Erum við skynsöm?

Undanfarnar vikur hafa verið í gangi miklar umræður um stöðu íslenska efnahagslífsins. Matsfyrirtækin Fitch, Moody´s og S&P hafa öll gefið út skýrslur um íslenskt efnahagslíf. Í þeim fara þau misjöfnum orðum um stöðu mála hér á landi. Í kjölfarið hafa ýmsir aðilar haldið því fram að við þjóðinni blasi erfið fjármálakreppa og benda í sambandi t.d. á mikinn viðskiptahalla, miklar skuldir þjóðarinnar og illa fjármagnaðar fjármálastofnanir. Viðbrögð fjárfesta hafa ekki látið á sér standa. Íslenski markaðurinn hefur fallið um 20% frá því sem hæst var.

Undanfarnar vikur hafa verið í gangi miklar umræður um stöðu íslenska efnahagslífsins. Matsfyrirtækin Fitch, Moody´s og S&P hafa öll gefið út skýrslur um íslenskt efnahagslíf. Í þeim fara þau misjöfnum orðum um stöðu mála hér á landi. Í kjölfarið hafa ýmsir aðilar haldið því fram að við þjóðinni blasi erfið fjármálakreppa og benda í sambandi t.d. á mikinn viðskiptahalla, miklar skuldir þjóðarinnar og illa fjármagnaðar fjármálastofnanir. Viðbrögð fjárfesta hafa ekki látið á sér standa. Íslenski markaðurinn hefur fallið um 20% frá því sem hæst var.

Þrátt fyrir að íslenska úrvalsvísitalan (icex-15) hafi fallið um 20% frá því sem hann náði hæst stendur vísitalan nokkurnveginn í sama gildi og hún stóð í um áramótin og fjárfestir sem keypti fyrir ári síðan getur ennþá innleyst 40% hagnað. Einhver örvænting virðist þó vera að grípa um sig því 20% lækkun er, jú, talsvert áfall ef keypt hefur verið á toppnum.

Það er því ekki úr vegi að skoða hegðun fjárfesta á markaðnum og væntingar þeirra, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu en hegðun fjárfesta virðist fylgja ákveðnu ferli sem endurtekur sig og fylgir sveiflum markaðarins. Þessi hegðun virðist þó frekar eiga við almenning eða almenna fjárfesta en um svokallaða fagfjárfesta, engu að síður geta þessir almennu fjárfestar haft talsvert að segja um verðmyndunina á markaðnum.

Eins og myndin sýnir þá fara væntingar fjárfesta í hringi og fylgja sveiflum markaðarins. Þegar markaðurinn er í uppsveiflu eru fjárfestar bjartsýnir og jákvæðir. Margir koma inn á markaðinn með von um hagnað. Þegar markaðurinn er í hámarki eru fjárfestar óraunsæir og taka þeir jafnvel lán fyrir kaupum, “wow, am I smart”. Þegar markaðurinn tekur svo að lækka og jafnvel falla kemur kvíðinn, afneitunin og óttinn, fjárfestar hafa þá annað hvort trú á markaðnum, að hann rétti úr sér, “Temporary set back – I´m a long-term investor” eða ákveðinn flótti á sér stað, fjárfestar selja og sætta sig mið tapið. Þegar lægðinni er að verða náð einkenna uppgjöf og vonleysi væntingarnar, “How could I have been so wrong”. Þegar botninum hefur verið náð og markaðurinn fer að sýna jákvæða ávöxtun fer vonin aftur að glæðast og það léttir yfir fjárfestum.

Það ætti að vera öllum ljóst að mestu högnunarmöguleikarnir eru í botni lægðarinnar, þá ættu fjárfestar að kaupa og selja svo þegar markaðurinn er á toppnum.

Spurningin sem allir aðilar markaðarins eru að velta fyrir sér núna er, hvar í lækkun markaðarins erum við stödd núna. Er markaðurinn nýbyrjaður að lækka eða er lækkunarferlið að taka enda. Svarið við því getur tíminn einn leitt í ljós. Það er hins vegar ljóst að það styttist í að botni lægðarinnar verði náð og þar með að kauptilboð myndist.

Latest posts by Jóhannes Runólfsson (see all)