Gefðu blóð

Neyðarástand í Blóðbankanum hefur margoft komið upp vegna skorts á blóði. Um sjötíu blóðgjafa á dag þarf að jafnaði til þess að vel sé. Þeir sem lenda í slysi eða þurfa að fara í aðgerð geta þurft á blóði að halda – það getur bjargað lífi þeirra. Hefur þú gefið blóð?

Neyðarástand í Blóðbankanum hefur margoft komið upp vegna skorts á blóði. Um sjötíu blóðgjafa á dag þarf að jafnaði til þess að vel sé. Þeir sem lenda í slysi eða þurfa að fara í aðgerð geta þurft á blóði að halda – það getur bjargað lífi þeirra. Hefur þú gefið blóð?

Blóðbankinn sér þeim sem á þurfa að halda fyrir blóði og hefur sinnt því hlutverki í rúm 50 ár. Íslendingum hefur sannarlega fjölgað nokkuð frá því að Blóðbankinn var stofnaður árið 1953 en því miður hefur blóðgjöfum ekki fjölgað að sama skapi.

Ósjaldan hefur komið upp neyðarástand í Blóðbankanum vegna skorts á blóði. Um sjötíu blóðgjafa á dag þarf að jafnaði til þess að vel sé. Undanfarin ár hefur gengið illa að safna blóði en almenningur virðist þó taka kipp í hvert sinn sem umræðan um blóðskort kemst í hámæli.

Það er ekki ætlun pistlahöfundar að skrifa langt mál um nauðsyn þess að gefa blóð enda ekki ástæða til. Það er augljóst að Blóðbanki án blóðs er eins og hefðbundinn banki án peninga – hann getur með litlu móti sinnt hlutverki sínu.

Til að mæta eftirspurn þarf blóðbankinn um sextán þúsund blóðgjafa á ári eða eins og fyrr segir um sjötíu á dag. Það eru sem betur fer virkir blóðfgjafar sem gefa reglulega en þeir eru millli átta til tíu þúsund og gefa um fimmtán þúsund einingar á ári.

Hér má sjá stöðu mála hjá Blóðbankanum

En betur má ef duga skal og víst er að flest okkar geta vel séð af eins og hálfum lítra af blóði, þó ekki sé nema einu sinni á ári, en flestir þó mun oftar. Þeir eru ófáir sem geta þakkað lífi sínu blóðgjöfum bankans og því ætti enginn að láta sitt eftir liggja hafi hann á annað borð kost á því að gefa blóð.

Blógjöf er sannarlega lífgjöf sem allir ættu að gefa með glöðu geði og hver veit nema við þurfum einhvern tímann sjálf á blóði að halda.

Heimild: www.blodbankinn.is

Kristín María Birgisdóttir
Latest posts by Kristín María Birgisdóttir (see all)

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Kristín María hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2005.