Jólagjafahugmyndir

Á lokasprettinum í jólagjafastressinu er ekkert betra en að fá nokkrar góðar hugmyndir lánaðar. Helgarnestið kemur til bjargar að þessu sinni

Það dylst engum að það er brostið á með bullandi jólum. Bílaumferð tvöfaldast og utaníkeyrslum og smádældum fjölgar. Sérstaklega núna þegar fer að snjóa svona í bland. Þolinmæðin er á þrotum í búðunum og verslunarfólk fær jólapappírs og límbandseitrun.

Til að hjálpa fólki í stressinu hefur verið ákveðið að benda á nokkrar snjallar jólagjafir fyrir þá sem eru á síðasta snúningi.

Fyrir pabba: Það er falleg hugsun að hjálpa til við að halda utan um fjármálin, og hvað er betra en veski úr límbandi?. Hér má svo sjá hvernig þið getið föndrað það sjálf.

Fyrir mömmu: Það er líklega ekkert betra til að gefa mömmu en tattúermar!. Þannig geta þær tollað í tískunni en þurfa ekki að hafa áhyggur af að skarta tattúinu á elliheimilinu. Auðvitað er hægt að teikna fallegt „tattú“ á upphálads blússuna hennar mömmu til að gera sama gagn, pakkið henni svo inn og mamma verður hæstánægð.

Fyrir afa og ömmu: Það er alþekkt staðreynd að gömlu fólki finnst gaman að lesa. Besta gjöfin er því án nokkurs vafa þessi bók. Hún getur gefið gamla fólkinu gleðiglætu í skammdeginu og svo er hún líka hagnýt, vonandi bæði fyrir þau og ykkur.

Gleðileg jól, hafið það sem allra best um hátíðarnar og gætið ykkar á skötunni!

Latest posts by Brynjólfur Ægir Sævarsson (see all)