Best sem vitlausast!

Helgarnestið er í ham þennan fyrsta föstudag sumars. Af Alþingi berast þær fregnir að þingstörf séu í uppnámi, starfsáætlun þingsins hafi ekki verið fylgt og nú muni vera beitt málþófi. Stjórnarfrumvörpum á að vera troðið í gegn á síðustu stundu og fái því ekki málefnalega umfjöllun löggjafarsamkomunnar.

Helgarnestið er í ham þennan fyrsta föstudag sumars. Af Alþingi berast þær fregnir að þingstörf séu í uppnámi, starfsáætlun þingsins hafi ekki verið fylgt og nú muni vera beitt málþófi. Stjórnarfrumvörpum á að vera troðið í gegn á síðustu stundu og fái því ekki málefnalega umfjöllun löggjafarsamkomunnar.

Hér er hins vegar ekki um að ræða neina nýjung heldur fornt stef stjórnar og stjórnarandstöðu og orðræður um aðferð og form í stað þess að ræða efnið. Að venju eru svörin í leiknum eitthvað á þessa leið ,, Bentu á þann sem að þér þykir verstur” og ,,ekki benda á mig, ég var í Brussel”.

Það er reyndar áhyggjuefni hvað mikill tími fer til spillis við löggjafarstörfin og hversu mikill tími fer í að breyta löggjöf að því virðist eingöngu breytinganna vegna. Gott dæmi um það er frumvarp um Ríkisútvarpið sem nú er til umfjöllunar. Það fæst ekki séð að nein þörf sé á því að háeffa Rúv, nema ætlunin sé einnig að einkavæða stofnunina í leiðinni- sem þó er ekki markmið frumvarpsins. Breyting gjaldstofna leiðir heldur ekki til þess að það sé nauðsynlegt að háeffa RÚV, en samt sem áður er deilt aðallega um þá breytingu sem felur í sér að gera Rúv að hlutafélagi.

Í stað þess að eyða kröftunum sífellt í pólitískan keilu-og sandkassaleik, að vekja athygli á sjálfum sér, er aragrúi af löggjöf og framkvæmd í landinu sem hefur veruleg áhrif á borgara landsins og sem endurskoða þyrfti, mætti eða ætti.

Helgarnestið er þegar með eitt slíkt dæmi sem endurskoða ætti.

Við komu frá útlanda er heimilt að taka með sér tollfrjálst 1 ltr. af sterku áfengi og 1. ltr af léttvíni og eða bjór. Síðan máttu taka með vörur fyrir samtals 46 þús kr. en verðmæti einstaks hlutar má ekki fara yfir 23. þús kr. Fullyrða má að í minnihluta tilfella fara menn eftir þessum reglum, hvað varðar hámark á verðmæti vara sem flytja má inn tollfrjálst í landið og oft reyna menn að smygla flösku umfram.

En það er ekki nóg að sett séu takmörk á innflutningi heldur er framkvæmd laganna þannig að tollverðir athuga samviskulega hvort menn fylgi þessum reglum og séu nokkuð að smygla flösku eða fataplaggi eða rafendatæki inn í landið. Annars staðar í Evrópu sjást ekki tollverðir í þessum tilgangi heldur í mesta lagi fíkniefnahundar.

Áfengi er dýrt hér á landi, á grundvelli álagningar ríkisins á vöruflokkinn og því mikið um vert að nýta sér þessi tollfríðindi. En hvers vegna í ósköpunum eru þau takmörkuð við þennan lítersfjölda en ekki til dæmis við 5 ltr og af hverju mega menn koma með vörur fyrir 46 þús kr en ekki til dæmis 100 þús kr.?

Er hér um að ræða leifar af hafta- og skömmtunarkerfi síðustu aldar, þar sem menn máttu helst ekki flytja neitt inn í landið sem taldist til lúxusvara? Líklegast er það svo, að þetta eru leifar af skammta-og haftahugsjón 20. aldar og hugmyndinni um að takmarka allan óþarfa og lúxusinnflutning í landið.

Í stað þess að vera með tollareglur í gildi sem takmarkast við eitthvað lágmark sem sett var einhvern tímann og með tollgæslu sem skoðar í töskur poka og pinkla hjá löghlýðnum borgurum, væri þá ekki ástæða til þess að endurskoða ofangreindar reglur? Að minnsta kosti myndi slíkt hafa meiri áhrif á líf borgara landsins heldur en tilgangslausar deilur um nánast ekki neitt og sem nú fara fram enn einu sinni á Alþingii.

Góða helgi!

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.