Breytt hlutverk stéttarfélaga?

Hlutverk stéttarfélaga er breytt frá því sem áður var. Hlutverk þeirra í dag er að vera eins konar lífsgæðafélög sem bjóða upp á fræðslu, eru með orlofshús, líkamsræktarstyrki og gleraugnastyrki. Raunveruleg baráttumál stéttarfélaganna eru flest komin í höfn, það er varðandi hvíldartíma, orlof og lífeyrissjóðsmál. Stéttarfélögin markaðssetja sig til að fá sem flesta launamenn innanborðs og borga í félagið. Lengi hefur þó verið talið að framtíð þeirra sé í óvissu vegna þeirra staðreyndar að víða í Evrópu hefur fækkað í stéttarfélögum á undanförnum árum.

Hlutverk stéttarfélaga er breytt frá því sem áður var. Hlutverk þeirra í dag er að vera eins konar lífsgæðafélög sem bjóða upp á fræðslu, eru með orlofshús, líkamsræktarstyrki og gleraugnastyrki. Raunveruleg baráttumál stéttarfélaganna eru flest komin í höfn, það er varðandi hvíldartíma, orlof og lífeyrissjóðsmál. Stéttarfélögin markaðssetja sig til að fá sem flesta launamenn innanborðs og borga í félagið. Lengi hefur þó verið talið að framtíð þeirra sé í óvissu vegna þeirra staðreyndar að víða í Evrópu hefur fækkað í stéttarfélögum á undanförnum árum.

En stéttarfélög á Íslandi hafa nú fundið sér nýjan farveg og nýju baráttumálin snúa að innflytjendum. Í fréttum að undanförnu hefur verið fjallað um mikla fjölgun í stéttarfélögum á undanförnum árum. Þessa miklu fjölgun má skýra með auknu flæði erlends vinnuafl til landsins. Launþegum innan ASÍ hefur fjölgað úr tæplega 76 þúsund manns árið 2000 í tæplega hundrað þúsund árið 2005. Starfsgreinasambandið hefur mest fundið fyrir þessari fjölgun eða um fimmtánþúsund manns. Næstmesta fjölgunin er hjá verslunarmönnum. Formaður VR, Gunnar Páll Pálsson kom fram í fjölmiðlum og talaði um væntanlega lækkun félagsgjalda fyrir félaga VR. En verkalýðshreyfingin hefur grætt stórlega á þessari fjölgun innan þeirra raða.

Þar sem aukin einstaklingshyggja hefur verið áberandi innan stéttarfélaganna sem sjá má í markaðssetningu þeirra sem höfðar til einstaklingsins er spurning hvort starfsemi þeirra muni breytast í átt til heildarhyggju með auknum fjölda innflytjenda í félögunum. Sú staðreynd að margir innflytjendur neyðast til að ganga í láglaunastörf hér á landi gæti breytt ýmsu varðandi áherslur hjá verkalýðshreyfingunni. Miðstýrðir kjarasamningar hafa verið á undanhaldi en gætu komið inn aftur í auknu mæli ef sú staða kæmi upp að vinnuveitendur hlunnfari innflytjendur sem hafa ekki nægilegan skilning eða þekkingu á sínum réttindum. Þar kemur hið upprunalega hlutverk stéttarfélaganna aftur inn í stað þess að þurfa að keppa við önnur “lífsgæðafélög” um félagsmenn á grundvelli gleraugnastyrkja eða gæði orlofshúsa.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)