France24

Alþjóðlegir fjölmiðlar, alþjóða stjórnmál. Það er vinsælt að eiga fréttastöð sem rúllar á fullu allan sólarhringinn. Ekki gekk þetta með NFS á Íslandi, en ætli Frakkar nái þessu?

Alþjóðlegir fjölmiðlar, alþjóða stjórnmál. Það er vinsælt að eiga fréttastöð sem rúllar á fullu allan sólarhringinn. Ekki gekk þetta með NFS á Íslandi, en ætli Frakkland nái þessu?

France24 er ríkisfjármögnuð fréttastöð, sem sendir fréttir með gervihnetti og svokölluðu cabel-tv allan sólarhringinn. Ævintýrið byrjaði þann 6. desember 2006. Árlegar fjárveitingar frá franska ríkinu eru nú á dögum áætlaðar 7.648.000.000 ISK(80milljónir evrur) og hafa höfuðstöðvar stöðvarinnar verið staðsettar í París.

Núna í byrjun standa yfir tvær útsendingar, ein á frönsku og önnur á ensku(samt 4-6klst á frönsku á dag). Á næsta ári bætast við útsendingar á spænsku og arabísku. France24 hefur um það bil 170 fréttamenn og aðgang að öðrum frönskum fréttastofum eins og Group TF1, France Televisions og AFP.

Markmið Frakklands er að dreifa fréttum frá öðru sjónarmiði. Vera öðruvísi en BBC og CNN. France24 á að flytja fréttir út frá frönskum gildum. Franskir stjórnmálamenn voru ekki sáttir með til dæmis fréttaflutning CNN og BBC í Írakstríðinu og hafa þeir því stofnað sína eigin stöð.

Fréttastöðin ætlar sér með útsendingu á ensku að henda sér inn í harða samkeppni við Al Jazeera English og Russia Today. Þessar stöðvar hafa nýlega komið á alþjóðlega fréttamarkaðinn. Arabísku og spænsku útsendingarnar hjá France24 munu fara, á næsta ári, í beina samkeppni við arabísku fréttastöðina Al Jazeera og teleSUR í Suður-Ameríku. Auka fjárveiting franska ríkisins fyrir þessa sérstöku stækkun nemur um það bil 9.560.000.000 ISK(100milljónir evrur).

Ríkisafskiptin slæm
Gott og vel að fá fleiri fjölmiðla á markaðinn, þar sem ekki eru sérstaklega margir alþjóðlegir fjölmiðlar miðað við innanlandsmarkað. En þá er mikilvægt að hafa á hreinu á hvaða grundvelli þessir nýju fjölmiðlar eru stofnaðir. Það má alveg segja að það mætti bæta alþjóðlega fréttaflutninginn, en flestir stórir fjölmiðlar eru í Bandaríkjunum og Bretlandi og þar af leiðandi litast fréttaflutningur af þarlendum gildum. Það er rangt að halda það að lausnin á þessum vanda sé að stofna alþjóðlega ríkisrekna fréttastöð. Er það ekki bara vandarmálið, að ríkisafskipti í fjölmiðlum hafi sem markmið að lita fréttaflutninginn?

Eitt er að flytja fréttir, en annað er að hafa ríkisrekin fjölmiðil sem hefur það sem markmið að flytja öðruvísi fréttir en BBC og CNN, og frá öðrum sjónarmiðum. Hvaða sjónarmið eru þetta og vita þeir af einhverjum sannleika sem CNN og BBC halda frá okkur? Er France24 að fara flytja fréttir sem eru réttari? Ég er ekki viss um að France24 birti einhverja mynd af alþjóðastjórnmálum sem við höfum ekki séð áður. Því ég vil meina að alþjólegu fréttastöðvar nútímans eru of háðar alþjóðastjórnmálum og þeim hagsmunum sem þar ríkja.

Fréttaflutningur ekki verkefni ríkisins
Eignarhald þessara fréttastöðva er áhyggjuefni, og staðreyndin er sú að franskir stjórnmálamenn ætla sér að nota France24 sem fréttavopn Frakka í alþjóðastjórnmálum. Mér þykir þetta draga niður trúverðleika fréttastöðvarinnar og vera sorgleg þróun fyrir alþjóðlega fjölmiðlamarkaðinn. Ekki er ég fylgjandi fullkomnu lágmarksríki, en finnst mér að fjölmiðlastarf eigi að vera í einkageiranum. Ríki setur leikreglur fyrir fjölmiðla og refsar með til dæmis dómsvaldi ef brotið sé á settum reglum.

Það verður spennandi að fylgjast með þeim alþjóðlega fjölmiðlamarkaði taka á sig verulegar breytingar með innkomu Russia Today, Al Jazeera English og núna France24 á ensku, frönsku, arabísku og spænsku.

Russia Today
Al Jazeera
France24

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)