Sparnaðarleiðir ríkisins

Fyrr í þessum mánuði kom út skýrsla nefndar um málskostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. En nefndin var skipuð af dómsmálaráðherra og var henni ætlað að skoða sakarkostnað í opinberum málum og réttaraðstoð.

Dómur fallinn

Það voru nokkuð góðar fréttir sem bárust síðdegis í gær þess efnis að ummæli um Bubba Morthens í Hér og nú voru dæmd dauð og ómerk og ritstjóri blaðsins dæmdur til greiðslu miskabóta.

Æska í dós?

Að vilja lengja líf sitt getur seint talist vera nýtt af nálinni. Vilja ekki allir vera lengur? Ef einhver myndi selja viðsnúning lífsklukkunnar, æsku í dós – myndu ekki allir gefa lítið fyrir innihaldslýsinguna og ólmir vilja kaupa? Hún er til sölu.

Útrás verður árás

Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um stöðu íslenska hagkerfisins og íslensku bankanna og á sama tíma hefur verið nokkuð stormasamt á innlendum fjármálamarkaði.

Leyfum útlendingum að kjósa

Sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir 2 mánuði. Fyrir nokkrum árum var nokkrum hópum útlendinga leyft að kjósa en því miður eru Íslendingar en óþarflega íhaldsamir í þessum efnum.

The Saga of Burnt Njal

Íslendingar hafa löngum verið stoltir af þeim mikla menningararfi sem leynist í sögunum um Njál, Gretti og fleiri samtímamenn þeirra. Íslendingasögurnar eru frábærir fulltrúar íslenskrar fornmenningar og sýna hversu löng og glæsileg hefð er fyrir bæði ljóðaformi og sagnaritun í íslenskri sögu. En sögurnar eru þekktar víðar heldur en á Íslandi og njóta þær meðal annars nokkurra vinsælda á Bretlandseyjum.

Hver á að ráða hvern skal ráða?

Fréttir af áliti Umboðsmanns Alþingis á ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu hafa verið fyrirferðarmiklar undanfarna daga. Umboðsmaður var ekki sannfærður um rökstuðning ráðherra – en hversu langt má ganga á rétt ráðherra til að beita eigin dómgreind við val á nánum samstarfsmönnum?

Hvað skiptir máli í verðbréfamarkaðsrétti?

Í rannsókn sem birtist í The Journal of Finance um tengsl milli opinberrar eftirfylgni og hagfelldrar þróunar verðbréfamarkaða voru könnuð áhrif verðbréfalöggjafar á þróun verðbréfamarkaða í 49 löndum. Lítil tengsl voru á milli opinberrar eftirfylgni (puplic enforcement) og hagfelldrar þróunar verðbréfamarkaða, en sterkt tengsl voru á milli laga sem lögðu ríka upplýsingaskyldu á útgefendur og auðvelduðu skaðabótaamál á hendur útgefenda á hagfellda þróun verðbréfamarkaða.

Að velja sér viðhorf!

Helgarnestið hefur einsett sér í dag að vera á jákvæðum nótum og fjalla um viðhorf okkar til lífsins í þessum síðasta pistli fyrir helgi á Deiglunni. Í stað kaldhæðinnar analýsu um fuglaflensu eða brotthvarf hersins er fjallað um einfalt ráð til þess að létta sér tilveruna.

Snautaðu út!

Sífellt fleiri Íslendingar leggja land undir fót og halda til náms erlendis. Ávinningur þess er mun meiri en mælist eingöngu með náminu sem slíku. Það er því ástæða til að hvetja námsmenn til að pakka pennaveskinu og ullarbrókinni og drífa sig út í nám.

Hetjuleg barátta fyrir atvinnuleysi

Frökkum finnst skemmtilegt að mótmæla og þeim finnst leiðinlegt að vera reknir úr vinnunni. Mótmæli stúdenta gegn hugmyndum ríkisstjórnarinnar um örlítinn sveigjanleika á vinnumarkaði virðast ætla að lukkast – enda ganga mótmæli í Frakklandi jafnan best þegar þau beinast að sem skynsamlegustum hugmyndum.

Bandaríkin og lýðræðisþróun í Mið-Austurlöndum

Bakslag hefur orðið í lýðræðisþróun Mið-Austurlanda með uppgangi pólitískra hreyfinga íslamista að undanförnu. Eins og réttilega er viðurkennt í nýútkominni þjóðaröryggisáætlun (e. national security strategy 2006) Bandaríkjastjórnar, eru kosningar einar og sér ekki nægilegar ef stefna Bush um útbreiðslu lýðræðis í Mið-Austurlöndum á að ganga eftir.

The Lords Resistance Army

Þann 29. janúar 1986 náði Yoweri Kaguta Museveni völdum í Úganda. Valdarán hans olli mikilli ólgu í norðurhéruðum landsins sem leiddi m.a. til stofnunar The Lords Resistance Army sem verður að teljast ein grimmasta uppreisnarhreyfing sem finnst í heiminum í dag.

Draumur um Rockville hið nýja

Alþjóðlega flugmiðstöðin í Keflavík – betur þekkt sem Rockville í heimi flugsins – er tíu ára í dag. Farið er stuttlega yfir þetta litla ævintýri sem byrjaði um mitt ár 2007 og allt fram til dagsins í dag.

Markaður fyrir bóluefni

Nú eru liðin rúmlega 20 ár síðan alnæmisverunnar varð fyrst vart. Milljónir deyja ár hvert og efnahagur fjölmargra landa hefur verið lagður í rúst. Þrátt fyrir allan þennan kostnað bólar ekkert á bóluefni gegn veirunni.

Að láta frasana hugsa fyrir sig

Af hverju var það svona fyrirsjáanlegt að Samfylkingin myndi stofna þverpólitískan vinnuhóp til að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu í sömu andrá og tilkynnt var um brottflutning fjögurra herflugvéla frá herstöðinni í Keflavík. Fátt er jú eins óbrigðult og tækifærismennskan.

Verðtrygging er góð

Íslendingar virðast almennt vera á þeirri skoðun að verðtrygging húsnæðislána og annarra neytendalána skaði hagsmuni neytenda. Þessi skoðun er mjög á skjön við niðurstöður hagfræðinga. Verðtryggð lán verja neytendur fyrir ýmis konar áhættu mun betur en óverðtryggð lán.

Ný heimsmynd

Helgarnestið snýst um að fólk geti farið sátt inn í helgina. Stundum þarf fólk klapp á bakið og stundum léttmeti til að lokka fram bros. Nú ljúkum við vinnuvikunni með rýting í bakinu. Veltum fyrir okkur yfir helgina hverjir eru vinir okkar.

Slappið af, hættan er liðin hjá

Vera má að Bandaríkjamenn hafi verið dónar við að tilkynna í fyrradag að þeir hygðust hrinda í framkvæmd ákvörðun sem þeir tóku fyrir þrettán árum og kalla herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim. Hins vegar ætti engum að koma á óvart að þetta hafi verið niðurstaðan og engin ástæða er til þess að gera mikið veður yfir málinu.

Grafið undan mannréttindum

Mannréttindi eru mikilvæg og fáir sem andmæla því. Mannréttindi eru hins vegar ekki réttindi um allt. Mikil ofnotkun er á orðinu og svo virðist sem það sé notað í tíma og ótíma um allt milli himins og jarðar. Það er miður og til þess fallið að grafa undan mikilvægi raunverulegra mannréttinda.