BEST – tækni og menning

BEST – Board of European Students of Technology eru Evrópsk stúdentasamtök sem samanstanda af um 70 háskólum frá hátt í 30 Evrópulöndum. Meginmarkmið samtakanna er að efla tæknimenntun og í leiðinni stuðla að því að stúdentar kynnist fólki og menningu annarra landa. Háskóli Íslands er á góðri leið að fá fulla inngöngu í samtökin.

BEST – Board of European Students of Technology eru Evrópsk stúdentasamtök sem samanstanda af um 70 háskólum frá hátt í 30 Evrópulöndum. Meginmarkmið samtakanna er að efla tæknimenntun og í leiðinni stuðla að því að stúdentar kynnist fólki og menningu annarra landa. Árangurinn er sá að virkir stúdentar í BEST eru gríðarlega hæfir til að takast á við framtíðarverkefni í alþjóðlegu rannsóknar- og vinnuumhverfi. Fyrir um viku síðan náði Háskóli Íslands fyrsta skrefinu að fullri aðild en hann var einn af þremur háskólum sem teknir voru inn í samtökin sem áhorfshópar (e. Observer group). Samtals sóttu sjö skólar um að þessu sinni.

Samtökin standa árlega fyrir tugum námskeiða sem stúdentar í aðildarskólunum geta sótt um alla Evrópu. Námskeiðin eru stutt og hnitmiðuð og er reynt að skoða meginatriði hvers námskeiðs frá öllum hliðum. Sem dæmi má nefna að á námskeiði í Trondheim fyrir stuttu sem bar nafnið “power up the future” var fjallað um nýtingu sólarorku frá öllum hliðum. Allt frá efnafræðilegri uppbyggingu sólarrafhlaðna til framleiðsluferla og markaðssetningar. Meðal annarra námskeiða sem boðið var upp á síðasta sumar má nefna “Nanotechnology, size does matter!”, “Bio Explorer: Human Clockwork”, “Hig-Tech Engineering in Medicine” og “Belgian Beer secrets”!. Þrátt fyrir að námskeiðin séu ekki löng, eru þau mikils metinn og margir af aðildarháskólum BEST gefa stúdentun einingar fyrir námskeið á vegum samtakanna.

Hugsum út fyrir boxið.

Það er skoðun pistlahöfundar, og ljái mér hver sem er, að margir tæknimenntaðir Íslendingar einblíni um of á sitt fag eða áhugamál og eigi erfitt með að hugsa út fyrir sitt svið. Jafnvel eru til dæmi um að menn líti niður á annað fólk sem ekki er jafn tækniþenkjandi og þeir sjálfir – þrátt fyrir að þetta sama fólk sé jafnvel með meiri menntun eða þekkingu, bara í einhverju allt öðru. Það skal þó tekið fram að þetta á að sjálfsögðu ekki við um meirihluta hins ágæta tækniþenkjandi fólks.

En hvaðan kemur þessi hugsunarháttur? Þessi hugsunarháttur endurspeglast í mörgum skorum við Háskóla Íslands sem kenna verk- og raunvsíndi. Á mörgum stöðum eru valnámskeið engin eða mjög fá og afmörkuð. Gott og gilt er að skorir leggji metnað í að bjóða stíft nám sem gerir kröfur til nemenda. Engu að síður er nemandi sem er gríðarlega klár á sínu sviði en veit ekkert hvað er að gerast í kringum sig hugsanlega ekki besti starfskrafturinn í nútíma þjóðfélagi. Með því að bjóða nemendum meðal annars að kynnast öðrum greinum, fólki, tungumálum og menningu víkkar sjóndeildarhringur nemenda, sem er forsenda fyrir nýjum hugmyndum og aukinni nýsköpun. Tæknifólk, hugsum stundum út fyrir boxið – því þannig skapast tækifærin!

BEST er að mati okkar sem hafa unnið að aðild Háskóla Íslands að samtökunum undanfarna mánuði slíkt tækifæri. Með aðild að BEST eykst enn gildi og fjölbreytileiki menntunar stúdenta við Háskóla Íslands og í leiðinni er þetta tækifæri fyrir okkur stúdenta til að kynnast nýju fólki og þjóðum sem mun gera okkur hæfari til að takast á við verkefni í alþjóðlegu samfélagi.

Nú er einungis fyrsta áfanga af nokkrum náð í því að ná fullri aðild að BEST. Ef vel verður haldið úr spöðunum nú í vetur eru talsverðar líku á því að næsta sumar geti stúdentar við Háskóla Íslands, úr öllum deildum, sótt um að taka þátt í fjölda námskeiða í Evrópu næsta sumar. Rúsínan í pylsuendanum er svo að þessi námskeið eru ókeypis fyrir þá sem komast að, einungis þarf að greiða flugferð á áfangastað. ALLT annað er greitt af námskeiðshöldurum – ekki slæmt það.

Nánari upplýsingar um BEST má finna á www.best.eu.org

Latest posts by Andri Heiðar Kristinsson (see all)