Best sem vitlausast!

Helgarnestið er í ham þennan fyrsta föstudag sumars. Af Alþingi berast þær fregnir að þingstörf séu í uppnámi, starfsáætlun þingsins hafi ekki verið fylgt og nú muni vera beitt málþófi. Stjórnarfrumvörpum á að vera troðið í gegn á síðustu stundu og fái því ekki málefnalega umfjöllun löggjafarsamkomunnar.

Hafa Íslendingar efni á að bjarga lífum 10 þúsund barna á ári?*

Samtals deyja árlega yfir 10 milljón börn undir 5 ára aldri en flest þessara dauðsfalla væri hægt að fyrirbyggja. Nýleg rannsókn gerði tilraun til að meta hagkvæmni mögulegra aðgerða til að komast hjá þessum dauðsföllum.

Hin íslenska drykkjumenning

Það er líklega flestum kunnugt að íslenskri drykkjumenningu hefur ekki verið gert hátt undir höfði undanfarin ár, ef þá nokkurn tímann. Óhófleg neysla drykkja og áfengiskaup eftir alkahól rúmmáli hafa verið mikið gagnrýnd og hugsanlega réttilega. Hinsvegar er alltof sjaldan sem raunveruleg dæmi um erlenda drykkjumenningu eru tekin með í dæmið.

Vafasamt verklag á Alþingi

Senn líður að þinglokum á þessum vetri, en þau eru fyrr en vanalega vegna sveitarstjórnakosninga sem fram fara í lok maí. Mörg mál eru oftlega á þessum tímapunkti keyrð í gegnum þingið með miklum hamagangi meðan önnur góð mál sitja eftir órædd eða óafgreidd. Það vill henda að sömu góðu málin sitji eftir ár frá ári.

Eftir hverju er Seðlabankinn að bíða?

Davíð Oddsson sagði í síðustu viku að Seðlabankinn væri reiðubúinn að hækka vexti verulega til þess að halda aftur af verðbólgu, jafnvel í 16%. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr en 18. maí. En það er nú þegar orðið deginum ljósara að bankinn þarf að hækka vexti verulega.

„Barnauppeldisréttindi“

Til þess að fá að aka bifreið þarf skriflegt leyfi frá stjórnvöldum sem einungis er veitt að undangenginni læknisskoðun og skriflegu og verklegu prófi. Til þess að eignast og ala upp barn þarf einungis kynþroska.

Ítalía í vondum málum?

Ítalir hafa kosið vinstribandalag Romano Prodi fram yfir hægribandalag Silvio Berlusconi til þess að leiða ríkisstjórn sína næstu fimm árin. Báðir voru kostirnir afleitir og munurinn ekki nema 0,1% eftir að úrslitin lágu fyrir. Efnahagsleg framtíð landsins virðist ekki björt.

Algjört bann er brot á stjórnarskrá

Hæstiréttur hefur nýlega staðfest að Alþingi hafi gengið of langt í að banna að hafa tóbak til sýnis í ákveðnum verslunum. Bannið braut gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. Spurningin er hvort Alþingi muni draga af þessu einhvern lærdóm eða munu þingmenn falla aftur í sömu gryfju og samþykkja frumvarp um algjört reykingarbann á opinberum stöðum.

Hvaða frjálsi markaður?

Því er oft haldið fram að þróun borgarinnar síðustu áratugina með öllum þeim styrkleikum og veikleikum sem hana einkenni sé afleiðing frjáls markaðar í verki. En er það alveg rétt? Hversu frjáls er markaðurinn í raun og veru?

Ábúðaskylda í Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Það er af mörgu að taka þegar Framsóknarflokkurinn og vondar hugmyndir eru annars vegar. En líklega er versta hugmyndin sem flestir framsóknarmenn hafa sú að þeir verði að skipta sér af öllu sem er að gerast í þjóðfélaginu.

Hugrekki á erfiðum tímum

Úrræðaleysi þeirra sem kljást við spilafíkn hefur leitt marga í algjört öngstræti. Því er mikilvægt að ræða þessi mál opinskátt og af alvöru.

Málefnaleg umfjöllun og Meistari Tom Lehrer

Nútíminn með allri sinni tæknivæddu alþjóðahyggju umburðarlyndi og pólitískri rétthugsun hefur oft takmarkað skemmtanagildi. Umburðarlyndi fyrir náunganum og pólitísk rétthugsun í dægurmálum líðandi stundar gera háðfuglum og spéfuglum nánast ómögulegt að koma með kvikindislegar satýrur eða húmoreskur um málefni líðandi stundar. Krafan um hlutlægni og að fjalla málefnalega um dægurflugur takmarkar skoðanaskipti oft á tíðum

Erum við skynsöm?

Undanfarnar vikur hafa verið í gangi miklar umræður um stöðu íslenska efnahagslífsins. Matsfyrirtækin Fitch, Moody´s og S&P hafa öll gefið út skýrslur um íslenskt efnahagslíf. Í þeim fara þau misjöfnum orðum um stöðu mála hér á landi. Í kjölfarið hafa ýmsir aðilar haldið því fram að við þjóðinni blasi erfið fjármálakreppa og benda í sambandi t.d. á mikinn viðskiptahalla, miklar skuldir þjóðarinnar og illa fjármagnaðar fjármálastofnanir. Viðbrögð fjárfesta hafa ekki látið á sér standa. Íslenski markaðurinn hefur fallið um 20% frá því sem hæst var.

Frjáls ferða sinna

Þær góðu fréttir bárust nýlega að ríkisstjórnin hefði ákveðið að aflétta höftum á frjálsa för verkafólks frá ríkjum nýjum aðildarríkjum ESB. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir íbúa þessara ríkja og kannski enn ánægjulegri fyrir Íslendingana sjálfa.

Ríkisstarfsmenn eru óvinurinn II

Það er ótrúlegt fyrir ungt fólk að hugsa til þess að árið 2006 er til hópur af fólki á Íslandi sem telur sig eiga skilið að það sé fé tekið af öðru fólki til þess að veita þeim störf við það sem þeim finnst gaman. Þessi hópur gengur sameiginlega undir nafninu ríkisstarfsmenn.

Lifa frjáls eða deyja

Viðtal við fórnarlamb öryggislögreglunnar

Það er full ástæða til að óttast um alla þá sem hafa verið handteknir af öryggislögreglunni. Skýr dæmi um það er aðför stjórnvalda gegn akademísku frelsi með því að brjóta niður alla gagnrýna hugsun innan menntakerfisins. Undirritaður ræddi við eitt af fórnarlömbum öryggislögreglunnar í kjölfar mótmæla gegn stjórvöldum.

Skotið á hugrekki

Það vakti mikla ánægju þegar einræðisstjórn EPRDF (e. Ethiopian People´s Revolutionary Democratic Front) tók það þýðingarmikla skref í maí á síðasta ári að halda lýðræðislegar kosningar og opna þær fyrir alþjóðlegu kosningaeftirliti. Ánægjan snérist þó fljótt upp í hreina martröð.

Sjálfboðaliðið

Allir sem stuðst hafa við sjálfboðavinnu til koma einhverju í verk vita að það reynir oft á taugarnar. Þrátt fyrir fögur loforð um annað eru nefnilega ekki margir sem til eru í að gera eitthvað fyrir ekki neitt.

Seðlabankinn á réttu róli

Sjötíu og fimm punkta vaxtahækkun Seðlabankans á fimmtudaginn var góð ákvörðun. Hún tekur af öll tvímæli um það að bankinn sé tilbúinn að beita stjórntækjum sínum til þess að ná niður verðbólgunni og koma í veg fyrir ofþenslu. Áætlanir stjórnvalda um áframhaldandi uppbyggingu stóriðju eftir 2007 gjörbreyta þeirri stöðu sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir.

Það er rétt skref að banna myndatökur í dómhúsum landsins

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem hefur að geyma lagaákvæði sem gerir allar myndatökur, og hvers kyns hljóð- og myndupptökur í dómhúsum landsins, á vegum annarra en dómstólanna sjálfra, óheimilar. Augljóst er að frumvarpið felur í sér viðbrögð við þróun sem hefur ágerst í seinni tíð að aðilar dómsmála og vitni eiga það í auknum mæli á hættu að vera myndaðir í bak og fyrir af blaðaljósmyndurum og sjónvarpstökumönnum þegar þeir koma fyrir dómstóla.