Stórglæsileg Ljósanótt

Þessa helgi hefur í sjöunda sinn verið haldin Ljósahátíð í Reykjanesbæ. Hátíðahöldin hefjast á ári hverju með því að börn á grunnskóla- og leikskólaaldri safnast saman og sleppa blöðrum. Í gærkvöldi lauk svo hátíðarhöldunum með stórkostlegri flugeldasýningu.

Síðastliðin 10 ár hefur fjöldi alla menningar- og bæjarhátíða í bæjum landsins verið fyrirferðamiklar. Má minnast á danska daga í Stykkishólmi, fiskidaginn mikla á Dalvík og færeyska daga í Ólafsvík. Þessa helgi hefur í sjöunda sinn verið haldin Ljósahátíð í Reykjanesbæ. Hátíðahöldin hefjast á ári hverju með því að börn á grunnskóla- og leikskólaaldri safnast saman og sleppa blöðrum. Í ár slepptu 2500 börn bæjarins blöðrum í öllum regnbogans litum sem áttu að minna á fjölbreytt mannlíf bæjarins.

Mikill samhugur er í heimamönnum að vel takist til og að þeir og gestir þeirra eigi ánægjulega stund. Í ár var sérstakalega boðnar velkomnar fjölskyldur er búa í Reykjanesbæ og eru af erlendum uppruna en 37 þjóðarbrot búa í Reykjanesbæ. Fjölmenningarhópur á vegum félagsþjónustu Reykjanesbæjar hvatti þær fjölskyldur sérstaklega með því að senda börnum þeirra boðskort á þeirra eigin tungumáli. Í boðskortinu voru fjölskyldurnar hvattir til að taka þátt í dagskránni og bent á að um fjölskyldudagskrá væri að ræða. Fólkið var hvatt til að vera með börnum sínum.

Fjölmörg fyrirtæki í bænum tóku þátt í hátíðinni beint með því að halda listsýningar í húsakynnum sínum. Önnur fyrirtæki studdu hina ýmsu atburði. Það var margt að gera á ljósanótt. Yngsta kynslóðin gat hoppað í hoppuköstulum og farið í tivolítæki. Klifurturn var á vegum skátana. Gönguferð um Reykjanes var í boði, bananabátasiglingar á höfninni, íþróttamót, púttmót og golfmót. En fyrirferðarmest voru þó allar þær listsýningar sem í boði voru.

Fermingarmót var haldið en allir fermingarárgangar hittust í gær hver við sitt húsnúmer á Hafnargötunni og gengu síðan fylgtu liði undir lúðrablæstri að stóra sviði Ljósanætur. Einn af frægustu Keflvíkingum Guðrún Bjarnadóttir fyrrum alheimsfegurðardrottning var mætt með sínum fermingarsystkinum. Reykjanesbæingar heiðruðu hana með Stjörnuspori sem sett er í gangstéttarhellu bæjarins.

Hápunktur hátíðarinnar var í gærkvöldi. Þá flutti Regína Ósk Ljósalagið 2006 sem ber nafnið Ástfangin. En lag og texta samdi Védís Hervör Árnadóttir. Þá steig Sálin hans Jóns míns á stokk og lék nokkar af þekktustu lögum sínum. Eftir að gjörningur ljósa og tónlistar “Norðan bál vekur upp Ægi” skaut varðskipið Ægir nokkrum fallbyssukúlum. Svo hófst flugeldasýningin sem var stórglæsileg. Að lokum voru ljós tendruð á Keflavíkurbergi.

Reyknesbæingar voru einstaklega heppnir í ár en bongóblíða hefur verið síðustu daga. Svona bæjar- og menningarhátíðir eru stórskemmtilegar og vekja athygli annarra en heimamanna á bæjunum. Það var hátíðlegt að koma í Reykjanesbæ í gær. Heimamenn í hátíðarstemmningu og búnir að flagga eins og fólk gerir á hátíðsdögum. Fyrir hönd gesta vil ég þakka Reykjanesbæingum fyrir góða skemmtun og hlakka til að koma aftur að ári.

Latest posts by Rúna Malmquist (see all)