Nú til dags eru það ekki bara föt sem fara á útsölur. Þú getur fengið þér glænýja dollara á góðu verði. Neytendasamtökin henda sér inn í umræðuna um gengisbundin lán og hafa þeir að mínu mat ekki bætt hana heldur gert hana óskiljanlega fyrir marga og birt villandi greinar á heimasíðu sinni. Gjaldeyrisstefna Neytendasamtakanna er ekki til fyrirmyndar.
Vátryggingafélag Íslands stendur um þessar mundir í ströngu við að reyna ljúga að verðandi mæðrum um að sérstakur aukabúnaður sem VÍS selur auki öryggi ófæddra barna. Þetta er gert þrátt fyrir að jafnvel sú stofnun sem VÍS vísar á tiltaki að búnaðurinn sé einungis til þæginda.
Um þessar mundir standa yfir umræður í Bandaríkjunum um öryggi rafrænna kosningavéla, en hópi manna tókst að brjótast inn í vélarnar og taka þær yfir. Hér heima hefur umræða um kosningavélar verið í lágmarki mörg undanfarin ár og lítill áhugi virðist vera á því að taka þær upp.
Af lestri blaða þá fær maður stundum þá tilfinningu að það sé til svokallaður þjóðvilji sem sé mælanlegur og að þessi þjóðvilji, sem sumir vitrir menn virðast þekkja og skynja betur en við hin, eigi að ákveða hvers konar atvinnulíf eigi að byggja upp á Íslandi. Atvinnulífið hefur því miður lengi verið neitað að hlýða þessum vitringum.
Umræðan um veru flugvallarins í Vatnsmýrinni hefur dalað nokkuð á undanförnum misserum, enda ljóst að hann mun vera þar í nokkur ár í viðbót. Þegar sú deila stóð sem hæst voru það annars vegar hagsmunir landsbyggðarinnar og hins vegar hagsmunir Reykvíkinga (sem kusu flugvöllinn burt) sem vógust á. Á stuttum tíma hefur notkun vallarins hins vegar breyst þannig að það eru allt í einu ekki bara hagsmunir landsbyggðarinnar að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni sitji sem fastast.
Eins og í allri alþjóðlegri þjóðfélags- og byggðaþróun eru orsakir hnignandi byggðar á dreifbýlustu svæðum landsins margar og flóknar. Sú staðreynd, að fólk sækist frekar eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu heldur en í smáum sjávarbyggðum úti á landi, er ekki hægt að rekja til breytinga í umgjörð og starfsemi sjávarútvegsins einvörðungu. Orsakirnar eru fleiri og margþættari. Sjávarbyggðirnar geta þó margar hverjar risið upp á ný. En hvar eiga þær að leita sér hjálpar?
Flestir sem hafa stofnað til bankaviðskipta undanfarna mánuði hafa orðið varir við að reglur sem ætlað er að berjast gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafa tekið gildi. Saklausar ömmur sem ætla að stofna bankareikning fyrir óskýrð barnabörn eru spurð um uppruna fjármagns og menn þurfa að sýna vegabréf sitt oftar í bönkum en á flugvelli. Hvers vegna er notast við sömu aðferðir við að berjast gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
Því er oft haldið fram að stjórnmálaflokkarnir og stefna þeirra sé meira og minna allt sami grauturinn. Eflaust er sannleikskorn í því að stjórnmálaflokkarnir hafa nálgast hvorn annan undanfarna áratugi. Nýleg áskorun til vinstrimanna í grein á Kistunni um róttækar breytingar og þjóðnýtingu fyrirtækja er því fersk lesning.
Á þeim tveimur mánuðum sem reykingarbann hefur gilt á Íslandi hefur viðrað vel og almennt virðast menn á því að lykt af líkamsvessum náist betur úr fötum heldur en tóbaksreykurinn. Á þessu grundvallast undanlátasemi almennings við ofstopann í löggjafanum.
Vinnufélagar hýsa magnaðar væntingar um ævintýraþrá hvers annars. Höfundur olli mörgum vonbrigðum við kaffivélina – já gengi hans í álitskauphöllinni féll lóðrétt þegar hann, verulega sáttur, gerði grein fyrir sumarfríi sínu.
Tvískinningur og yfirborðsmennska eiga greiða leið í fjölmiðla. Sú athygli sem fjölmiðlar sýna fíflagangi hópsins sem telur sig þess umkominn að bjarga Íslendingum – væntanlega frá því að vera besta land í heimi – er fráleit.
Bandaríkjadalur er nú kominn niður fyrir 60 kr og gengisvísitalan er kominn niður að 110. Raungengi krónunnar hefur að sama skapi hækkað hratt. Raungengið mun ekki hækka að eilífu. Til skemmri tíma er væntur hagnaður af því að skulda í erlendri mynt orðinn mjög lítill vegna hás gengis krónunnar og áhættan talsvert mikil.
Í nýjustu mynd Bruce Willis er spilað með þá hugmynd að ósvífnir þrjótar kunni að nota tölvutækni til að valda usla og ringulreið í Bandaríkjunum. Dæmigerð Hollywood-della, eða tákn um nýja tíma? Tvö nýleg dæmi benda til þess að sitthvað sé til í hugmyndinni.
Þegar menn renna yfir hina merku bók 1984 eftir George Orwell verður manni ekki hugsað til þess hversu langt frá nútíðinni framtíðarheimsmyndin er heldur þvert á móti hversu mikið við nálgumst hið drungalega andrúmsloft Orwells þar sem skoðanir sem falla ekki að pólitískri hugsanasefjun nútímans eru taldar óþægilegar og þjóðfélagið vill helst að þær séu „eimaðar“ svo notað sé orðalag úr bókinni.
Eftirfarandi pistill er skrifaður eftir viðtal við þýska ferðamanninn Herr Heinz-Badenhoff sem kom til Íslands síðasta sumar til að kynnast landi og þjóð. Herr Heinz-Badenhoff hafði þetta að segja um ferðina: “Stórbrotið og fallegt land – en snargeggjað og stórskrítið fólk!”
Íslensku lyfjalögin myndu sóma sér vel í sósíalískum kennslubókum, svo uppfull af boðum og bönnum eru þau. Það er fyrir löngu kominn tími á að stokka upp þetta flókna kerfi sem kæfir niður samkeppni og markaðshugsun. Lyfjalögin banna t.d. ekki einasta allar auglýsingar með lyf, heldur gera þau opnun lyfjaverslana erfiða og háða duttlungum sveitarstjórna. Þessu þarf að breyta.
Það er hreint ekki auðvelt að vera námsmaður nú til dags. Næstum ómögulegt er fyrir ungt fólk og þá sérstaklega námsmenn að kaupa sér íbúð, þar sem húsnæðisverð er lygilega hátt. Námslánin mæta ekki raunverulegri framfærsluþörf námsmanna og námsmenn neyðast til að vinna með náminu til að ná endum saman. Hvers eigum við námsmenn eiginlega að gjalda?
Flestir eru sammála um að þeir vilji öflugar stofnanir, en öflugar stofnanir þýða ekki endilega það sama og stórar og íþyngjandi stofnanir. Að sama skapi er aukin spurn einkafyrirtækja eftir starfsmönnum hins opinbera af hinu góða.
Það vakti landlæga athygli þegar Björgólfur Guðmundsson gekk til liðs við Eggert Magnússon og fjármagnaði kaup á knattspyrnufélaginu West Ham United síðastliðið haust. Enn áhugaverðara er að skoða það fjármagn sem Björgólfur hefur reitt af hendi til leikmannakaupa.
Nú eru komnar nokkrar vikur síðan Apple hóf söluna á Iphone símanum í Bandaríkjunum, eins og búast mátti við hafa viðtökur verið blendnar. Aðdáendur Apple eru mjög ánægðir ásamt stórum hópi, á meðan aðrir benda á að til eru sambærilegir eða betri símar á markaðnum.