Stríðsþokan í Írak

Stríðsþokan í ÍrakNú er ljóst að ráðgjafar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ýktu hættuna sem stafaði af Írak í aðdraganda Persaflóastríðs hins síðara. Þetta eru ljót, en þó alls ekki óvænt, tíðindi. Í aðdraganda stríðins var fjölmörgum hæpnum fullyrðingum varpað fram af stjórnvöldum Bretlands og Bandaríkjanna til þess að sannfæra almenning um að stríð við Írak væri réttlætanlegt. Gekk áróðursstríðið svo langt að fyrr en varði hafði tekist að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna um að Saddam Hussein hafi verið persónulega ábyrgur fyrir hryðjuverkunum 11. september 2001.

Á Hæstiréttur að þyngja refsinguna í Hafnarstrætis-máli?

HæstirétturÍ júnímánuði kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn tveimur ungum mönnum sem réðust á annan ungan mann í Hafnarstræti fyrir rúmu ári með þeim afleiðingum að atlagan leiddi til dauða hans. Mennirnir tveir fengu 2 og 3 ára fangelsisdóm og þótti mörgum dómurinn vægur. En var dómurinn í málinu of vægur?

Rök gegn afnámi mjólkurkvóta

MjólkurkvótiLandbúnaðarráðherra hefur undanfarið gefið í skyn að þegar núverandi búvörusamningur rennur út muni fyrirkomulagi afurðastyrkja fyrir mjólk verða breytt talsvert. Þetta hefur sett verðmæti mjólkurkvótans í uppnám og hafa kvótaeigendur gagnrýnt breytingarnar harkalega. Mikið af þeirra rökum hljómar kunnuglega.

Efnarafalar í stað rafhlaðna

rafhlöðurTilraunir með notkun efnarafala í stað hefðbundinna rafhlaðna hafa lofað góðu. Í gær tilkynnti japanska fyrirtækið NEC að það muni markaðssetja efnarafal fyrir fartölvur strax á næsta ári.

Gríman fallin

brotthvarf varnarliðisinsUmræðan um brotthvarf varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur verið áhugaverð og leitt marga óvænta hluti í ljós. Að öllu öðru ólöstuðu þá hafa óvæntustu fréttirnar verið óstaðfestar fregnir af því að íslensk stjórnvöld hafi spurt frönsk stjórnvöld hvort þau vildu ekki taka að sér varnirnar. En fréttirnar og umræðan sjálf eru ekki bara áhugaverð heldur er einnig afar fróðlegt að sjá hvaða aðilar hafa skyndilega dúkkað upp til að styðja stofnun á íslenskum her. Það eru nefnilega mestmegnis einstaklingar sem hafa kennt sig við frjálshyggju.

Burt með tolla á ís

ís, kjörís, rjómaís, tollar, Emmessís, Bónus, Kaupás, SamkeppnisstofnunAf hverju ætli Kjörís og Emmessís hafi yfirburðastöðu á ísmarkaði á Íslandi þrátt fyrir að vörur þeirra séu ekkert sérlega góðar? Ætli það hafi eitthvað með það að gera að á innfluttan ís eru lagðir himinháir tollar?

Auga fyrir auga, líf fyrir líf

aftakaEr aldrei réttlætanlegt að taka líf þeirra sem hafa brotið af sér? Hvað með barnaníðinga, eða fjöldamorðingja? Getur þjóðfélagið einhvern tímann notað dauðarefsingar til að halda uppi aga?

Staðfest sambúð samkynhneigðra

sambúð samkynhneigðraVíða um heim fjalla löggjafar um réttindi samkynhneigðra og rétt þeirra til sambúðar og hjónabands. Þróunin hefur verið hæg á þessu sviði, en nú er þónokkur hreyfing á hlutunum. Í Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi hafa frumvörp um málið verið lögð fram eða eru í burðarliðnum.

Herinn burt? – Viðbrögð ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin vill tryggja áframhaldandi loftvarnir á Íslandi og líklegt er að Bandaríkjamenn vilji tryggja umsjón yfir flugstjórnarsvæðinu og ratsjárstöðvum hér á landi og vilji alls ekki sjá þau völd falla í hendur annars ríkis. Hörð afstaða ríkisstjórnarinnar gagnvart Bandaríkjamönnum í ljósi þessa er því ekki einungis skiljanleg heldur rétt.

Spennandi formúlusumar

Keppnin um heismeistaratitil ökuþóra í Formúlu eitt kappakstrinum er hálfnuð. Michael Schumacher hefur forystu í stigakeppni ökuþóra en hann er þó engan veginn öruggur með titilinn.

Dauflegur miðbær

Daufur miðbærStarfandi sem þjónn á einu af kaffihúsum borgarinnar verður mér oft hugsað til erlendra ferðamanna sem flykkjast í miðbæinn í leit að hinu ævintýralega bæjarlífi sem þeir hafa lesið um í „What’s on in Reykjavík”. Myndir af útikaffihúsum og sætum stelpum með ís heilla óneitanlega, en raunin er yfirleitt önnur. Bærinn er oft gjörsamlega tómur og virðist sem flótti hafi gripið um sig meðal verslunareigenda í miðbæ Reykjavíkur.

Má maður mótmæla?

mótmæliMiklar umræður og skrif hafa spunnist í kringum afskipti lögreglu af mótmælendum á Austurvelli þann 17. júní sl. Vísaði lögreglan nokkrum mótmælendum út af Austurvelli og tók af þeim mótmælaspjöld sem þeir héldu á lofti á meðan forsætisráðherra hélt hátíðarræðu sína. Rétt er að geta þess að mótmælin voru þögul og virðist rökstuðningur fyrir aðgerðum lögreglu vera heldur þunnur.

Íkarus og sólin sem gefur og tekur

Maðurinn er skrýtin skepna. Þrátt fyrir að drottna yfir öðrum dýrum á jörðinni virðist á stundum sem hann sé öllu skyni skroppinn. Þessir spéhræddu prímatar eiga að vera best til þess fallnir að læra af öllum skepnum, en samt gera þeir sömu mistökin aftur og aftur, jafnvel þótt það steypi þeim í glötun. Þeir hafa einstakt lag á að misnota hluti sem hægt væri að nýta til góðs og skaða sig á því sem þeir geta ekki verið án.

Hættumerki eða óþarfa áhyggjur?

Það er algjör óþarfi að bíða eftir því að góðærið skili sér í budduna því nú er hægt að fá neyslulán út á sumarbústaðinn. Það gleymdist nefnilega í síðasta góðæri að veðsetja sumarbústaðinn upp í topp, en nú er tækifærið.

Tákngervingur um afl einkaframtaksins

Þann 11. júlí næstkomandi verða fimm ár liðin síðan Hvalfjarðargöng voru opnuð almenningi. Göngin hafa frá opnun verið táknrænn minnisvarði um afl einkaframtaksins – og svo verður vonandi áfram, þótt varasamar hugmyndir hafa verið settar fram um annað.

Bæjarsamlag um ógöngur

Til hvers að kaupa alltaf nýrri og nýrri vagna ef menn geta ekki stillt klukkuna rétt í þeim sem fyrir eru? Af hverju er ekki hægt að skipta pening í strætó? Stundum þyrfti ekki mikið til að bæta strætisvagnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Að vera sjálfs sín herra

atvinnuleyfi útlendingaFlestum þykir sjálfsagt að fá að vinna hjá hverjum sem er og skipta um atvinnurekanda ef vistin er slæm. Útlendingar sem starfa samkvæmt tímabundnum atvinnuleyfum eiga ekki sömu möguleika, þar sem leyfið er í höndum atvinnurekandans. Fyrir utan réttlætissjónarmið, myndi það leysa margan vanda að breyta forsendum slíkra atvinnuleyfa, launþega í vil.

Guðjón leiðir hóp fjárfesta í yfirtöku á Barnsley

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Deiglunnar standa nú yfir samningaviðræður milli eigenda enska knattspyrnuliðsins Barnsley og hóps íslenskra og enska fjárfesta um kaup á félaginu. Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og knattspyrnustjóri Stoke City, fer fyrir hópi fjárfestanna.

Heimsleiðtogi til Íslands

Nelson MandelaSmekkur Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar á mögulegum kvöldverðargestum fer batnandi. Forsetinn hitti um helgina Nelson Mandela og ákvað að bjóða honum til Íslands. Mandela er í hugum margra, þ.á.m. mín, merkasti núlifandi stjórnmálaleiðtoginn. Æviskeið hans er öllum þeim, sem trúa á réttlæti, ævarandi hvatning.

Loksins, loksins

Japanskir hárgreiðslumenn geta andað léttar, sjónvarpsmenn á SKY geta farið að sofa og tískufrömuðir í Madrid ráða ekki við sig af kæti; Beckham er farinn til Real.