Láttu þitt ekki eftir liggja

Að gefa af sér er alltaf fallegt, að gefa meira en þú þarft er aðdáunarvert og að finna köllun sína hlýtur að vera guðdómlegt. Flestir þeir sem vinna að góðgerðastarfi eru að því vegna þess að þeir vilja sjá breytingar, þeir vilja gera heimin að betri stað til að búa í mínum augum eru þetta hinu sönnu englar.

Að gefa af sér er alltaf fallegt, að gefa meira en þú þarft er aðdáunarvert og að finna köllun sína hlýtur að vera guðdómlegt. Flestir þeir sem vinna að góðgerðastarfi eru að því vegna þess að þeir vilja sjá breytingar, þeir vilja gera heimin að betri stað til að búa í mínum augum eru þetta hinu sönnu englar. Á Íslandi er hefðin að hjálpa þeim sem minna mega sín að verða sterkari og fólk er í meiri mæli að reyna að finna sína leið til þess að gera heiminn aðeins betri.

En nú þegar jólin eru ný liðin sér maður að þau eru einmitt sá tími þar sem fólk er hvað gjafmildast, það kemur viss andi yfir fólk og það gefur aðeins meira af sér. Misjafnt er hvernig fólk fer að því að hjálpa bágstöddum en margir settu t.d. gjafir undir jólatréð í Kringlunni, tæplega 5000 skókassar bárust verkefninu Jól í skókassa, fólk gaf mæðrastyrksnefnd og auðmenn landsins styrktu hin ýmsu málefni. Ekki er hægt að annað en að gleðjast yfir þessari framtaksemi fólks.

En jólahátíðin er ekki eini tími ársins þar sem fólk þarf hjálp og því er mikilvægt að huga að góðgerðamálum allan ársins hring. Það hefur færst í auka að fólk styrki eitt málefni á mánuði um einhverja vissa upphæð. Sú leið getur verið mjög vænleg ekki einungis fyrir okkur sem gefum þar sem þessu fylgir lítið sem ekkert vesen heldur einnig góðgerðarsamtökunum sjálfum. Með þessu getur hver samtök gert ráð fyrir vissri upphæð inn í sína sjóði á mánuði og með því sniðið starf sitt að því.

Við erum flest öll mjög lánsömul hér á landi og felst til í að hjálpa nágrannanum ef hann á um sárt að binda. Við vitum jafnframt hver flest okkar vandamál eru og getum yfirleitt ráðið fram úr þeim en staðan er ekki sú alls staðar í heiminum. Það verður að segjast að það er erfitt að gera sér grein fyrir öllum þeim sem vantar hjálp í heiminum og því þurfa góðgerðasamtök að finna nýjar og fleiri leiðir til að koma málstað sínum til skila. Mörg góðgerðasamtök tekið upp á því að fá þekkta einstaklinga til liðs við sig til að hjálpa sér að bera út boðskapinn og hefur það oft skilað góðum árangri. Söluvarningur á borð við rautt nef og barmmerki er orðið visst “trend”. Með þessu er verið að safna tekjum í kassan og koma boðskaðnum til skila.

Ég held að góðgerðasamtök séu að standa sig vel í samkeppninni við allt annað sem er í boði en eina er að það er erfitt fyrir fólk að finna hvað það eigi að styrkja og þá jafnframt er erfitt að réttlæta það hvers vegna að styrkja þetta en ekki hitt. Ég held að best sé að velja sér sitt málefni og styðja vel við bakið á því.

Finndu þitt málefni og gerðu heiminn aðeins betri stað til að búa á.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.