvíarnar og hefja útsendingu á annarri sjónvarpsrás. Eins konar Rás 2 ríkissjónvarpsins, starfrænt og voða fínt. Útvarpsstjóri segir að þetta eigi að vera svona „viðburðarrás“ til að sýna frá íþróttaviðburðum. Þessi fyrirhugaða útþensla, eða rás, Ríkisútvarpsins er arfavond hugmynd og fær ekki samræmst hlutverki Ríkisútvarpsins um að sinna útvarpsþjónusta í almannaþágu. Öllu verra er að svona æfingar hins opinberra grafa hratt undan starfsemi annrra miðla á samkeppnismarkaði.

UJ lýsa vantrausti á þingið

Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvernig ráðist er nú að Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur forseta þingsins fyrir afstöðu sína og framgöngu í landsdómsmálinu, m.a. í ályktun Ungra jafnaðarmanna um málið og virðist sú skoðun eiga sér töluverðan hljómgrunn. Hið kaldhæðnislega er að á málið er settur sá merkimiði að hún hafi farið gegn sjálfstæði þingsins. Til að kvitta fyrir það á forseti þingsins að hætta.

Stóra Ísmálið

Eftir miklar umræður síðustu daga og vikur um iðnaðarsalt og sílíkonbrjóst var það Emmessís sem átti umræðuna um helgina skuldlaust með því sem mætti kalla stóra Ísmálið. Emmessís hefur nefnilega sett á markað ístegundir sem eru sérstaklega merktar stelpum og strákum.

Barack Obama vildi ekki sopa

Í síðustu viku tilkynnti Barack Obama bandaríkjaforseti að hann hygðist ekki styðja væntanlega löggjöf um dreifingu ólöglegs efnis á internetinu sem hafði fengið vinnuheitið SOPA eða Stop Online Piracy Act. Ástæða þessarar tilkynningar Obama var sívaxandi þrýstingur fjölda aðila sem töldu lögin vera óráð. Mikla athygli vakti þegar ein stærsta vefsíða heims, Wikipedia lokaði í mótmælaskyni einn dag. Frumvarpið hefur verið lagt til hliðar á meðan unnið verður að endurbótum sem líklegra gæti þótt að verði samþykktar.

Kill them!

Newt Gingrich fékk mikið klapp þegar hann útskýrði að kjarninn í utanríkisstefnu sinni væri að drepa óvini Bandaríkjanna. Ron Paul fékk hins vegar bágt fyrir að leggja til að „gullna reglan“ gæti verið gagnleg til þess að draga úr átökum og hatri milli þjóða.

Uggvænleg þróun

Árið 2008 voru framkvæmdar á bilinu 43-48.000.000 fóstureyðinga í heiminum og 86% þeirra voru framkvæmdar í þróunarlöndum. Þetta sýnir ný rannsókn Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Guttmacher stofnunarinnar. Alvarlegustu tíðindi rannsóknarinnar eru hins vegar þau að árið 1995 voru 44% fóstureyðinga flokkaðar sem óöruggar en 2008 hafði hlutfall slíkra fóstureyðinga hækkað upp í 49%

Dómstólar mega ekki verða vettvangur stjórnmálabaráttunnar

Umræðan um afturköllun málshöfðunarinnar gegn Geir H. Haarde sýnir því miður vel að réttarhöldin eru fyrst og fremst pólitísk. Þeir stjórnmálamenn sem vilja vernda lýðræðishefðir og réttarríkið ættu því að fagna tækifærinu til þess að ljúka málinu.

Má ég kynna… Dómskerfið

Stundum mætti halda, miðað við umræðuna, að samfélagið hefði bara alls engar leiðir til á ráða fram úr deilumálum aðrar en múgæsingu og hópþrýsting. Til allrar hamingju er það ekki svo, þótt þær leiðir sem í boði eru taki vissulega lengri tíma en þann sem það tekur að dúndra upp status og telja lækin.

Björt framtíð opinberra lánveitinga?

Guðmundur Steingrímsson hefur sett fram hugmynd um fjárfestingar í atvinnulífinu, sem gengur út á að eigið fé bankanna verði lækkað niður að lögbundnu lágmarki og mismunurinn lánaður út. Ef þetta gengur eftir segist Guðmundur vera til í að veita ríkisstjórninni stuðning. Þótt svona risavaxin opinber aðgerð við að lána peninga til fyrirtækja, sem fengju annars ekki lán, hljómi vægast sagt illa, þá er ekki síður farin að verða áleitin spurning hvort ríkisstjórnin sjálf sé ekki helsta fyrirstaða fjárfestinga hér á landi.

Asahláka á Kúbu

Sólrík eyja í suðrænum höfum hefur verið í kommúnískum klakaböndum í rúma hálfa öld. En frá því Raul Castro tók við stjórnartaumunum á Kúbu af bróðir sínum Fidel árið 2008 hefur hinn kaldi jökull alræðisins smám saman hopað. Lögfesting á ýmsum markaðsumbótum stjórnarinnar undanfarnar vikur og mánuði benda til þess að almennileg asahláka herjar nú á kúbverskan kommúnisma. Enn er þó of snemmt að segja til um hvort vor frelsis og lýðræðis liggi í loftinu.

Hvenær hverfa þær af síðum dagatalsins?

Myndirnar í Pirelli-dagatalinu eiga að vera fallegar, listrænar og síðast en ekki síst fullar kynþokka en þær eru í raun ekkert annað en ýkt afbökun á því hvernig eðlilegur, heilbrigður kvenlíkami á að líta út. Sumar fyrirsæturnar líta nefnilega út fyrir að vera með átröskun. Kannski á það samt ekki að koma mér jafnmikið á óvart og það gerði.

Af íþróttamönnum ársins

Heiðar Helguson knattspyrnukappi og markalús QPR var fyrir skemmstu valinn íþróttamaður ársins, af samtökum íþróttafréttamanna. Ekki er erfitt að sjá ástæðu þess, enda hefur Dalvíkingurinn séð um að halda uppi heiðri íslenskra knattspyrnumanna undanfarið. Í þau 56 skipti sem sambandið hefur kosið íþróttamann ársins, hafa verðlaunahafarnir í 88% tilfella komið úr fjórum íþróttagreinum, frjálsum íþróttum, fótbolta, handbolta og sundi.

Vanhugsuð friðun

Nú í byrjun árs skilaði starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði um verndun og endurreisn svartfuglastofna niðurstöðum sínum. Meirihluti starfshópsins leggur til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin.

Af dýrkun á frægu fólki og fegrunaraðgerðum

Síðustu daga liðins árs og fyrstu daga nýja ársins var allt morandi í fréttum um hvaða fréttir voru mest lesnar á árinu 2011. Að venju voru fyrirferðarmiklar fréttir af fræga fólkinu á árinu 2011. Síðustu daga höfum við svo einnig séð fréttir af sílikonmeðferðum íslenskra kvenna og mögulegum göllum á sílíkonfyllingum einhverra þeirra sem og erlendra kvenna með fyllingar frá sama framleiðanda. Í ljósi þessa er áhugavert að velta fyrir sér hvort einhver tenging geti verið þarna á milli. Það er, að þeir sem hafa óhóflega mikinn áhuga á lífi og útliti fræga fólksins geti verið líklegri til að fara í fegrunaraðgerðir.

Eini maðurinn með viti

Prófkjör Repúblikana í Bandaríkjunum mun standa næstu mánuði. Meðal frambjóðenda er Ron Paul sem sker sig verulega úr hópnum. Hann er kannski ekki sá eini með vit í kollinum – en hann er líklega sá eini sem treystir á það.

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um Kim Jong-il

Allt sem þú vissir ekki um Kim-Jong-Il og meira til.

Hver vill verða Forseti Íslands?

Á Íslandi hafa einungis fimm manns gengt embætti forseta lýðveldisins frá stofnun þess. Það gerist því frekar sjaldan að landsmenn fái að velja sér forseta. Þetta á sérstaklega við ef taka á mið af síðustu tveimur forsetum sem munu báðir hafa setið fjögur kjörtímabil þegar (ef?) Ólafur Ragnar Grímsson leggur niður forsetaskjöldinn og heldur á vit nýrra ævintýra í harðbýlli heiðgrænni Mosfellssveitinni.