Það getur kostað að spara

Það er gott að spara og ástæða til að hvetja fólk til þess. En er vænlegt að spara í gegnum debetkortið?

Heilsan í fyrirrúmi
– hvað erum við að láta ofan í okkur?

Fjölmargir nota áramótin til að strengja heit og við leggjum gjarnan af stað inn í nýtt ár full áhuga á að bæta heilsuna, minnka drykkju eða reykingar og lifa hamingjusömu lífi. Hins vegar höfum við flest lent í því að setja markið of hátt og áður en fyrsti mánuður nýs árs er liðin erum við búin að gleyma áramótaheitinu.

Hryðjuverkalögmenn

Nýlega hófst í Bandaríkjunum nýr dagur í lífi Jacks Bauer. Fyrir þá sem ekki vita þá er Jack Bauer sá maður, að Bruce Willis undanskildum, sem oftast hefur forðað heiminum frá bráðum háska. Eitt af því sem stundum gerir verk Bauer tafsöm eru mannréttindi hryðjuverkamanna.

Þrafað á þingi!

Grímulaust málþóf er nú ástundað á Alþingi eins og fram kom í máli formanns menntamálanefndar Sigurðar Kára Kristjánssonar í vikunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók síðan undir þessi orð formannsins og taldi að þau væru sögð með réttu.

Áfram ekki aftur á bak

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, flutti merkilegt erindi á skattadegi Deloitte sl. föstudag. Það er skemmtilegt þegar fram kemur aðili og mælir fyrir einhverju skynsömu og á greinargóðan hátt. Vilhjálmur varpaði fram þeirri spurningu hvort íslensk stjórnvöld ætli að fara aftur á bak eða áfram í skattamálum. Það muni ráðast af framhaldinu hvort lífskjör á Íslandi verði áfram í fremstu röð eða hvort Ísland sígi niður úr hópi ríkustu þjóða heims.

Mikilvægar stúdentaráðskosningar

VakaÓvenjuleg staða hefur verið í Stúdentaráði síðustu ár þar sem engin fylking hefur náð hreinum meirihluta. Enn óvenjulegri staða hefur verið í ráðinu í ár þar sem Vaka og Röskva mynduðu meirihluta saman og þótti það saga til næsta bæjar. Áhugavert hefur verið að fylgjast með starfinu í vetur og þrátt fyrir samstarfið hefur munurinn á fylkingum tveimur aldrei verið skýrari.

Allir njóta uppgangsins

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, kynnti í fyrradag áfanganiðurstöður í rannsóknum sínum á tekjudreifingu á Íslandi og komst að því að tekjudreifing hefur lítið breyst hér á landi frá árinu 1993. Sú mikla hækkun tekna sem orðið hefur síðan þá hefur því dreifst jafnt á ólíka tekjuhópa og langt í frá að ákveðnir tekjulægri þjóðfélagshópar hafi dregist aftur úr. Þessar niðurstöður þurfa ekki að koma mikið á óvart. Þegar atvinnulífið er leyst úr viðjum ríkisforsjár og skattar lækkaðir aukast tækifæri allra til að bæta sinn hag.

Barnamynd með boðskap

Í kvikmyndahúsum borgarinnar er nú sýnd barnmyndin Happy Feat eða „Fráir fætur“. Þetta er hress teiknimynd, uppfull af dansandi og syngjandi mörgæsum og færir okkur boðskap um að mannfólkið skuli bera meiri virðingu fyrir umhverfinu og umfram allt að láta af fiskveiðum því þær ógna afkomu mörgæsa.

Að byrgja brunninn!

Árið 2002 var gerð skýrsla um málefni Byrgisins, sem þá hafði notið opinberra fjárframlaga úr ríkissjóði frá árinu 1999. Skýrslan leiddi meðal annars í ljós að framganga forstöðumanns, ásamt bókhaldi og fjármálum, væru gagnrýnisverð

Stríð á netinu

George Bush bandaríkjaforseti kom fram í ítarlegu viðtali í fréttaskýringaþætti CBS sjónvarpsstöðvarinnar 60 mínútum á sunnudagskvöld. Þar varði hann m.a. þá ákvörðun sína að auka enn frekar í herliði bandamanna í Írak auk áætlana sinna um að auka fjárframlög vegna fjölgunarinnar og sáttaumleitana trúarhópanna í landinu. Í viðtalinu lagði Bush sérstaka áherslu á að fyrirbyggja þyrfti að Íranir næðu áhrifum á írösku landssvæði auk þess sem óásættanlegt væri að bandarískt herlið hyrfi frá Írak fyrr en þolanlegum stöðugleika væri náð. Fyrirætlanir Bush forseta fara um margt gegn niðurstöðu Baker-Hamilton skýrslunnar sem lagði til að fljótlega yrði farið að huga að brottflutningi herliðs frá Írak.

Kona eða innflytjandi: Er síðasta vígið að falla?

Nú stefnir allt í einvígi milli Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, og Segolene Royal, frambjóðanda Sósíalista, um franska forsetastólinn.

Töpuð barátta

Heimsbyggðin fylgist grannt með Beckham-hjónunum þessa dagana og fyrirhuguðum flutningi þeirra til Los Angeles. Forsvarsmenn Los Angeles Galaxy virðast trúa því að kaup liðsins á David Beckham muni leiða til meiri áhuga og ríkara áhorfs á bandaríska knattspyrnu. Þeir eru þó fleiri sem telja að um tapaða baráttu sé að ræða.

Meðalgóðum háskóla drekkt í peningum

Á dögum undirritaði Menntamálaráðherra samning um stóraukin fjarframlög til rannsókna við Háskóla Íslands. Þó að efling rannsókna og framhaldsnáms sé nákvæmlega það eina sem hægt og nauðsynlegt er að gera til að bæta stöðu skólans í samanburði við aðra, er alls óvíst að flöt innborgun inn á reikning skólans skili miklu. Eða allavega eins miklu og aðrar aðferðir.

Láttu þitt ekki eftir liggja

Að gefa af sér er alltaf fallegt, að gefa meira en þú þarft er aðdáunarvert og að finna köllun sína hlýtur að vera guðdómlegt. Flestir þeir sem vinna að góðgerðastarfi eru að því vegna þess að þeir vilja sjá breytingar, þeir vilja gera heimin að betri stað til að búa í mínum augum eru þetta hinu sönnu englar.

Gefðu blóð

Neyðarástand í Blóðbankanum hefur margoft komið upp vegna skorts á blóði. Um sjötíu blóðgjafa á dag þarf að jafnaði til þess að vel sé. Þeir sem lenda í slysi eða þurfa að fara í aðgerð geta þurft á blóði að halda – það getur bjargað lífi þeirra. Hefur þú gefið blóð?

Fimm ár í Guantanamo

Í dag eru fimm ár liðin frá því að fyrstu fangar Bandaríkjamanna komu til Guantanamo fangelsisins á Kúbu. Frelsissvipting þeirra sem þar er haldið sem óvinveittum vígamönnum er í senn svartur blettur á réttmætri baráttu gegn hryðjuverkum og óþægileg en þörf áminning um að baráttan fyrir frjálsu og opnu samfélagi getur snúist upp í andhverfu sína.

Breytt hlutverk stéttarfélaga?

Hlutverk stéttarfélaga er breytt frá því sem áður var. Hlutverk þeirra í dag er að vera eins konar lífsgæðafélög sem bjóða upp á fræðslu, eru með orlofshús, líkamsræktarstyrki og gleraugnastyrki. Raunveruleg baráttumál stéttarfélaganna eru flest komin í höfn, það er varðandi hvíldartíma, orlof og lífeyrissjóðsmál. Stéttarfélögin markaðssetja sig til að fá sem flesta launamenn innanborðs og borga í félagið. Lengi hefur þó verið talið að framtíð þeirra sé í óvissu vegna þeirra staðreyndar að víða í Evrópu hefur fækkað í stéttarfélögum á undanförnum árum.

Velferðarkerfi Svavars Sigurðssonar

Í dag, þann 10 janúar 2068, var haldið var upp á hálfrar aldar afmæli Velferðarkerfis Svavars Sigurðssonar. Saga þess hefur verið nánast ein sleitulaus sigurganga allt síðan afkomendur Svavars Sigurðssonar útvíkkuðu Þjóðfélagsverk afa síns upp í stærsta velferðarkerfi landsins eftir að tekin var upp frjáls félagshyggja í opinberri stjórnsýslu seint á öðrum áratug aldarinnar, og íslenska ríkið dró sig út úr rekstri slíkra kerfa. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að líta um öxl.

Vandræði hjá Reinfeldt

Sífellt háværari raddir heyrast nú í Svíþjóð þess efnis að Fredrik Reinfeldt sé vanhæfur til að mynda og stýra ríkisstjórn. Í ljósi nýliðinna atburða er ekki hægt að leiða þær raddir hjá sér en nú þegar hafa tveir ráðherrar sagt af sér og öll spjót beinast að þeim þriðja.

Afstaða ríkisvaldsins til góðgerðarmála

Um þau málefni sem góðgerðarfélög sinna gilda sömu reglur og á öðrum sviðum mannlífsins, þeim er almennt betur fyrir komið hjá einkaaðilum eins og góðgerðarfélögum heldur en ríkisvaldinu. Ætla má að fjármunirnir komist hraðar og betur til skila og reksturinn sé í betra horfi en þegar slíkum málum er sinnt af ríkinu.