Hingað og ekki lengra!

Eftir umfjöllun Kastljóss þriðjudaginn 12.sept. um umferðarslys átti ég ekki til orð yfir þeim hryllingi sem fylgir íslenskri umferð. Ég fann mig knúna til þess að skrifa niður örfá orð og settist við tölvuna mína og skrifaði niður hugleiðingar mínar. Daginn eftir birtist svo frétt í Morgunblaðinu um að Umferðarstofa hygðist standa fyrir átaki gegn umferðarslysum undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp!” og að borgarafundir skyldu haldnir víðsvegar um landið. Ég varpaði öndinni léttar og hugsaði með mér hve nauðsynlegt slíkt átak væri. En eftir smá íhugun fór ég að velta fyrir mér hversu mikil áhrif svona átak mundi hafa? Mun það breyta einhverju?

Samgönguvika í Reykjavík

Nú stendur yfir Samgönguvika í Reykjavík. Hún gefur okkur kjörið tækifæri til að hugsa aðeins út í það hvernig við getum gert okkar til að bæta umhverfið og borgarbraginn í gegn um val okkar á ferðamáta.

Engar fréttir af Stefáni Jóni!

Vegna þess hve Stefán Jón Hafstein hefur lítið verið í fréttum undanfarið varð ekki undan því vikist að helgarnestið fjallaði um hann að þessu sinni.

Fólk í félagsstörfum

Nánast hver einasti einstaklingur tekur þátt í einhvers konar félagsstörfum á lífsleiðinni. Sumir meira en aðrir og sumir geta jafnvel ekki hætt því félagsstörfin veita þeim svo mikla ánægju. En af hverju í ósköpunum tekur fólk þátt í félagsstörfum eða stjórnmálum án þess að fá oftast krónu fyrir? Hvaðan kemur drifkrafturinn sem drífur hina miklu félagsmálaflóru áfram?

Stærsta vandamál veraldar

Áætlað er að hitastig á jörðinni muni aukast um allt að 5,8 gráður á þessari öld. Við kæmumst af með hækkun um 1,5 gráður en hærra hitastig gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og fellibylji, flóð og þurrka.

Hátt skal stefnt

Þá er September runninn upp á ný. September boðar yfirleitt nýtt skólaár, kólnandi veður, komandi skammdegisþunglyndi og í ár boðar hann einnig að brátt fer að líða að kosningum. Það verður spennandi að sjá hvort stjórnmálamenn muni að þessu sinni hafa kjark til þess að setja fram metnaðarfullar stefnuskrár fullar af nýjum hugmyndum um hvernig land við viljum byggja eða hvort þetta verði eins og oft; umbúðir án innihalds.

Kennitölumálið

Það að börn innflytjenda gangi í skóla og hafi tækifæri til að taka þátt í þjóðfélaginu til jafns á við innlend börn hlýtur að vera algjört grundvallaratriði til að innflytjendur nái að aðlagast þjóðfélaginu. Það er eiginlega vart hægt að hugsa sér betri leið til að innflytjendur aðlagist ekki, en þá að halda þeim markvisst fyrir utan kerfið.

Leiður Eiður.. eða Heiður

Ég fór á minn fyrsta landsleik, hér á landi þegar mér var boðið á landsleik Íslands og Danmerkur. Þrátt fyrir að teljast í hópin andíþróttasinna, ákvað ég að skella mér á leikinn, enda boðið í bjór á undan. Ekki óx áhugi minn á knattspyrninu við leikinn en ég held því fram fullum fetum að ég hafi slæm áhrif á landsliðið og er því afsakaður á næstu leikjum.

Göngum til góðs

Í dag fer fram söfnunarátakið Göngum til góðs á vegum Rauða kross Íslands. Að þessu sinni verður söfnunarfénu varið til hjálpar börnum sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis.

Ruglað í ríminu og ráfað á milli

Í Helganesti dagsins verður komið víða við. Hryðjuverkaógnin er komin til Danmerkur. Níu manns voru handteknir í vikunni og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Hinum sjö var sleppt þar sem ekki var talið að lögreglan hefði sýnt nægilega fram á tengsl þeirra við meinta skipulagningu hryðjuverka svo að unnt væri að úrskurða þá í gæsluvarðhald. Það er gott til þess að vita að danska lögreglan fylgist með og rannskar ábendingar sem hún fær um meinta skipulagningu hryðjuverka.

Hver velur hvað ég borða?

Undanfarna daga hefur, í Ástralíu, farið fram ráðstefna um þann heilbrigðisvanda sem steðjar að heiminum vegna offitu. Ráðstefnuna sitja fræðimenn sem hafa þar kynnt rannsóknir sínar ásamt því að ræða mögulegar lausnir á vandanum. Sú lausn sem ratað hefur í fréttir kemur frá Barry Popkin.

Vinna í boði fyrir alla þá sem lyft geta hendi og hafa áhuga

Þessa fyrirsögn mátti lesa á síðum Morgunblaðsins í gær, 6. september en blaðið hafði gert úttekt á stöðu mála á vinnumarkaði. Það er ágætt að hafa það í huga, þegar hlustað er á fréttir nær daglega af því að allt sé að fara til fjandans, að ástandið er óvíða betra en einmitt á Íslandi. Hins vegar virðist það mörgum sérstakt áhugamál að breyta þeirri staðreynd.

Úr öskunni í eldinn

Það virðist ekkert lát ætla að verða á þeim hörmungum sem dunið hafa á Darfur-héraði í Súdan. Í Deiglupistli í fyrravor rakti Andri Óttarsson ítarlega þá skelfingarsögu sem hófst með valdaráni í Súdan 1989 og virðist engan endi ætla að taka. Hvernig hefur málum þokað síðan þá?

Knattspyrnuhaust

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer vel af stað í undankeppni Evrópumótsins og kvennalið Vals tryggði sér sigur gegn mannlausu FH liðinu á sunnudaginn.

Vinstri hroki

Vinstrimenn eru oft pirraðir út af hinu og þessu. Það er skiljanlegt þar sem stefna þeirra hefur ekki náð að heilla kjósendur um þó nokkuð skeið. Það eru líka skiljanlegar ástæður fyrir því. En furðulegt er að vinstrimenn í hreyfingunni grænt framboð hafa látið umræður hægrimanna um umhverfismál fara í taugarnar á sér. Á flokksþingi VG var gefið sterkelga í skyn að umhverfisvernd væri einkamálefni vinstrimanna. Það sem meira er þá var látið í það skína að umhverfisvernd yrði að vera róttæk og þar með sé VG eini umhverfisverndarflokkur hér á landi. Það er skemmtilega ómálefnaleg ályktun.

Ég er ekki til

Greiningardeild VInstri-grænna komst að merkilegri niðurstöðu um helgina. Ég er víst ekki til…

Nýgræðingur á Skuggagörðum

Undir lok ágústmánaðar voru nýjar stúdentaíbúðir teknar í notkun á Lindargötunni; Skuggagarðar. Með þeim var ekki einungis stigið þarft skref í uppbyggingu íbúða fyrir nemendur Háskólans, heldur var úthlutunarreglum FS einnig breytt. Breytingin fólst í því að draga úr forgangi landsbyggðarinnar, úr 100% í 85%. Því komust fleiri Reykvíkingar að en vanalega, þar á meðal ég. Hér verður þó ekki fjallað um pólitískt réttlæti breytinganna á háfleygan og vitrænan hátt, heldur gefin örlítil innsýn í líf nýgræðings á Görðunum.

Stórglæsileg Ljósanótt

Þessa helgi hefur í sjöunda sinn verið haldin Ljósahátíð í Reykjanesbæ. Hátíðahöldin hefjast á ári hverju með því að börn á grunnskóla- og leikskólaaldri safnast saman og sleppa blöðrum. Í gærkvöldi lauk svo hátíðarhöldunum með stórkostlegri flugeldasýningu.

Sjálfmiðaðir fjölmiðlar

Í sumar hafa margir fjölmiðlar farið hamförum í fréttum af eigin mannabreytingum. Síðan hvenær eru það fréttir þegar uppsetjari hættir á blaði eða þegar óþekkt fólk, sem fæstir vita hvað heitir, hættir á fjölmiðlum. Fólk skiptir reglulega um vinnu og það eru ekki allt fréttir. Það mæti líkja sumum þessara frétta við að sagt væri frá því að Jóna gjaldkeri eða Gunna skúringarkona hafi skipt um vinnu.

Eru Bandaríkin að verða gjaldþrota?

Það fór lítið fyrir því að síðasta sumar þá gaf Seðlabanki St. Louis* út grein eftir hagfræðinginn Laurence J. Kotlikoff þar sem hann hélt því sterklega fram að Bandaríkin væri á barmi gjaldþrots. Hvað hefur maðurinn fyrir sér með þetta?