Sagan kennir okkur margt

Vesturlandabúar hafa margir samviskubit yfir grimmdarverkum forfeðra sinna. Umfangsmikil þrælaverslun er algengt og gott dæmi um yfirgang og voðaverk stórveldanna í Afríku áður fyrr. Sem betur fer er sá tími liðinn. En oft gleymist að geta þessa að þrælaverslun Araba í Afríku stóð mun lengur og var mun umfangsmeiri. Í því fellst engin afsökun fyrir hegðun vestrænna ríkja en hvaða lærdóm má draga af því hverjir það voru sem beitu sér fyrir þrælahald var afnumið?

Þrælahald er einn versti glæpur gegn einstaklingum sem fyrir þekkist.

Vesturlandabúar hafa margir samviskubit yfir grimmdarverkum forfeðra sinna. Umfangsmikil þrælaverslun eru algeng dæmi um yfirgang og voðaverk stórveldanna í Afríku áður fyrr. Sem betur fer er sá tími liðinn. En oft gleymist að geta þessa að þrælaverslun Araba í Afríku stóð mun lengur og var mun umfangsmeiri.

Verslun Araba með þræla frá Afríku stóð frá sjöundu öld alveg fram á þá tuttugustu. Áætlað er að um 14 til 17 milljón manna voru fluttir frá Afríku yfir Rauðahafið. Heimildum ber ekki alveg saman um nákvæman fjölda. Ákall hins þekkta landkönnuðar Dr. Livingstone um aðstoð til að lækna hið blæðandi sár Afríku um miðja nítjándu öld var beint gegn verslun Araba með svarta þræla í álfunni. Það voru ekki Evrópumenn sem „fundu“ Afríku heldur Arabar, og það löngu áður. Verslun Evrópumanna með þræla frá Afríku stóð í rúmar þrjár aldir, frá sextándu öld fram á þá nítjándu. Talið er að um 11 milljón manns hafi verið fluttir vestur um haf þessum öldum. Þessar tvær umfangsmiklu þrælaverslanir voru sannkallaðar helfarir.

Það hefur enga sérstaka þýðingu að benda á einhverja verri þrælakaupmenn eða þrælahaldara. Voðaverk Evrópumann verða ekki afsökuð vegna þess að Arabar voru stórtækari í þessari svívirðu. Það sem er athyglisvert er að hinn vestræni heimur, með Bretland í broddi fylkingar, sneri blaðinu við, bannaði þrælahald og barðist gegn því. Árið 1807 bönnuð Bretar þrælaverslun innan breska heimsveldisins og seinna, árið 1833 var þrælahald bannað í öllum nýlendum Breta. Önnur ríki fylgdu fljótlega í kjölfarið og bönnuðu meðal annars Bandaríkin þrælahald árið 1865 eftir fjögurra ára borgarstríð.

Af hverju voru það ekki ríki Araba sem fyrst tóku sig til og bönnuðu þrælaverslun og þrælahald? Hvað var það í menningu og samfélagsgerð Breta, og síðar annarra vestrænna þjóða, sem gerði það að verkum að þrælahald var bannað og talið rangt að hneppa annan mann í ánauð? Það er ekkert eitt svar til við þessum spurningum. Hins vegar má fullyrða að vestræn gildi um tjáningarfrelsi og frelsi einstaklinga hafi haft mikið að segja. Með samræðum og jafnvel átökum í lýðræðissinnuðu stjórnkerfum vesturlanda varð til vettvangur fyrir skoðanaskipti um réttmæti þrælahalds. Niðurstaðan var í stuttu máli sú rétta, að undir engum kringumstæðum getur verið réttlætanlegt að einstaklingur hneppi annan mann í þrældóm.

Slíkt fyrirkomulag skoðanaskipta og gilda var ekki til staðar í ríkjum Araba í Mið-Austurlöndum og er það ekki enn. Það er ákveðið umhugsunarefni. Mannréttindi eru tilkomin vegna samræðna og átaka í vestrænum lýðræðisríkjum. Samfélög þar sem trúfrelsi, tjáningarfrelsi og mannhelgi eru virt eru líklegri en önnur til að stuðla að bættum lífkjörum íbúa jarðar. Bann vestrænna ríkja við þrælahaldi er dæmi um það.

Samviskubit vesturlandabúa vegna ódæðaverka ríkja sinna og samlanda í fortíð og nútíð er skiljanlegt. Það má ekki gleyma þeim hryllingi sem sagan hefur að geyma og það má ekki henda að grimmdarverk á borð við þrælahald eða þjóðarmorð viðgangist án fordæmingar. Öðruvísi tekst ekki að koma í veg fyrir slíka glæpi. Það er jákvætt að vita til þess að í samfélögum vesturlanda eru til tæki og meðul til að berjast gegn grimmdarverkum og þau virka.

Heimildir sóttar á vef wikipedia

Latest posts by Teitur Björn Einarsson (see all)

Teitur Björn Einarsson skrifar

Teitur hóf að skrifa á Deigluna í febrúar 2006.