Trú í takt við tímann?

Íslendingar geta stært sig af því að vera framarlega á merinni í flestu sem viðkemur nútímalegum lifnaðarháttum. Við eigum nýjustu bílana, hröðustu nettengingarnar og stærstu flatskjáina. Þó kemur fyrir að okkur er skotið tugi ára aftur í tímann við það eitt að fara til dyra.

Dead men tell no tales á Reykjaneshrygg???

Undirritaður las rétt áðan, á fréttamiðlinum www.visir.is, frétt er bar fyrirsögnina: Árangur gegn sjóráni? Í henni voru kynnt til sögunnar þau gleðilegu tíðindi að samhæfðar aðgerðir ríkja við Norður-Atlantshafið gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum á svæðinu hefðu borið árangur. Hvað kemur það sjóránum við?

Rotinn kúrs í lóðamálum

Með glæsilegu verðlaunaskipulagi og skynsömum úthlutunarleiðum sýna framsýnir aðilar í Garðabæ að einkaaðilum er ekki síður treystandi til að stunda viðskipti með landgæði rétt eins og önnur verðmæti. Og jafnvel betur en opinberi geirinn. Reykjavíkurborg ætti að líta til suðurs að fyrirmyndum að því hvernig standa skal að úthlutun landgæða og landverðmæta.

Rafræn þjónusta á vefjum hins opinbera

Stefna íslenskra stjórnvalda líkt og víðast hvar í hinum vestræna heimi að stuðla að aukinni rafrænni þjónustu opinberra stofnana í landinu. Sú vinna hófst hér á landi með stefnuskjalinu Auðlindir í allra þágu- Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004- 2007. Þar var lagt upp með að tryggð yrði að rafræn þjónustu opinberra aðila tæki mið af þörfum ólíkra hópa, svo sem blindra, sjónskertra og fatlaðra.

KVENNAlandslið og KARLAlandslið

Landsliðið fór með sigur af hólmi í gær, fyrir þá sem ekki eru á kafi í boltanum þá var það íslenska KVENNAlandsliðið sem lagði serbneska liðið 5-0 á Laugardalsvelli. Glæsilegur árangur liðsins liggur fyrir – eftir þrjár viðureignir og jafnmarga sigra er Ísland efst í sínum riðli. Er ekki orðið tímabært að kalla þetta íslenska landsliðið og hitt liðið karlalandsliðið?

Að opna bankareikning eða banka

Flestir sem hafa búið erlendis, hvort sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum, vita að það fer oft ógrynni vinnu í einfaldan hlut eins og að opna bankareikning. Það er ekki hægt að opna bankareikning fyrr en þú ert komin með heimilisfang og það er ekki hægt að skrifa undir leigusamning fyrr en þú ert komin með bankareikning – Catch 22! Öllu einfaldara virðist hins vegar að opna banka í Evrópu en að opna bankareikning.

Enginn póker í kvöld

Í seinustu viku var pókermót stöðvað, ástæðan virðist fyrst og fremst vera sú að verið var að spila póker. Hins vegar er spurning hvenær menn eru að spila fjárhættu spil, þar sem eingöngu var greitt þáttökugjald og í lokin voru sigurverðlaun.

Skemmtilegasta sveitarfélag í heimi?

Meirihluti bæjarstjórnar sveitarfélagsins Árborg, þar sem Samfylking, Framsókn og Vinstri grænir eru í meirihlutasamstarfi, ofmeta stórlega hlutverk sitt ef þeir líta svo á að það sé að kaupa eina skemmtistað sveitarfélagsins. Segja má að meirihlutinn stígi upp í nýjar hæðir í kommúnískum hugsunarhætti með þessum kaupum.

Við, þau og loftslagsbreytingar

Ég kom nýlega frá Bangladesh, þar sem ég hef búið síðustu 8 mánuði. Að koma aftur heim — þar sem Land Cruiserar keyra á tandurhreinum götum og bjórinn kostar meira en vikulaun margra í Bangladesh…

Listin að daðra

Um daginn varð ég hálfþrítug. Ég fékk létt “panik” kast og sá sjálfa mig, eina og yfirgefna, að prjóna bleikan ullarsamfesting á púðluhundinn minn. Ég tók því málin í mínar hendur og rauk út í bókabúð og festi kaup á bókinni Súperflört-dúndurdaður eftir frægu daðurdrottninguna Tracey Cox. Ég settist niður og las bókina spjaldanna á milli og saug í mig allan þann fróðleik sem bókin bauð upp á. Mig langar að deila með ykkur helstu gullpunktum bókarinnar.

17. júní í tíma og rúmi

Það er hverjum Íslendingi hollt að rifja upp að lágmarki einu sinni á ári af hverju Ísland er sjálfstætt ríki, og þjóðhátíðardagurinn sjálfur er kjörið tækifæri til þess. Það verður þó ekki gert að þessu sinni.

Raunverulegt sjálfstæði

Það gleymist gjarnan að sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar er ekki bara yfirlýsing á blaði, heldur ræðst það fyrst og fremst af því hvernig þjóðin kemur ár sinni fyrir borð, hvort hún teljist raunverulega sjálfstæð.

Minnihlutasamgöngur

Með því að gera almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu gjaldfrjálsar fyrir námsmenn er sennilega verið að taka fyrsta skrefið í því að breyta þeim í minnihlutasamgöngur – endanlega.

Verða allt sem þú getur

Það er alkunna að íþróttamenn, hvort sem um ræðir í hóp- eða einstaklingsíþróttum, hafa þjálfara til að styðja sig á braut til betri árangurs. Án þjálfara er hætt við að framþróun íþróttamanna gangi brösuglega, þjálfun verði ómarkviss, markmið óljós og ef til vill óraunhæf og stuðningur eða hvatning til frekari afreka ekki til staðar. En hvað um þá einstaklinga sem vilja einfaldlega skara fram úr í eigin lífi? Hinn venjulega Jón eða Gunnu sem vilja vaxa sem mest og ná betri árangri en áður. Höfum við kost á afreksþjálfun í eigin málum?

Siðferðislega sinnuð stríðsvélmenni

Tilburðir Arnolds Schwarzeneggers í Terminator-myndunum koma upp í hugann þegar lesið er um áform varnarmálayfirvalda í Bandaríkjunum um að fjölga vélmennum í herliðinu. Ekki nóg með það, heldur eiga þessi vélmenni að geta vegið og metið aðstæður og tekið siðferðislegar ákvarðanir á vígvellinum og þannig lágmarkað skaða og mannfall. En eru hugmyndir sem þessar raunhæfar?

Léleg lagasetning

Það er vandasamt hlutverk að setja samfélagi lög sem fara á eftir. Lög segja til um hegðun sem borgurum ber að fylgja, og hvaða háttsemi sé óæskileg í samfélaginu. Lög eru því sett til þess að ná ákveðnu markmiði sem löggjafinn telur að sé sjálfsagt.

Vanvirðing – Ranglæti

Á Bylgjunni í gær var sagt frá því að umgengni í sumarbústöðum VR hafi versnað mikið að undanförnu og nýlega hafi 19 ára gutti leigt einhvern bústað og skilið við hann útældan, útskitinn og þakinn með rotnandi matarleifum, notuðum smokkum og vindlastubbum. Af þessum ástæðum eru uppi hugmyndir um hækka lágmarksleigualdur á bústöðum upp í 20 ár. Varla er til betra dæmi um skandifasískari hóprefsingu og verður hugmyndin þeim sem hana átti til langvarandi skammar.

Frelsi til menntunar, helsi til heilbrigðis

Það viðhorf heyrðist oft í tíð síðustu ríkisstjórnar að stærsta verkefni Framsóknarflokksins hefði verið að halda Sjálfstæðisflokknum frá heilbrigðisráðuneytinu. Var þetta virkilega þjóðinni til hagsbóta?

Allt vitlaust á vellinum

Í kjölfar atviksins á leik Dana og Svía í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu, er athyglisvert að velta því upp hvernig refsingum eigi að beita í svona tilfellum og ekki síst gegn hverjum þær refsingar eiga að beinast.

Áhyggjurnar yðar

Pabbi Jóa litla sat inni fyrir fíkniefnasmygl, mamma hans var alkóhólisti og hafði nýverið misst vinnuna, eigandinn að íbúðinni þeirra hafði ítrekað hótað að henda þeim út, og nú í morgun hafði mamma hans sagt honum að hún væri ólétt eftir annan mann …