Á undanförnum misserum hefur ríkt mikið stjórnskipulegt óvissuástand á Íslandi. Allt frá því að fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var lagt fram hafa lögspekingar deilt um stjórnarskrána. Nauðsynlegt er að þjóðin hafi öryggisventil gagnvart þinginu, en það þarf að bætta stjórnarskrána.
Hin nýstofnaða þverpólitíska Evrópunefnd forsætisráðherra er löngu tímabær hugmynd. Það er ljóst að þrátt fyrir að ólíklegt sé að nefndin geti náð „sameiginlegri niðurstöðu“ um Evrópumál verði vonandi þó hægt að mynda almennilegan ramma utan um ESB-umræðuna á Íslandi. Eitt af því sem löngu tímabært er að skoða til enda er hvaða leiðir eru færar ef til þess kæmi að semja um málefni hafsins.
Þegar Amzon byrjaði á sínum tíma voru margir með efasemdir enda átti dagar pappírsbókarinnar að vera taldir. Þær spár hafa ekki ræst og jókst t.d. bóksala á netinu um 9% á seinasta ári.
Talsmaður breska forsætisráðuneytisins tilkynnti nýverið að Tony Blair hefði afþakkað gítar að gjöf frá Bono, söngvara írsku hljómsveitarinnar U2.
Íslenskur landbúnaður er óhagkvæmur. Það vita allir. En veistu hversu óhagkvæmur hann er? Hvað heldurður að opinberir styrkir til landbúnaðar séu hátt hlutfall af landbúnaðarframleiðslu?
Sem betur fer er fjölmiðlafárinu loksins lokið og vonandi fáum við frið fyrir misvitrum Alþingismönnum fram á haustið. Stjórnarandstaðan lýsti yfir sigri í málinu, en getur einhver gengið stoltur frá borði? Þegar uppi er staðið, töpuðu þá ekki allir?
Upp hafa komið hugmyndir um að leggja skuli syndaskatt á sykur og sæta matvöru til að standa undir kostnaði við rekstur Lýðheilsustofnunar og til að stemma stigu við „ógnvænlegri ofþyngdarþróun þjóðarinnar“.
Hver er staða íslenskra grunnskólabarna samanborið við aðrar þjóðir? Gerum við of litlar kröfur? Gætum við nýtt tímann betur á fyrstu skólaárum nemenda?
Alþjóðlegir dómstólar eru oft og tíðum viðfangsefni fjölmiðla. Þrátt fyrir það virðast heiti þeirra vera á reiki meðal margra fjölmiðlamanna sem og hvert hlutverk þeirra sé.
Gengi Nokia hefur mikil áhrif á efnahagslífið í Finnlandi. Lægð í rekstri þess hefur þjóðhagsleg áhrif – á sama hátt og velgengni þess var undirstaða hagvaxtar þar á síðustu árum. Ef Nokia hefði haldið sig við stígvél í stað gsm síma hefði áhrf félagsins á efnahagslífið orðið minni – en hverjum hefði slík þróun verið til góðs?
Ýmsar röksemdir hafa verið hafðar uppi gegn endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og upptöku fyrningarleiðar eða annarra uppboðsleiða. Ein rökin eru að ef menn geti ekki keypt kvóta varanlega þá verði óvissan svo mikil að menn fáist síður til að fjárfesta á skynsamlegan hátt. Séu þessar röksemdir skoðaðar í ljósi áhættustjórnunar eru þær þó ekki mjög sannfærandi.
Nýlega bárust okkur gleðifregnir þess efnis að Framsóknarflokkurinn hefði mælst með 7,5 prósentustiga fylgi á landsvísu.
Lögfræði og lagaleg álit hafa mikið verið til umræðu að undanförnu í tengslum við nýju útgáfu fjölmiðlafrumvarpsins svonefnda. Hafa margir lögfræðingar verið kallaðir fram á sjónarsviðið, eða komið þangað sjálfir ótilkvaddir, og greint frá niðurstöðum sínum um það hvort Alþingi sé heimilt að stjórnlögum að samþykkja fjölmiðlafrumvarpið í núverandi útgáfu. Lögfræðilegar niðurstöður þessa fólks eru ærið mismunandi.
Mörgum til ánægju var hið nýja fjölmiðlafrumvarp ekki á dagskrá Kastljóssins á þriðjudagskvöld. Annað umræðuefnið þáttarins var þó síður en svo skemmtiefni en það var kynferðisleg misnotkun barna
Á þriðjudaginn skilaði Evrópudómstóllinn niðurstöðu sinni í deilu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við ráðherraráðið.
Í síðasta pistli fjallaði ég um leiðir til þess að framlengja líf tölvupósts sem samskiptaforms. Nú verður fjallað um hvernig hægt er að gera notkun á veraldarvefnum bærilega.
Þar sem ég beið á rútustöð í Sevilla síðastliðna páska greip ég kæruleysislega eitt spænskt glanstímarit hjá blaðasalanum og hugsaði mér gott til glóðarinnar.
Samkvæmt Newsweek hafa hugmyndir um hugsanlega frestun forsetakosninga í Bandaríkjunum í tilfelli hryðjuverkaárása fengið alvarlega skoðun. Þótt engar líkur geti talist á að slíkt verði að veruleika vekur það mann til umhugsunar hversu langt slík hugmynd hefur náð.
Í síðustu viku var ársskýrsla lögreglunnar fyrir árið 2003 kynnt. Við það tilefni sá lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, ástæðu til að ganga fram fyrir skjöldu með tillögu um að settur yrði tölvukubbur í alla bíla landsins til þess að skrá upplýsingar um akstur og ökulag.
Auðvelt er að færa rök fyrir því að þýska stálkempan, Michael Schumacher, sé einn fremsti íþróttamaður sögunnar. Hann er alla vega sá íþróttamaður sem er fremstur í sinni íþróttagrein þessa stundina og þarf að fara aftur til daga Michael Jordans til að finna raunhæfan samanburð. Vinsælustu greinar íþróttanna, fótbolti, körfubolti, tennis og golf eiga ekki sambærilega stjörnu.