Lán í láni

LÍN er besti vinur námsmannsins en hversu langt á sjóðurinn að ganga í að styrkja námsmenn og hvernig er best að hátta þeim stuðningi?

Verkefni stjórnmálanna

Fregnir hafa nú borist hingað til lands frá meginlandi Evrópu þess efnis að hjól atvinnulífsins í Þýskalandi séu farin að snúast aftur og atvinnuleysi minnki. Þetta eru góðar fréttir en minna okkur um leið á hve það gjörbreytir stöðunni í stjórnmálum þegar stærsta verkefnið gengur ekki út á efnahagsvandamál. Þegar þau eru í lagi er nefnilega ansi margt annað í lagi og umræðan öllu uppbyggilegri.

Af hverju reykja Evrópubúar meira en Bandaríkjamenn?

Munurinn á reykmenningu og tíðni reykinga í Bandaríkjunum og Evrópu er gríðarlegur. Í Þýskalandi reykja 34% fullorðinna á meðan í Bandaríkjunum er þetta hlutfall einungi 19%. Af hverju stafar þessi gríðarlegi munur? Getur verið að Evrópubúar séu kannski bara ekki nægilega vel upp lýstir um skaðsemi reykinga?

Enginn verkfræðingur á Alþingi

Eins og alþjóð veit er Alþingi skipað 63 þingmönnum sem taka ákvarðanir í okkar umboði um hvernig rétt sé að bæta okkar þjóð. Þessir 63 stjórnendur þjóðarinnar mynda ágætis þverskurð af þjóðinni og maður myndi ætla að í hópi af þessari stærðargráðu væri einnig þverskurður af menntun þjóðarinnar.

Stórmillar

Fyrir nokkrum vikum síðan las ég viðtal við Ögmund Jónasson í viðskiptablaðinu þar sem mikið var rætt um ójöfnuð og „stórmilla“. Áhyggjurnar af vaxandi ójöfnuði í þjóðfélaginu hljómuðu eins og ákall á Ísland fyrir 20 árum síðan, tíma óðaverðbólgu og þegar einhvern veginn allir voru fátækir.

Af konum og landsfundi

Þá er landsfundur Sjálfstæðisflokksins yfir staðinn og er óhætt að segja að hann hafi tekist vel til í alla staði. Eitt stóð þá helst upp úr að margra mati ef marka má umfjöllun fjölmiðla og bloggara, jafnvel þó að sá atburður sé alls ekki nýr af nálinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Hagstjórnarafrek ríkisstjórnarinnar

Tilraun stjórnarandstöðunnar til að sannfæra þjóðina um að hagstjórn á Íslandi hafi brugðist – hefur brugðist. Markmið hagstjórnar er aukinn kaupmáttur og bætt lífskjör. Tölur Hagstofunnar frá í gær sýna að markmiðið hefur náðst.

Frelsi trúfélaga áréttað

Sjálfstæðisflokkurinn er í senn frjálslyndur og íhaldssamur, þar liggur hans sérstaða meðal hægri flokka og í því er falinn hans mesti styrkur. Þetta tvíþætta eðli flokksins endurspeglast í málefnastarfi á landsfundi.

Er klerkastjórn í Hádegismóum?

Þann 5. apríl síðastliðinn birtist ritstjórnargrein í Morgunblaðinu sem bar heitið „Ákvörðun Írana“. Í þeirri grein birtast nokkað sérstakar fullyrðingar þar sem Írönum er hampað í deilu þeirra við Breta um sjóliðana 15 sem Íranir tóku höndum.

Mótorhjólasumarið

Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um bifhjólamenn, aksturslag þeirra í umferðinni og öryggi. Umferðarlagabrotum hefur fjölgað og sífellt algengara er að bifhjólamenn stingi lögregluna af. Leitað hefur verið leiða til að sporna við þessari þróun en fá teikn eru á lofti.

Græn skref áfram … og til hliðar

Nýlega kynntu yfirvöld Reykjavík það sem þau kjósa að kalla græn skref í átt til meiri umhverfisverndar og betri lífsgæða í höfuðborginni. Með þeim tekur stærsta sveitarfélag landsins afgerandi og nauðsynlega forystu í umhverfismálum á sveitarfélagastiginu. Og ber að fagna vel og innilega. En grænu skrefin eru misstór, ekki tímasett og orka sum hver eilítið tvímælis.

Umhverfismál = álver og litlausir einstaklingar

Undanfarna mánuði hefur stjórnmálaumræðan að miklu leiti snúist um umhverfismál, sem er vel, því mikilvægt er að fólk sé meðvitað um umhverfi sitt og beri virðingu fyrir því. Í hreinu umhverfi felast mikil verðmæti og lífsgæði sem erfitt getur reynst að meta til fjár.

Pomperipossa áhrifin

Í leiðara dagsins er rifjuð upp rúmlega þrjátíu ára gömul dæmisaga frá Svíþjóð sem dæmi þess hvernig ber ekki að standa að skattlagningu.

Hollusta kaffi og sígó

Í nýlegri rannsókn á reykinga- og kaffidrykkjuvenjum Parkinsons sjúklinga og ættmenna þeirra kemur fram að þessir tveir ósiðir sem hafa staðfest slæm áhrif á heilsuna virðast engu að síður draga úr líkum á því að Parkinson sjúkdómurinn brjótist fram.

Aldrei fór ég suður 2007

Blaðamaður Menningardeildar Deiglunnar brá sér um páskahelgina á rokkhátíð alþýðunnar, ásamt fjölmörgum öðrum 101-költurum. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun.

Draumur í dós?

Á dögunum var kynntur nýr menntaskóli sem tekur til starfa í haust. Allir nemendur fá fartölvur, engin hefðbundin próf verða til staðar og nám til stúdentsprófs tekur þrjú ár. Draumur í dós, eða hvað?

Gleðilega páska

Venju samkvæmt flytur sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson lesendum Deiglunnar hugvekju á páskadag. Hann minnir okkur á að kristin trú hvetur okkur til að treysta náunganum og vera samferða honum en óttast hann ekki og tortryggja.

Nýtt líf

Aðstæður í íslensku þjóðfélagi í dag eru að mörgu leyti eins og best verður á kosið. Ekkert atvinnuleysi, mikill hagvöxtur og gríðarleg kaupmáttaraukning heimilanna á undanförnum árum. Útlendingar sem hafa komið hingað til vinnu hafa skipað stóran sess í þessu hagvaxtar- og framfaraskeiði.

Stopp og start hér og þar

Það versta við stóriðjustefnu stjórnvalda er að stjórnvöld hafa sérstaka stefnu um stóriðju. Allir flokkar hafa stóriðjustefnu. Hjá sumum flokkum felst stefnan í því að hafa enga stóriðju. Hjá öðrum er stefnan sú að byggja upp stóriðju. Það verður engin sátt um slík afskipti ríkisins af einum atvinnuvegi. Jafnvægi milli umhverfisverndar og auðlindarnýtingu myndast á frjálsum markaði þar sem náttúran fær notið verndar eignarréttarins og arðsemiskrafan tekur mið af raunverulegum kostnaði við nýtinguna.

Krónikan deyr á lifandi fjölmiðlamarkaði

Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt eftir að blaðið hafði komið út í um einn og hálfan mánuð. Það verður að teljast stuttur líftími blaðs. Víða erlendis er blöðum sem þessum ætluð allt upp í nokkur ár að koma sér fyrir á markaðnum og síast inn hjá lesendum. Það er hins vegar mikið ánægjuefni hvað fjölmiðlamarkaðurinn er lifandi um þesasr mundir.