Er jöfnuður markmið í sjálfu sér?

Móðurinn í dag er að ræða um minnkandi jöfnuð, vaxandi ójöfnuð, óréttláta tekjuskiptingu og þar fram eftir götunum. En hver er hin raunverulega meinsemd? Er það að fleiri séu orðnir ríkir og þar með eykst ójöfnuðurinn og það er vont eða er það að fleiri séu orðnir fátækir og þar með eykst ójöfnuðurinn og það er vont.

Sagan kennir okkur margt

Vesturlandabúar hafa margir samviskubit yfir grimmdarverkum forfeðra sinna. Umfangsmikil þrælaverslun er algengt og gott dæmi um yfirgang og voðaverk stórveldanna í Afríku áður fyrr. Sem betur fer er sá tími liðinn. En oft gleymist að geta þessa að þrælaverslun Araba í Afríku stóð mun lengur og var mun umfangsmeiri. Í því fellst engin afsökun fyrir hegðun vestrænna ríkja en hvaða lærdóm má draga af því hverjir það voru sem beitu sér fyrir þrælahald var afnumið?

Ofdekraða kynslóðin

68 kynslóðin, sem leiðtogar flestra stjórnmálaflokka í dag tilheyra, er bæði í senn dekraðasta kynslóð sögunnar og um leið mesta afturhald framfaramála fyrir ungt fólk í landinu. Í stað frjálslyndu ástsjúku hippana sem fengu afslátt af öllu er nú komin þröngsýnn þrýstihópur sem blóðmjólkar markvisst ungt fólk til að borga mistök og syndir sínar.

Bremsulaus fjárlög

Nýsamþykkt fjárlög ársins 2007 hafa vakið nokkra umræðu undanfarna daga. Fjármálaráðherra kunni þó greinilega illa við gagnrýni greiningardeildar KB banka sem þótti fjárlögin sýna nánast algert bremsuleysi af hálfu ríkisins.

Flokkarnir ohf.

Stjórnmálaflokkarnir kláruðu mörg mál á skömmum tíma rétt fyrir jólahlé. Meðal annars tókst þeim að ríkisvæða sjálfa sig og auka til muna þann fjárhagslega stuðning sem skattborgarar láta þeim í té hvort sem þeir eru sammála þeim eða ekki. Ennfremur ákváðu þeir að reisa hindranir gegn því að einstaklingar og fyrirtæki geti boðið ríkisvæddu flokkunum byrginn með því að takmarka möguleika fólks til að styðja stjórnmálasamtök.

Ábyrgðin er okkar

Í október á þessu ári gaf hagfræðingurinn Nicholas Stern út skýrslu, að beiðni bresku ríkisstjórnarinnar, um efnahagslegar afleiðingar gróðurhúsaáhrifa. Skilaboð hennar eru nokkuð skýr: Ef ekki verður brugðist við hækkandi hitastigi á jörðinni sem fyrst er mikil hætta á að illa fari.

Að okra börnin í megrun

Það er erfitt að gera öllum til geðs. Eftir að ríkisstjórnin kynnti langþráða lækkun á vörugjöldum og virðisaukaskatti og samþykkti frumvarp þess efnis á dögunum, hefur komið upp umræða um hvort eðlilegt sé að þessar lækkanir nái til gosdrykkja og sykraðra svaladrykkja. Lýðheilsustöð og nokkrir þingmenn gagnrýndu frumvarpið en gagnsemi slíkrar neyslustýringar hins opinbera er þó vægast sagt umdeilanleg. Og aðhyllist menn neyslustýringu á annað borð má velta því fyrir sér hve langt eigi að ganga í að stýra almúganum inn á rétta braut.

Hugsmunir og hagsjónir

Auðvitað meina ég hagsmunir og hugsjónir en þessi tvö orð eru oft svo saman snúin í hugum margra að vart má á milli sjá um hvað um ræðir, hvenær hvað á við, hvort er hænan og hver sauð eggið, svo engan skal undra að stafsettingin flækist fyrir manni. Svo ekki sé minnst á þegar eiginhagsmunapot er farið að flækja málið, þá er erfitt jafnvel erfitt að stafsetja einföldustu orð eins og staða eða land og svo ekki sé minnst á flóknari orð eins peningar og eignarhald.

Hagsmunir „hópanna“

Fyrsti dómurinn í skaðabótamálum á hendur olíufélögunum vegna ólögmæts samráðs féll í síðustu viku. Ker hf. var sýknað af skaðabótakröfu Sigurðar Hreinssonar þar sem honum hafði ekki tekist að sýna með nægilegum hætti fram á tjón sitt. Neytendasamtökin, sem stóðu á bak við mál Sigurðar, hafa á undanförnum mánuðum bent á að á Íslandi skorti úrræði um hópmálssókn.

Ekki gleyma jólunum!

Stundum er talað um að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Þetta máltæki á líklega sjaldan eins vel við og í aðdraganda jólanna.

Hvað myndi ég gera ef ég væri einræðisherra?

Það getur haft kosti í för með sér að vera einræðisherra. Þann helstan að maður sjálfur er einræðisherrann og aðrir ekki. Spurning dagsins í þessu helgarnesti föstudagsins er hvað væri það fyrsta sem maður myndi gera ef maður væri einræðisherra?

2 + 1 = Rétta leiðin!

Ályktun Vegagerðarinnar í málefnum Suðurlandsvegar er sú rétta í málinu. Mun skynsamlegra og betra er að halda áfram með breikkun vegarins eftir hönnunarviðmiðum 2+1 vegar með víxlverkandi framúrakstursakrein og aðskilnaði með vegriði. Það er hin rökrétta niðurstaða þegar horft er á málið frá öllum viðkomandi sjónarhornum. Ekki síst ef áhugi er á útrýmingu banaslysa eins hratt og auðið er og eins langt út frá höfuðborginni og auðið er. Við höfum ekki efni á meiri blóðsúthellingum, ekki síst byggðum á vanhugsaðri röksemdarfærslu kosningaskelfdra stjórnmálamanna og misskilningi almennings á kostum og ávinningi 2+1 vega.

Seljum Landsvirkjun, en höldum landinu

Eftir kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er einkavæðing stærsta raforkuframleiðanda Íslands á allra vörum. Verðmæti Landsvirkjunar felst ekki einungis í rekstri virkjana og raforkumannvirkja um land allt, heldur líka í góðu aðgengi að ríkinu og virkjunarleyfum sem afhent eru án endurgjalds. Það væri firra að einkavæða þau verðmæti sem felast í þessu aðgengi.

Ábyrgðarleysi

Á kosningavetri (aðeins meir en öðrum vetrum) er gríðarlega vinsælt að kalla eftir því að ríkið geri hitt og þetta. Oft væri hins vegar nær að spyrja „hvað get ég gert?“ frekar en að biðja alltaf ríkið um að kippa hlutunum í liðinn.

Vegna ferðaþjónustunnar?

Settar hafa verið fram heimsendaspár um ferðaþjónustu á Íslandi vegna afstöðu og aðgerða í auðlinda- og umhverfismálum. En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af og eiga erlendir ferðamenn að vera útgangspunktur í umræðunni um þessi mál?

Hvað er nýtt við nýja fjölmiðlafrumvarpið?

Miðað við það uppþot sem varð í þjóðfélaginu fyrir rúmum tveimur árum vegna fjölmiðlamálsins svokallaða, gæti maður haldið að hið nýja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar myndi vekja mikla athygli. En það hefur hins vegar varla verið í umræðunni. Engu að síður felur hið nýja frumvarp í sér sama inngrip í fjölmiðlamarkaðinn og hið eldra gerði.

Öruggar umferðaræðar

Eftir enn eitt sorglegt banaslysið í umferðinni um helgina er ekki nokkur maður sem mælir þess mót að ráðast þurfi í stórátak til að aðskilja aksturstefnur úr ólíkum áttum á helstu umferðaræðum landsins. Hvort sem um verður að ræða aðskilnað með víxlandi framúrakstursakrein og vegriði eða fulla tvöföldun þá er þetta þjóðþrifamál sem vonandi verður unnt að vinna hratt og vel á næstu misserum.

Hjúskaparstaða og hormónar

Það er ekki nóg með að hjúskaparstaða fólks sé eilíf uppspretta vangaveltna um lífið og tilveruna, lán og ólán og þar fram eftir götunum. Hjúskaparstaða fólks virðist nefnilega líka hafa bein áhrif á möguleika þess til að fjölga sér.

Atvinnuhagfræði Zenons

Fyrir nokkru las ég viðtal við forsvarsmann í verkalýðshreifingunni sem taldi að lágmarkslaun þyrftu að hækka um 20 % í næstu kjarasamningum og þá mundu þau samt einungis ná meðallaunum í landinu.

Hinn hálfopinberi seríu dagur

Í tilefni þess að í dag er hinn hálfopinberi seríu dagur verður pistill dagsins um jólaseríur. Æði er runnið á ansi marga, á meðan aðrir skilja ekkert í þessu og hanga inni í hitanum og horfa á hina rembast við að skreyta, en aðrir skella sér út og rumpa þessu af á 5 mínútum með slöngum.