Nú á dögunum völdu breskir íhaldsmenn sér nýjan foringja. David Cameron sigraði keppinaut sinn David Davis með talsverðum yfirburðum í síðustu umferð í formannskosningu á meðal flokksmanna. En hver er maðurinn?
“I think in this culture, we are entirely youth-obsessed, and so we view aging as a catastrophe — that it only brings negatives.” Gæti hér verið átt við íslenska menningu? Ég segi já.
Við gleymum okkur flest í dagsins önn og tökum verðmætustu þáttum lífsins sem sjálfsögðum hlut, einhverri fastri breytu sem verður til staðar um aldur og æfi. Lífið er hins vegar ekki svo einfalt. Eins og oft áður á þessum degi verður hér fjallað um mikilvægan þátt í lífshamingju manna en það er vináttan.
Markaðsfólk og ímyndarsmiðir eru að mörgu leyti ekki öfundsverður hópur. Þeir mega í það minnsta ekki vera mjög hörundsárir eða taka það nærri sér þegar fólk tryllist eða verður mjög hneykslað og reitt vegna nýjustu markaðsbrellu þeirra. Fólk getur fettað fingur út í ólíklegustu hluti, þar á meðal saklausar auglýsingar eða aðra þætti markaðsherferða fyrirtækja, sem skaða ekki eitt einasta mannsbarn. Eða hvað?
Á fimmtudaginn voru liðin 25 ár frá því að John Lennon var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í New York. Með fimm skotum batt morðinginn enda á drauma milljóna manna. Meira segja nokkurra sem áttu eftir að fæðast.
Í helgarnesti dagsins er fjallað um jólahasar í víðum skiliningi enda er gríðarlegt framboð af skemmtiatriðum í jólamánuðinum, en áður en lesendur gæða sér á nestinu eru þeir vinsamlega beðnir um að hafa það hugfast að jakki er ekki frakki nema síður sé.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og nokkrir félagar hennar í Samfylkingunni hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í einkageiranum er launaleynd almenn þ.e.a.s. að einkafyrirtækja semja við starfsmenn sína um launaleynd.
Í Helgarsproki Vefþjóðviljans síðastliðinn laugardag birtist athyglisverður samanburður á aðferðafræði austurrískra hagfræðinga og hagfræðinga frá Chicago. Að sögn Helgarsproksins eru reynslurannsóknir tvíeggjað vopn því þær má nota gegn frjálsum viðskiptum.
Umræðan um málefni öryrkja á Íslandi er svo pólitísk að erfitt er fyrir leikmann að átta sig á einföldustu atriðum. Er það slæmt að skattbyrði öryrkja hafi aukist? Eru flestir öryrkjar bara fullfrískt fólk að plata? Hvers vegna hefur öryrkjum fjölgað?
Tímasetning skiptir öllu máli í pólitík. Á einu augabragði hætta stjórnmálamenn að vera menn framtíðar og verða menn fortíðar. Eftir það er þeirra skapadægur skammt undan.
Í árdaga veraldarvefsins voru leitarvélar óþekkt fyrirbæri. Ef manni tókst að finna nokkurn skapaðan hlut á vefnum, þá vildi maður svo sannarlega geta fundið hann auðveldlega aftur. Lausnin var bókamerki. Stóri gallinn við bókamerkin er hins vegar sá að þau fylgja einu forriti og einni tölvu. Noti maður fleiri en einn vafra eða fleiri en eina tölvu þá eru bókamerkin aldrei til staðar þegar þeirra er þörf. Nýlega hafa bókamerki skotið aftur upp kollinum, í talsvert breyttri mynd. Hin nýju bókamerki leyfa manni að finna hluti sem manni datt ekki einu sinni í hug að leita að.
Og við heyrum kallið frá Bandaríkjunum að íslenskar mjólkurvörur eru taldar þær bestu: smjörið fegurst á litinn, best til baksturs og einstakt að gæðum. Og þeir eru farnir að teiga skyrdrykkinn til þess að megra sig, þessir feitu Bandaríkjamenn.
Framamenn úr íslensku atvinnulíf keppast um að leggja fram sem mest fé til góðgerðarmála. Popplandsliðið dustar rykið af Sameinumst hjálpum þeim. Allir jafn undrandi og hissa á að til sé fólk sem hafi það skítt. Það er kominn desember.
Seðlabanki Íslands tilkynnti á föstudaginn um 0,25 prósentustiga hækkun á stýrivöxtum bankans. Það veldur vonbrigðum að bankinn skuli ekki hækka stýrivexti sína meira að þessu sinni. Það sem veldur þó enn meiri vonbrigðum er sá tvískinnungur sem einkennir inngang Peningamála. Tvískinnungur bankans nú vekur á ný upp efasemdir um stefnufestu bankans varðandi það að ná verðbólgumarkiði sínu eins fljótt og hægt er.
Pistlahöfundur kynntist rithöfundinum Joan Didion á síðum glanstímaritsins O-Magazine. Í viðtalinu komu fram viðhorf Didion til lífsins, til sjálfrar sín, ástarinnar og sambanda sinna við sína nánustu. Lesningin var í senn heillandi og lærdómsrík og er í pistlinum reynt að miðla þeim áhrifum til lesenda Deiglunnar.
Rétt fyrir jól renna á menn ýmiss konar æði. Eitt af þeim er úthringi-æði góðgerðafélaga. Í vikunni hefur ég fengið fimm slík símtöl en eiginmaðurinn ekkert, reyndar var í einu símtalinu spurt eftir öðru hvoru okkar.
Ég fór í bæinn að skemmta mér fyrir nokkrum vikum og þar sem ég stóð við barinn og sötraði minn bjór kom maður gangandi með hvít heyratól. Þetta getur ekki verið! Justin Timberlake í 130 db á Hverfisbarnum og maðurinn er að hlusta á iPod. Jæja, hann er þá ekki mikill Justin aðdáandi. Ég spurði hann hvað hann væri að gera með iPod á djamminu. Hann sagðist ekki fíla tónlistina.
Svo virðist sem þverpólitísk sátt sé að nást á Íslandi um að hér verði komið á heimsins leiðinlegasta kosningakerfi. Að mörgu leiti er það skiljanlegt enda eru íbúar höfuðborgarsvæðisins orðnir þreyttir á því að vera undirmannaðir á Þingi. Hins vegar má vel jafna atkvæðavægi án þess að gera landið að einu, hundleiðinlegu, kjördæmi.
Í fyrra notaði R-listinn tækifærið í Reykjavík og hækkaði útsvar þegar ríkisstjórnin lækkaði tekjuskatt. Núna í ár fer R-listinn enn ósýnilegri leið til þess að “hækka” skatta en þeir gerðu í fyrra.
Eftir hrun Sovétríkjanna hefur lýðræðisþróunin verið ör í fyrrum ríkjum þess og vilji hjá stjórnvöldum flestra til samstarfs við Evrópu og Bandaríkin. Þótt löndin séu mislangt á veg komin í lýðræðisþróun er óhætt að segja að ekkert þeirra sé jafn illa statt og Hvíta-Rússland en landsmenn búa þar í dag við ógnarstjórn sem arfleifð frá Sovétríkjunum.