Byggð-að-þróast?

Niðurskurður á aflaheimildum og uppsagnir í fiskvinnslu táknar áframhaldandi dökkt útlit fyrir margar sjávarbyggðir landsins. Margar þeirra eiga sér hugsanlega aldrei viðreisnar von þótt hagur sjávarútvegsins kunni að batna á ný. Það þarf þó ekki að tákna dauða landsbyggðarinnar í heild sinni, en engu að síður er henni það nauðsynlegt að endurskilgreina tilveru sína og byggja á sjálfbærum lausnum frá rótinni, lausnum sem virka til langframa, en ekki miðstýrðum ólausnum út úr pólitískum bjargráðanefndum.

Fjölmiðlamenning

Stundum veltir fólk fyrir sér af hverju einn atburður verður að frétt og ekki annar. Af hverju hefur ekki verið fjallað meira um Darfur málið? Af hverju fékk Írakstríðið svona mikla athygli? Svar við þessu leynist kannski í rannsóknum sem voru gerðar fyrir um fjórum áratugum síðan. Þær virðast enn geta útskýrt val fréttamanna á efni, þrátt fyrir að vera frekar gamlar og að allt umhverfi fjölmiðla hafi breyst verulega. Hver er staðan og hvernig er til dæmis íslensk fjölmiðlamenning?

Máli ofar málstað

Málaliðaherir eru ekki síður mikilvægir í hernaðinum í Írak heldur hinir hefðbundnu ríkir þjóðríkjanna sem taka þátt í aðgerðinni. Það er óheillaþróun að lýðræðislega kjörin stjórnvöld geti skotið sér undan ábyrgð á ákvörðunum sínum með því að einkavæða ofbeldi sem framið er í þeirra nafni.

Spilltasta ríki í heimi

Það getur verið erfitt að ímynda sér hvernig það er að búa við aðstæður þar sem að lýðræði er fótum troðið ásamt málfrelsi og öðrum grunndvallarréttindum borgaranna þegar að maður býr í velsældarsamfélagi á borð við Ísland. Þessa dagana beinast augu alls heimsins að einu ríki öðrum fremur þar sem þegnarnir lifa skilyrtri tilveru upp á náð og miskunn yfirvalda sem ríkja í krafti vopnavalds í stað lýðræðis.

Íslenskir fjölmiðlar sogast í blogg-slúður-svaðið

Fjölmiðlar flytja fréttir. Það eru margir fjölmiðlar á Íslandi og orðræðan hefur verið á þá leið að fjölmiðlamarkaðurinn sé full mettur og ekki sé pláss fyrir fleiri miðla. Samt er sjaldan nokkuð í fréttum í þessum ónýtu miðlum. Miðlarnir keppast um að blogga og slúðra, nokkuð sem flestir Íslendingar eru færir um.

Ástandið í Búrma

Undanfarna daga hafa borist fréttir af friðsamlegum mótmælum íbúa Búrma, einnig nefnt Myanmar, gegn herforingjastjórninni þar í landi. Í gær bárust þau tíðindi að herforingjastjórnin hefði farið með vopnum gegn mótmælendum og talið er að fjöldi mótmælenda hafi fallið, en erfitt hefur reynst að fá fréttir af ástandinu þar sem allt netsamband hefur verið rofið við landið og fylgist herforingjastjórnin grant með öllum öðrum samskiptaleiðum.

Vont og það versnar segja þeir

Er líklegt að hópur hryðjuverkamanna muni komast yfir kjarnorkuvopn? Kannski. Mun slíkur hópur geta fjármagnað kaupin? Mögulega. Er hugsanlegt að hryðjuverkamenn muni nota slíkt vopn og sprengja t.d. í London? Trúlega. Niðurstaðan er einföld. Hætta er á að hryðjuverkamenn sprengi kjarnorkusprengju í London og bregðast þarf við slíkri ógn með öllum tiltækum ráðum – Svona bull röksemdarfærsla er hin raunverulega ógn sem steðjar að frjálsum lýðræðisríkjum og mannréttindum borgaranna en ekki einhver arabi sem sprettur uppúr ímynduðum töfralampa.

Íransforseti í Columbiaháskóla

Á fyrirlestri Mahmoud Ahmadinejad í Columbiaháskóla síðastliðinn fimmtudag sá túlkur um að snara orðum forsetans úr persnesku í ensku. Þrátt fyrir það fór lítið fyrir skilningi á milli forsetans og viðmælenda hans.

Miðbæjarmæða

Fyrir helgi lýsti lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins því yfir að hann hygðist leggja fram tillögu fyrir borgarstjórn um að takmarka opnunartíma skemmtistaða í miðbænum við kl. 01:00 eða kl. 02:00 um helgar. En hefur ástandið niður í miðbæ breyst svo mikið frá því sem áður var?

Hræðslan við að opna kjaftinn

Þegar það kemur að því að þú þarft að fara til tannlæknis birtist ótti sem maður man eftir frá því maður var lítill, „ætli þetta verði vont? Hvað ætli hann þurfi að gera við mig? Má ég ekki bara sleppa við þetta?“ Nú þegar maður er orðinn eldri kemur nýr ótti „hvað ætli þetta kosti í þetta skiptið?”

Gengið á grundvallarréttindi

Ýmsar hugmyndir hafa komið fram að undanförnu um hvernig bregðast megi við „ástandinu í miðbænum“. Ein þeirra er að fjölga öryggismyndavélum í miðbænum (sem ég kýs að kalla eftirlitsmyndavélar). Það sem er sláandi í þessari umræðu, er að afskaplega fáir virðast hafa nokkuð við það að athuga að eftirlitsmyndavélum sé fjölgað. Þá virðast sömuleiðis afskaplega fáir hafa nokkuð við það að athuga að leitað hafi verið á 100 manns í miðbæ Reykjavíkur fyrir stuttu með þeim árangri að fíkniefni fundust á sex og vopn á tveimur.

Flóknir tollar fella Ísland

Ef viðskipti milli þjóða væru að hefjast núna – hvernig ætli að hugmyndum um að setja gjald á þessi viðskipti og í þokkabót hafa svo flókna gjaldskrá að hún væri í 97 köflum yrði tekið? Trúlega ekki vel. En svona er íslenska tollskráin og hún á vafalaust sinn þátt í hve lága einkunn alþjóðastofnanir gefa okkur á þessu sviði.

Wess Wing

Einn farsælasti viðskiptamaður landsins sýndi það nýverið hvernig auðsköpun, byggð á frelsi og framtaki, getur skilað sér aftur til samfélagsins þegar Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, gaf nýstofnuðum þróunarsjóði Háskólans í Reykjavík góða upphæð til uppbyggingar- og þróunarstarfs. Ætli nýja skólabygging HR í Vatnsmýrinni muni skarta einu stykki Wess Wing?

Hvenær loksins?

Ýmis mál tengd breytingum á fyrirkomulagi áfengisverslunar hafa verið lögð fram á seinustu þingum en ekkert þeirra hefur fangað athygli hins steingelda og hundleiðinlega þingheims. Ef núverandi meirihluti getur ekki klárað málið þá ættu frjálslyndir menn að fara að fordæmi margra íslenskra fyrirtækja: flytja inn stjórnmálamenn frá ríkjum EES og kjósa þá til að sinna verkum sem íslenskum pólitíkusum finnast erfið og leiðinleg.

Hænuskref í rétta átt

Landbúnaðarkerfið á Íslandi hefur löngum verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum. Landbúnaður hefur minnkað verulega í umfangi hvað varðar framlag til landsframleiðslu en byggist það frekar á gleðilegri þróun í átt til fjölbreytni í atvinnulífi, mun fremur en minnkandi framleiðslu. Hagræðing hefur verið gífurleg í uppbyggingu og stækkun búa og tæknivæðing í samræmi við það.

Af þjóðhagslegum áhrifum þess að míga á vegg

Þegar fiðrildi blakar vængjum í Kína verður fárviðri á Flórída. Nú virðist greiningardeild lögreglunnar hafa rannsakað áhrif þess ef mikið fleiri míga utandyra í miðbænum.

Sjötíu dagar í Háskólatorg

Húsnæðismál hafa löngum verið stórt vandamál í Háskóla Íslands. Skortur hefur verið á kennsluaðstöðu sem og góðri rannsóknaraðstöðu. Einnig hefur aðstöðu nemenda verið mjög ábótavant. Núna styttist hins vegar í að Háskólatorg líti dagsins ljós en því er ætlað að leysa að verulegu leyti húsnæðisvanda Háskólans.

Fíkn og friðþæging

Lögregluaðgerðin Pólstjarnan virðist af fréttum að dæma hafa heppnast vel og skilað þeim árangri sem til stóð; að koma í veg fyrir dreifingu á gríðarlegu magni fíkniefna og handsama þá sem gerðust brotlegir við lög með innflutningi og væntanlega fyrirhugaðri dreifingu og sölu efnanna hér á landi. En þar með er ekki öll sagan sögð.

Sprenghlægileg evra

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sýndi mikið ábyrgðarleysi á síðasta vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans er hann kallaði hugmyndina um einhliða upptöku evru „sprenghlægilega“.

„Slátrarinn“ frá Úganda

Einn umdeildasti þjóðarleiðtogi allra tíma er Idi Amin, fyrrum forseti Úganda. Saga hans á valdastóli er blóðug og er hann ábyrgur fyrir dauða hundruð þúsunda manna.