Vanvirðing – Ranglæti

Á Bylgjunni í gær var sagt frá því að umgengni í sumarbústöðum VR hafi versnað mikið að undanförnu og nýlega hafi 19 ára gutti leigt einhvern bústað og skilið við hann útældan, útskitinn og þakinn með rotnandi matarleifum, notuðum smokkum og vindlastubbum. Af þessum ástæðum eru uppi hugmyndir um hækka lágmarksleigualdur á bústöðum upp í 20 ár. Varla er til betra dæmi um skandifasískari hóprefsingu og verður hugmyndin þeim sem hana átti til langvarandi skammar.

Á Bylgjunni í gær var sagt frá því að umgengni í sumarbústöðum VR hafi versnað mikið að undanförnu og nýlega hafi 19 ára gutti leigt einhvern bústað og skilið við hann útældan, útskitinn og þakinn með rotnandi matarleifum, notuðum smokkum og vindlastubbum. Af þessum ástæðum eru uppi hugmyndir um hækka lágmarksleigualdur á bústöðum upp í 20 ár. Varla er til betra dæmi um skandifasískari hóprefsingu og verður hugmyndin þeim sem hana átti til langvarandi skammar.

Því er vart að neita að neita að aðkoman eftir umrætt partý var ekki glæsileg. Ég mynda hugsa mig tvisvar áður en ég leigði þessum manni heimili mitt til afnota. Jafnvel eftir eitt ár.

En við getum alveg sleppt Morfís-rökum á borð við “Má þá 19 ára og 364 daga gamall þingmaður ekki leigja bústað fyrir sig og eiginkonu sína til að fagna því að fyrirtæki hans hafi verið skráð á NASDAQ helgina áður en hann tekur við embætti forsætisráðherra?” Það er samt auðvelt að hrekja hugmyndi VR. Við þurfum ekki einu sinni að horfa framhjá því að flestir á þessum aldri, líkt og raunar flestir aðrir, fara út í sumarbústað til að stappa sig stífa. Því auðvitað skiptir það litlu máli.

Aðalmálið er hins vegar þetta: Átján ára gamlir félagsmenn VR eru félagsmenn VR. Þeir greiða full félagsgjöld til nauðungarfélags sem er stjórnað af miðaldra fólki og miðast við þarfir miðaldra fólks. Ætli margir 18-20 nýti sér styrki vegna veikinda barna eða sæki stíft í starfsmenntunarsjóði félagsins? En nú á semsagt að taka burt þann hluta “fríðinda” sem umræddur hópur er helst líklegur til að nýta sér. Og rökin, eru líkindafræði. Því yngri félagsmenn VR eru þykja líklegri til að vera subbur.

Átján ára félagsmenn í VR eru líka fjárráða og þurfa því að borga fyrir það sem þeir æla á. Auðvitað eiga menn að borga fyrir þær skemmdir sem þeir valda; auðvitað á að siga innheimtufólki á slíka menn og hugsa sig vel um áður en menn leigja þeim nokkurn skapaðan hlut aftur. En það er líka rétta leiðin. Það á að refsa hinum seku en ekki varpa refsisprengju inn í heilt aldursbil og kalla það “forvarnir” eða “fyrirbyggjandi aðgerð”.

Samkvæmt frétt á heimasíðu VR verður ákvörðunin tekin á stjórnarfundi í kvöld miðvikudag. Ef af verður geta stjórnarmenn VR um leið búið til skírteini í Word sem á stendur “Skandifasistar júnímánaðar”, prentað það út og hengt stoltir upp á vegginn í andyri Húss verslunarinnar.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.