Léleg lagasetning

Það er vandasamt hlutverk að setja samfélagi lög sem fara á eftir. Lög segja til um hegðun sem borgurum ber að fylgja, og hvaða háttsemi sé óæskileg í samfélaginu. Lög eru því sett til þess að ná ákveðnu markmiði sem löggjafinn telur að sé sjálfsagt.

Það er vandasamt hlutverk að setja samfélagi lög sem fara á eftir. Lög segja til um hegðun sem borgurum ber að fylgja, og hvaða háttsemi sé óæskileg í samfélaginu. Lög eru því sett til þess að ná ákveðnu markmiði sem löggjafinn telur að sé sjálfsagt.

Sagt hefur verið að hvert þjóðfélag fái þann löggjafa sem það á skilið.

Það geta margar verið leiðir til þess að ná tilteknu markmiði og aðferðirnar ólíkar. Þegar um er að ræða lög sem takmarka athafnafrelsi borgara með íþyngjandi hætti, verður löggjafinn hins vegar að íhuga vel hvernig best sé að ná markmiði sínu með löggjöf. Þessu til viðbótar verður markmið að þjóna lögmætu markmiði

Löggjafinn er við þetta hlutverk sitt bundinn af meðalhófsreglu stjórnarskrár, sem kveður á um að íhuga skuli vandlega hvort beita eigi þyngjandi löggjöf. Við val á úrræðum ber síðan að beita því vægasta úrræði sem völ er á. Loks ber að beita því úrræði sem valið er á vægasta hátt sem völ er á.

Breytingar á tóbaksvarnarlögum tóku gildi þann 1. júní sl, sem banna reykingar á skemmtistöðum og veitingahúsum sem hingað til hafa verið leyfilegar. Markmið lagabreytingar, sem telja verður íþyngjandi inngrip í eignarrétt þeirra sem reka slíka starfsemi, var að vernda fólk fyrir skaðsömum áhrifum óbeinna reykinga. Markmiðið verður að teljast uppfylla skilyrði þess að vera almennt lögmætt.

Af ákvæðum tóbaksvarnarlaga verður að draga þrenns konar ályktanir um markmið laganna. Í fyrsta lagi er það markmið þeirra að draga úr neyslu tóbaks. Í annan stað að koma í veg fyrir að fólk byrji að neyta tóbaks. Í þriðja lagi er það markmið þeirra að vernda aðra fyrir skaðlegum áhrifum tóbaks.

Val laganna um að banna reykingar alfarið á veitinga-og skemmtistöðum uppfyllir hins vegar trauðla fyrrgreinda meðalhófsreglu, að teknu tilliti til markmiðs laganna sjálfra. Unnt hefði verið að fara sömu leið og Svíar hafa gert, það er að heimila reykingar í sérstökum lokuðum og loftræstum rýmum þar sem ekki er nein þjónusta til staðar, starfsfólk gengur ekki um og reykur angrar ekki aðra gesti.

Telja verður að löggjafinn hafi heimild til þess að banna reykingar, svo lengi sem þær stefni öðrum í hættu, og gangi ekki óþarflega nærri stjórnarskrábundnum rétti annarra. Þannig getur markmið laga um að draga úr neyslu tóbaks vart réttlætt bann við reykingum á tilteknum stöðum, þar sem slíkt bann gengur of nærri friðhelgi einkalífs.

Þegar breyting tóbaksvarnarlaga er könnuð ofan í kjölinn fæst ekki annað séð en að strangasta úrræði sem völ var á, hafi verið valið til þess að ná markmiði lagabreytingarinnar.

Vona verður að við eigum ekki svona löggjöf skilið í framtíðinni.

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.