Öruggar rafrænar kosningar

Um þessar mundir standa yfir umræður í Bandaríkjunum um öryggi rafrænna kosningavéla, en hópi manna tókst að brjótast inn í vélarnar og taka þær yfir. Hér heima hefur umræða um kosningavélar verið í lágmarki mörg undanfarin ár og lítill áhugi virðist vera á því að taka þær upp.

Um þessar mundir standa yfir umræður í Bandaríkjunum um öryggi rafrænna kosningavéla, en hópi manna tókst að brjótast inn í vélarnar og taka þær yfir. Hér heima hefur umræða um kosningavélar verið í lágmarki mörg undanfarin ár og lítill áhugi virðist vera á því að taka þær upp.

Frá upphafi hafa verið miklar efasemdaraddir um rafrænu kosningakerfin, sérstaklega hafa fyrirtækin sem hafa verið að þróa þessi kerfi verið gangrýnd fyrir að kasta til hendinni við jafn viðkvæm kerfi og kosningakerfi. Hafa verið settar upp heimasíður þar sem ótrúleg dæmi eru nefnd um klúður í kosningum vegna kosningakerfa. Ljóst er að fyrstu kerfin sem voru smíðuð voru stórgölluð, en eftir að milljörðum dala hefur verið eytt í að gera þessi kerfi fullkomin eiga þau að vera orðin mjög örugg.

Nú er komin fram skýrsla þar sem þrír stærstu framleiðendur á kosningakerfum eru harðlega gangrýndir. Kemur mönnum á óvart að hægt var að hakka kerfin að því er virðist á nokkuð einfaldan máta. Framleiðendurnir hafa bent á að hökkunin hafi farið fram við óeðlilegar aðstæður. Var þetta gert með því að opna kosningatölvunar og setja inn minniskubba. Líktu þeir þessu við að brjótast inn í banka, þar sem ekkert eftirlitskerfi væri í gangi.

Stór hluti af gagnrýninni á þessi kerfi er byggður á þeirri staðreynd að fólk er einfaldlega hrætt við þessi kerfi. Sú lýðræðislega aðferð að krota atkvæði á miða, hefur virkað í margar aldir en með tölvu hverfur atkvæðið á bakvið skjá og engin spor fylgja atkvæðinu. Kjósandinn hefur ekki neina möguleika á að fylgja atkvæðinu eftir. Þessi ótti er skiljanlegur, en mjög einfalt ráð er til að tryggja hámarks öryggi og koma í veg fyrir þennan ótta. Það er að um leið og menn kjósi prentast út pappírsatkvæðaseðill. Seðilinn er gilda atkvæðið en það sem er í vélinni er hins vegar bara „afrit“. (sjá eldri grein).

Komi upp minnsti grunur eða vilji menn gera afstemningar er það mjög einfalt mál. Með þessu er öryggi tryggt til hins ýtrasta. Hægt er að spara við talningar og flýta fyrir þeim, nánast er hægt að birta live niðurstöðu.

Hinn hluti rafrænna kosninga er mun minna rætt um það eru miðlægar kjörskrá. Slíkt myndi gera mönnum kleyft að kjósa hvar sem er í sínu kjördæmi án þess að fara í gengum nokkurt vesen. Nú þegar kosningaþátttaka hefur farið minnkandi er aukið aðgengi einn þáttur sem getur skipt máli til að auka þátttöku.

Það er einmitt þetta sem gerir það að verkum að margir hafa lítinn áhuga á þessum kerfum. Kosningar á Íslandi hafa gengið vel og seinustu talningar hafa verið að klárast ca. 12 tímum eftir að kosningu líkur, í flestum tilfellum mun fyrr. Óvíst er að slík kosningakerfi muni skapa verulegan sparnað fyrir ríkið eða bæjarfélög. Gamla aðferðin hefur alltaf virkað, öðru máli gegnir um miðlæga kjörskrá. Vonandi eigum við eftir að sjá hana hér á landi sem fyrst.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.