Áramótaskaupið 2006 féll í misgóðan jarðveg eins og öll önnur skaup. Sumir voru yfir sig hrifnir á meðan að öðrum fannst lítið til þess koma. En brandararnir um mann ársins virðast hafa hitt í mark. Svo spurt er: „Af hverju ert þú ekki meira eins og Hannes Smárason?„
Undanfarið hefur verið gríðarleg umræða um blog og ekki blogg, eftir að Egill Helgason skrifaði að hann væri ekki bloggari, þar sem hann byrjaði að skrifa áður en bloggið varð til. Það er því rétt að velta því aðeins fyrir sér hvenær bloggið varð til.
Um áramótin lækkaði tekjuskattur einstaklinga um eitt prósentustig. Skatthlutfall í staðgreiðslu á árinu verður því 35,72%, en var 36,72%. Jafnframt hækka skattleysismörkin í 90 þúsund krónur og hér eftir verður persónuafslátturinn verðtryggður, en hann er nú rúmar 32. þúsund krónur á mánuði eða tæpar 386. þús. kr. á ári, en var um 29. þús. kr. Flestir landsmenn ættu því að hafa séð örlítið þykkara launaumslag um síðustu mánaðarmót, sérstaklega þeir tekjuminni. En hve lengi varir lækkunin?
Hæstiréttur hafnað nú á dögunum beiðni sýslumannsins í Vestmannaeyjum um að tveimur fyrirtækjum yrði gert skylt að afhenda lögreglunni þar lista yfir öll þau símanúmer sem hringt var í og úr á ákveðnum tíma í Vestmanneyjum. Af fréttaflutningi fjölmiðla af málinu má ráða að sérstakt hafi þótt að beiðninni hafi verið hafnað. Það sem er sérstakt er að sérstakt þyki að beiðninni hafi verið hafnað.
Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt breskri rannsókn eigi margir Bretar erfitt með að halda áramótaheit sín. Sérstaklega mun þetta eiga við um þá sem strengja þess heit að hætta að reykja – og tekst drjúgum hluta þessa hóps að slátra áramótaheitinu á örfáum klukkutímum. Það getur nefnilega verið erfitt að hemja sig ef mann langar óhemjumikið í eitthvað.
Runnið er upp ár sem Kínverjar kenna við svínið og völvan spáir að verði sviptingasamt í pólitíkinni. Þá gæti brugðið til beggja vona í veðri á árinu. En auk svína, stjórnmála og veðurs gæti 2007 líka orðið ár evrunnar.
Þegar líður að kosningum dregur oft til tíðinda á stjórnmálasviðinu. Flokkar sameinast og klofna. Gamlir þingmenn hætta, einstaklega vondir þingmenn falla í prófkjörum og utanveltubesefar reyna koma sér á lista hjá slappari framboðum.
Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa dáið eða horfið úr stjórnmálum á árinu sem er nú að líða undir lok. Það er auðvitað viðbúið að það gerist á hverju ári miðað við að þjóðir heims eru rétt tæplega 200 og starfandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar skipta því hundruðum. En bara fáir þeirra komast á spjöld sögunnar.
Liðins árs má eflaust minnast fyrir ýmislegt, en ef menn skortir hugmyndir þá geta þeir minnst þess sem ársins þegar Múrinn klúðraði ártali. Og ekki hvaða ártali sem er. Við erum að tala um ártal í sögu Suður-Ameríku, meintri ljónagryfju íslenskrar vinstribesservisku.
Helgarnestið er vel saltað og reykt þessa vikuna eftir áttörn undanfarinna daga. Flugeldasala einkaaðila, einkaþjálfun og einkahúmor koma þar við sögu. Hattar, knöll, bíó og böll.
Alþjóðlegir fjölmiðlar, alþjóða stjórnmál. Það er vinsælt að eiga fréttastöð sem rúllar á fullu allan sólarhringinn. Ekki gekk þetta með NFS á Íslandi, en ætli Frakkar nái þessu?
Fyrir skömmu var lögð fyrir Alþingi skýrsla um fátækt íslenskra barna. Skýrslan hefur verið nokkuð rædd í fjölmiðlum upp á síðkastið en samkvæmt henni bjuggu 6,6% barna á Íslandi við fátækt árið 2004. Sú tala þykir sumum væntanlega há, öðrum lág en hvaða fátækt er verið að tala um?
„Þar ber hæst gullna reglan um að allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra – og tvöfalda kærleiksboðorðið um að við eigum að elska Guð og náungann. Í þessum orðum er innifalið allt fagnaðarerindið. Fagnaðarerindið sem bæði gefur og krefur. Gefur trú á góðan Guð sem vill okkur allt það besta og krefur okkur um ábyrgð gagnvart samferðafólki okkar á vegferðinni,“ segir Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson meðal annars í jólahugvekju á Deiglunni.
,,Gleðileg jól! Til fjandans með gleðileg jól! Hvað eru jólin þér annað en reikningar sem þér er ókleift að greiða; tími sem minnir þig á að þú ert árinu eldri, en ekki vitund ríkari en í fyrra; tíminn þegar þú ferð yfir bókhaldið og færð einungis síendurtekin váboð um dauða þinn út úr þessum tólf mánuðum?“
Á lokasprettinum í jólagjafastressinu er ekkert betra en að fá nokkrar góðar hugmyndir lánaðar. Helgarnestið kemur til bjargar að þessu sinni
Íran hefur tekið þá strategísku ákvörðun að efla samskiptin við nágrannaríki sín í austri. Mahmoud Ahmadinejad telur að öflugri tengsl Írans við ríki á borð við Kína, Rússland og Indland geti orðið til þess að Íran þurfi ekki að taka tillit til Vesturveldanna. Það er aðeins óskhyggja hjá honum.
Þegar skyggnst er á bak við hugtakið sjálfbær þróun og megininntakið í stoðsviðum þess verður flestum það ljóst að í því felst heilbrigð skynsemi á alla vegu. Ekki síst vegna samhljómunar við nútímalega frjáls- og markaðshyggju, þótt vinstri vængur stjórnmálanna geri sitt til að bjaga þá staðreynd. Er ekki tími til kominn að sjálfbær þróun fái þann sess sem hún á skilið og sé virkjuð af fullum krafti til að skapa umgjörð utan um samfélag og umhverfisvernd 21. aldarinnar?
Augusto Pinochet, einræðisherra Chile á árunum 1973-1989 lést fyrir stuttu. Dauði hans hefur gefið gefið íslenskum vinstri-vinstrimönnum búst í annars skíttapaðri baráttu um hvort hafi verið sniðugri karl: Marx eða Milton. Múrinn hélt því nýlega fram að Pinochet hafi verið aldræmdasti einræðisherra samtímans. Hvers á Kim Jong Il eiginlega að gjalda?
Núna er desember rúmlega hálfnaður og prófatörnin langt komin hjá flestum sem þurfa að sitja sveittir við lestur í þessum jólamánuði. Það virðist fátt leiðinlegra en að læra meðan á þessum tíma stendur. Einhvern veginn er allt annað meira spennandi og kannast væntanlega ófáir við það að láta sig dreyma um að baka piparkökur, hlusta á jólalög og pakka inn gjöfum og jafnvel að taka til og þrífa.
Árið 1262 misstu Íslendingar sjálfstæði sitt er þeir gengu Hákoni gamla Noregskonungi á hönd og staðfest var í Gamla sáttmála. Með þeim gjörningi, sem var “játaður og samþykktur af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki” má einnig segja að fyrsti varnarsamningur Íslands hafi verið gerður. Og nú ber svo við að annar varnarsáttmáli við Norðmenn er í undirbúningi og þó svo að ekki standi til að ganga Hákoni krónprins á hönd í þetta skiptið er ekki úr vegi að nema staðar og velta fyrir sér hvert stefni í varnarsáttmálagjörðum þjóðarinnar.