Ferðaþörfin er rót vandans

Samgöngumál hafa verið mjög umræðunni að undanförnu og svo virðist sem þessi málaflokkur skipi sífellt stærri sess meðal úrlausnarefna stjórnvalda. Iðulega deila stjórnvöld jafnvel sín á milli um samgöngumál og þess á milli við hagsmunaðila. Samgöngu(vanda)mál eru til kominn vegna þeirrar þarfar fólks að komast á milli staða sem og vegna vöruflutninga.

Starfsmaður ársins

Sennilega kannast ekki margir við nafnið Friðþjófur Max Karlsson en hann fær tvímælalaust útnefninguna starfsmaður mánaðarins – eða ársins, ef því er að skipta.

Fordæmið að austan

Á dögunum gengu 59 Austfirðingar í samtök þar eystra sem láta sig varða náttúruvernd. Reyndist innganga þeirra nægileg til að ná völdum í félaginu, sem reyndari félögum þótti miður, af því að skoðanir nýju félaganna á náttúruverndarmálum voru engan veginn í takt við skoðanir eldri og reyndari félaga.

Krónprinsinn missir tilkallið

Skyndilegt brotthvarf Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar úr forystusveit unga jafnaðarmanna hefur farið furðu hljótt.

Eitt stórt hægri

Margt hefur verið ritað og rætt um hina s.k. þriðju leið í stjórnmálum. Því hefur verið haldið fram – og þaðan er nafngiftin komin – að þriðja leiðin sé eins konar meðalvegur á milli hægri og vinstri, það besta úr báðum.

Valdamesti maður veraldar?

Lengi var það alkunna að valdamesti maður veraldar sæti í hvítu húsi í Washington og gegndi embætti forseta Bandaríkjanna. Líklega hefur þetta aldrei verið raunin en nú er ekki einu sinni hægt að telja Bandaríkjamönnum sjálfum trú um að þetta eigi við lengur.

Bíllinn og breiddargráðurnar

Upp er runninn „Bíllausi dagurinn“ svokallaði og DEIGLAN ræður sér vart fyrir kæti. Í dag ætla Evrópubúar í 643 bæjum og borgum víðs vegar um álfuna að hvíla bíla sína og notast þess í stað við almenningssamgöngur, tvo jafnfljóta eða jafnvel frumlegri ferðamáta.

Þeirra villtustu draumar

Íslenskir kennarar hafa nú opinberað sína villtustu drauma og innstu langanir í viðhorfskönnun á vegum Kennarasambands Íslands.

Sigur á ekkert skylt við viðtengingarhátt

KR varð um helgina Íslandsmeistari í knattspyrnu. DEIGLUNNI leiðist allt tal um hverjir eigi þetta eða hitt skilið í íþróttum. Þeir bestu vinna – það felst í hugtakinu sigur.

Andlit og besta auglýsing hverrar sjónvarpsstöðvar

Fréttastofa SKJÁSEINS hefur verið á milli tannanna á ýmsum undanfarnar vikur, einkum vegna brotthvarfs Sigursteins Mássonar úr starfi fréttastjóra. Ljóst er að margir telja rekstur fréttastofu of dýran fyrir Skjáinn og skila of litlu.

Íslenskt þjóðfélag þjakað af óréttlæti og misskiptingu?

Enn á ný er fátæktarhugtakið komið í umræðuna. Nú hafa verið sett á laggirnar samtök sem berjast eiga gegn þessum vágesti í íslensku samfélagi.

Á brattan að sækja fyrir Bush

Þegar einungis þrír mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum hafa frambjóðendurnir Al Gore og George Bush hnífjafnt fylgi meðal kjósenda.

Sérstaða íslenskra stúdenta

Samstaða og einhugur einkenndi mótmæli ólíkra félagasamtaka og hópa þegar Li Peng, forseti „þjóðþings“ Kína, var hér í opinberri heimsókn á dögunum. Meira að segja anarkistar og velferðarkálfar tóku höndum saman og Birna Þórðardóttir og Kjartan Gunnarsson voru í sama liðinu. Ef frá eru talin augljós stjórnarskrárbrot lögreglu og einstæð ókurteisi kínversku gestanna, þá vakti einna mesta athygli framganga meirihluta Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Röskva neitaði að taka þátt í mótmælunum með þeim rökum, að málið væri íslenskum stúdentum óviðkomandi.

„Kraftaverk á Kóreuskaganum“

Að undanförnu hefur þess gætt sem stjórnmálaskýrendur kalla þýðu í samskiptum ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum; Norður- og Suður-Kóreu. Svo hefur virst sem Norður-Kórea sé að opnast lítið eitt eftir áratugalanga einangrun.

Ólympíuleikar í almannatengslum

Fáir heimsviðburðir, ef nokkur, hafa sömu áhrif og Ólympíuleikarnir. Hvergi má sjá viðlíka samhug meðal ólíkra þjóða. Þar koma saman þúsundir íþróttamanna, sem fátt eiga sameiginlegt nema ævilangan draum um tækifæri til þess að taka þátt í þessum mesta íþróttaviðburði veraldar.

Baráttuglaðir Frakkar

Þeim sem búa á meginlandi Evrópu stendur stöðug ógn af Frökkum. Hvenær sem er geta þeir átt von á að daglegt líf þeirra umturnist vegna Frakka. Ástæðan er mótmæla- og verkfallagleði þeirra. Manni virðist sem svo að franskir verkamann lifi hreinlega fyrir skipulagðar aðgerðir gegn ríkisstjórninni, McDonald´s eða bara hverju sem þeim dettur í hug.

Storkum náttúrulögmálunum

Oft er sagt að það séu gömul sannindi og ný að ríkisvaldið hafi tilhneigingu til að þenjast út og þeirri útþenslu er einna helst líkt við náttúrulögmál.

Kínversk fjöldamorð og bandarískar aftökur

Í umræðum um komu Li Peng til landsins hefur Arnþór Helgason, formaður Kínversk íslenska menningarfélagsins, margsinnis bent á að Li sé ekki vinsælasti kínverski stjórnmálamaðurinn á Vesturlöndum.

4. júní 1989

„Skyndilega varð miðborg Peking ljóslaus. Námsmennirnir á torginu ákváðu að fara hvergi og hófu að syngja „Internationalinn“, baráttusöng kommúnismans. Skömmu síðar þustu hermenn vopnaðir hríðskotabyssum út úr Alþýðuhöllinni miklu við Torg hins himneska friðar. Um leið birtust brynvarðir liðsflutninga bílar á torginu. Segja sjónarvottar að fjöldi manns hafi látist og særst er vagnarnir óku yfir tjöld námsmanna sem þeir höfðu komið þar upp.“
Morgunblaðið, 6. júní 1989

Í dag er ég glaður!

Albert A. Gore Jr. tók fyrir skömmu við tilnefningu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Í ræðu sinni á flokksþinginu lýsti hann fögrum áformum sínum um ýmis konar umbætur sem hann hyggst gera í Bandaríkjunum nái hann kjöri. Gjafmildi Gore virðast fá takmörk sett.