Heilsan í fyrirrúmi
– hvað erum við að láta ofan í okkur?

Fjölmargir nota áramótin til að strengja heit og við leggjum gjarnan af stað inn í nýtt ár full áhuga á að bæta heilsuna, minnka drykkju eða reykingar og lifa hamingjusömu lífi. Hins vegar höfum við flest lent í því að setja markið of hátt og áður en fyrsti mánuður nýs árs er liðin erum við búin að gleyma áramótaheitinu.

Fjölmargir nota áramótin til að strengja heit og við leggjum gjarnan af stað inn í nýtt ár full áhuga á að bæta heilsuna, minnka drykkju eða reykingar og lifa hamingjusömu lífi. Hins vegar höfum við flest lent í því að setja markið of hátt og áður en fyrsti mánuður nýs árs er liðin erum við búin að gleyma áramótaheitinu.

Líklega hafa flestir einhvern tíma sett markið á betri heilsu og viljað koma sér í líkamlegt form. Fólk virðist þó oft vera of upptekið af því að grennast fremur en að rækta líkamann til að öðlast betri heilsu. Fólk tapar sér í matvörum sem eru auglýstar sem sykurlausar, fitulausar eða á annan hátt grennandi. Það er í flestum tilfellum rétt að vörurnar innihalda minna magn af hinum umræddu efnum sem er vissulega gott en er þá ekki bara eitthvað annað sett í vörurnar í staðinn?
Það sem einna helst hefur vakið athylgi mína á undanförnum mánuðum er aukin notkun gerviefna í matvælum sem virka sem staðgenglar fyrir þau efni sem við erum sífellt að keppast við að minnka í fæðu okkar. Flest þessara efna eru eflaust skaðlaus og góður kostur fyrir líkamann. Það er þó eitt efni, Aspartam eða Nutrasweet eins og það er einnig kallað, sem virðist vera nokkuð umdeilt. Efnið er gervisætuefni sem er 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og finnst ekki í náttúrunni. Aspartam er að finna í yfir 6.000 fæðutegundum til dæmis morgunkorni, brjóstsykri, sykurlausu tyggigúmmíi, kaffidrykkjum, eftirréttum, ávaxtasafa, fjölvítamínum, mjólkurdrykkjum, fæðubótarefnum, tei, gosdrykkjum, jógúrti ásamt því að vera boðið sem gervisykur út í drykki og á mat. Reglulega birtast greinar í fjölmiðlum þar sem fólk lýsir mismunandi skoðunum á efninu, ýmist algjört eitur eða skaðlaust.

Aspartam var fyrst sett á markað í Bandaríkjunum árið 1981 og stuttu síðar í Evrópu og víðar. Mjög fljótlega fóru kvartanir vegna aukaverkana af Aspartam að berast matvælastofnunum svo sem sjóntruflanir, hausverkir, taugaverkir og flogaköst. Rannsóknir hafa leitt í ljós að Aspartam hefur áhrif á virkni seratóníns sem stuðlar að vellíðan og getur því valdið þunglyndi, skapgerðarsveiflum og hefur áhrif á matarlyst.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir halda fylgjendur Aspartams því fram að efnið sé öruggt og að innihaldsefni þess séu náttúruleg og skolist út úr líkamanum. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar í gegnum tíðina sem sýna fram skaðleysi efnisins og eru fá aukefni sem hafa verið könnuð jafn mikið. Engu að síður hafa þessar rannsóknir mætt gríðarlegri mótspyrnu þar sem flestar þeirra hafa verið framkvæmdar af hagsmunaðilum sem geta ekki sýnt hlutleysi.

Ef Aspartam er eins hættulaust og sumir vilja halda, hvers vegna eru framleiðendur þá farnir að merkja vörur sínar sem Aspartam lausar? Við fáum ekki svarið við því hér en þetta vekur okkur til umhugsunar um hvað við setjum ofan í okkur. Þó svo við viljum grennast og líta vel út þá munum við aldrei lítar betur út en heilsan leyfir okkur. Það er því grundvallaratriði í heilsutákinu að velja rétt mataræði svo líkaminn blómstri, það er ávísun á vellíðan.

Greinar um Aspartam:
http://www.ust.is/Matvaeli/Matvaelafrettir/nr/3884
www.mercola.com/article/aspartame/index.htm
www.321recipes.com/aspartame.html

Latest posts by Sæunn Björk Þorkelsdóttir (see all)