Hvaða atvinnustarfsemi hugnast þjóðinni?

Af lestri blaða þá fær maður stundum þá tilfinningu að það sé til svokallaður þjóðvilji sem sé mælanlegur og að þessi þjóðvilji, sem sumir vitrir menn virðast þekkja og skynja betur en við hin, eigi að ákveða hvers konar atvinnulíf eigi að byggja upp á Íslandi. Atvinnulífið hefur því miður lengi verið neitað að hlýða þessum vitringum.

Af lestri blaða þá fær maður stundum þá tilfinningu að það sé til svokallaður þjóðvilji sem sé mælanlegur og að þessi þjóðvilji, sem sumir vitrir menn virðast þekkja og skynja betur en við hin, eigi að ákveða hvers konar atvinnulíf eigi að byggja upp á Íslandi. Atvinnulífið hefur því miður lengi verið neitað að hlýða þessum vitringum.

Það er mikil þekking á margvíslegum iðnaði og orkuöflun fyrir iðnað á Íslandi. Það er ein af ástæðum þess að fyrirtæki hafa áhuga á því að byggja upp iðnaðarstarfsemi á Íslandi.

Þessi þekking, áhugi og uppbygging veldur sumu fólki slíku hugarangri slíku að það finnur sig knúið til þess að keyra á hús, hengja sig í krana og loka vegarslóðum. Gott og vel.

Þeir sem eru ekki hrifnir af iðnaði og tala um að framkvæma hið velþekkta “eitthvað annað” eiga hinsvegar að hætta að tala um eitthvað annað (og hanga í krönum) og framkvæma þær hugmyndir sem þeir kynna. Safna áhættufjármagni og koma hlutunum af stað. Búa til aðra, betri valkosti.

Það er frægt að þegar barist var hvað harðast gegn Kárahnjúkavirkjun og stungið upp á ýmsum umhverfisvænum verkefnum þá stakk bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar uppá því að slík verkefni væru framkvæmd á Vestfjörðum til þess að sýna hversu góðar þessar hugmyndir voru og hvernig hefði getað farið á Austfjörðum.

Þarna var í raun framkvæmd lokuð tilraun í búsetuþróun, annars vegar var byggður upp mikill iðnaður með öllu því sem honum fylgir og hinsvegar voru Vestfirðir skildir eftir og náttúruverndarfólk með frítt spil (engin stóriðja og mikið af ódýru landi og húsnæði) til þess að gera hvað sem þau vildu.

Núna í ár gaf einn velmetinn umhverfisverndarsinni loks út að ástæða þess að þeir hefðu ekkert gert (þeir ræddu nú mikið við bæjarstjórann á sínum tíma) væri sú að Vestfirsku firðirnir væru ekki jafn flottir og Norsku firðirnir og að ríkisstjórnin hefði átt að láta þá fá hundruð milljóna fyrir sín verkefni (ójá – svo átti líka að búa til nýjan flugvöll á Sveinseyri).

Nú má spyrja eftir að þessi tilraun hefur gengið í 5 ár: Hefur fólk meiri áhuga á því að flytja vestur á firði eða austur á firði?

Það er í ljósi þess að Vestfirðingar hafa prófað “eitthvað annað” leiðina sem maður hefur fullan skilning á því ef þeir vilja skoða til fullnustu hvort raunhæft sé að byggja upp þungaiðnað á við olíuhreinsunarstöð.

Að sjálfsögðu þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða umhverfislegan kostnað slíkt verkefni hefði í för með sér svo hægt væri að taka ákvörðun að teknu tilliti til hverju ætti að fórna.

Fyrir utan byggðarþróunarrök eru einnig ýmis almenn rök með því að slík starfsemi væri á Íslandi eins og að Íslendingar eru að leita að olíu á Drekahryggnum (“Ísland: þar sem olíu má finna en ekki vinna”); og olíuframboð til Íslendinga, sem gæti orðið ótryggt í framtíðinni, væri einnig tryggt með þessum hætti.

Hlutverk hins opinbera er ekki að hafna atvinnustarfsemi með þeim rökum að þjóðin sé of fín fyrir hana, heldur að meta hvort kostnaður við hana sé svo mikill að hún sé ekki réttlætanleg.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.