Er það hinn fullkomni veruleiki? Að minnsta kosti eru allar líkur á því að þú sért með 23% hærri laun en feit, lágvaxin, ljóshærð kona!
Verðbólga á Íslandi tók stóran kipp upp á við í þessum mánuði. Hún mælist nú 4,8% og er því komin upp fyrir þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í annað sinn á árinu. Flestir sérfærðingar eru ennfremur á þeirri skoðun að verðbólga muni haldast há í þó nokkurn tíma. Lítið sem ekkert útlit virðist vera fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist í bráð.
BEST – Board of European Students of Technology eru Evrópsk stúdentasamtök sem samanstanda af um 70 háskólum frá hátt í 30 Evrópulöndum. Meginmarkmið samtakanna er að efla tæknimenntun og í leiðinni stuðla að því að stúdentar kynnist fólki og menningu annarra landa. Háskóli Íslands er á góðri leið að fá fulla inngöngu í samtökin.
Samgöngumálaráðherra lét hafa eftir sér á dögunum að hann vildi frekar sjá Reykjavíkurflugvöll á Bessastaðanesi heldur en á Lönguskerjum. Ráðherra hefur markað sér ágætt orðspor fyrir að vera fljótfær í nokkrum málum og virðist pistlahöfundi lítil breyting vera þar á.
Á laugardag og sunnudag birtust greinar í Fréttablaðinu þar sem bútar úr tölvupóstsamskiptum nokkurra einstaklinga voru birtir og fjallað efnislega um þá. Óhætt er að segja að þessar fréttir hafi valdið nokkrum titringi í þjóðfélaginu og um leið vaknað umræða um lögmæti slíkra heimilda í blaðamennsku.
Ótrúlegasta fólk býr yfir gagrýnni hugsun og jafnvel enn ótrúlegra er þegar annað fólk virðist vera gjörsamlega snautt þessum hæfileika. En hvers er verið að fara fram á af fólki þegar ætlast er til að það beiti gagnrýnni hugsun?
Í litlum, rólegum, fátækum smábæ einhvers staðar í Póllandi fæðast tvíburar. Tveir strákar, Jacek og Placek [les: jatsek og platsek]. Brátt kemur í ljós að drengirnir eru gjörsamlega óalandi. Þeir éta allt frá heimilinu, liggja latir allan daginn, vinna ekkert og hrekkja þorpsbúana með sífelldum brögðum og látum.
Bygging nýs tónlistarhúss við gömlu höfnina er vissulega mjög metnaðarfullt og dýrt verkefni. Um það má vafalaust deila hvort peningunum væri betur varið annars staðar. Hins vegar verður ekki hjá því litið að bygging hússins mun gjörbreyta ásýnd miðborgarinnar.
Flestir kannast við spam það sem fyllir innhólfið í tölvupósti landsmanna. En á Íslandi hefur sem betur fer ekki enn hafið innreið sína svokallað símspam. Símspam er tækni sem ekki ber að rugla saman við hefðbundna happdrættismiðasölu, enda allt annar hlutur á ferðinni.
Kynjakvótar og fléttulistar eru ekki svarið þegar kemur að því efla þátttöku kvenna í stjórnmálum. Svarið felst í að meta að verðleikum hæfileika, metnað og áræði þeirra ungu kvenna sem láta slag standa.
Í gær kunngerðu stjórnvöld í Norður-Kóreu þá ákvörðun sína að hætta með öllu við kjarnorkuáætlun sína, eyða þeim kjarnavopnum sem landið hefur yfir að ráða og leyfa í kjölfarið alþjóðlegt eftirlit í landinu.
Í kjölfar atburðanna í New Orleans í Bandaríkjunum hafa þjóðir víða um heim vaknað til að minnsta kosti einhverrar meðvitundar um mikilvægi þess að skipuleggja hvernig hægt er að bregðast við svo stórum áföllum, hvort sem þau ber að í kjölfar náttúruhamfara eða hryðjuverka.
Mun sigur í „kosningabaráttu“ meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um laust sæti í Öryggisráðinu styrkja stöðu Íslands – eða skiptir kannski meira máli að valda því hlutverki sem felst í því að sitja í ráðinu?
Í norðaustur hluta Pekingborgar er lifandi veitingahúsa- og barhverfi sem kallast Sanlitun. Þar um fer fjöldinn allur af ferðamönnum sem og heimamönnum dag hvern. Í kínversku höfuðborginni virðist allt vera á hreyfingu; fólk, fyrirtæki og jafnvel göturnar. Víða um borgina má sjá byggingakrana, önnur tæki og tól sem notuð eru við uppbyggingu og niðurrif húsa. Ljóst er að hið gamla mun víkja fyrir hinu nýja í Sanlitun hverfi líkt og annarsstaðar í borginni.
Í helgarnesti dagsins er leitað svara við þeirri spurningu hvort að Nóa hefði tekist að reisa örkina sína fyrir Syndaflóðið ef reglugerðafargani Evrópusambandsins hefði verið beitt gegn honum.
Átröskunarvandinn hefur löngum farið leynt í þjóðfélaginu. Átröskunarsjúklingar glíma gjarnan við ýmsan tilfinningalegan vanda sem annað hvort eru afleiðing eða orsök sjúkdómsins, sjálfsmynd þeirra er skert og skömmin mikil. Því hefur sjúkdómurinn sjaldnast fengið opna umræðu og framandi fyrir þá sem ekki þekkja hann af eigin raun. Það er mikilvægt að umræðan um sjúkdóminn opnist, meðferðarúrræðum fjölgi og fordómar gegn sjúkdómnum hverfi.
Hér í Bandaríkjunum stendur nú yfir mikil rökræða um hugmyndir sem kallaðar hafa verið vitræn hönnun (e. Intelligent Design). Umræðan snýst að miklu leiti um kennsluefni í grunnskólum.
Á mánudaginn kom athygliverð niðurstaða frá Samkeppnisstofnun varðandi dreifingu á Enska boltanum en samkvæmt henni er Íslenska sjónvarpsfélaginu skylt að afhenda sjónvarpsmerkið til dreifingar á dreifikerfum annarra aðila.
Hið ómögulega getur vel gerst. Atburðir eins og þeir sem áttu sér stað í New Orleans sýna það og sanna. Þrátt fyrir það er alltaf ákveðin tregða til að skipuleggja viðbrögð við harmleikjum sem þessum. Tregða sem spyr ekki að þróunar- og vísindastigi þjóða.
Áróður virðist ekki njóta sannmælis í okkar ágæta samfélagi. Allt of oft er boðskapur af ýmsu tagi skotinn í kaf af efasemdarmönnum á þeim forsendum einum að eingöngu sé um „bullandi áróður“ að ræða. Er áróður ekki einfaldlega ein leið til að koma skoðunum okkar á framfæri og fá fólk til að taka afstöðu?