Gríman fallin

brotthvarf varnarliðisinsUmræðan um brotthvarf varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur verið áhugaverð og leitt marga óvænta hluti í ljós. Að öllu öðru ólöstuðu þá hafa óvæntustu fréttirnar verið óstaðfestar fregnir af því að íslensk stjórnvöld hafi spurt frönsk stjórnvöld hvort þau vildu ekki taka að sér varnirnar. En fréttirnar og umræðan sjálf eru ekki bara áhugaverð heldur er einnig afar fróðlegt að sjá hvaða aðilar hafa skyndilega dúkkað upp til að styðja stofnun á íslenskum her. Það eru nefnilega mestmegnis einstaklingar sem hafa kennt sig við frjálshyggju.

brotthvarf varnarliðisinsUmræðan um brotthvarf varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur verið áhugaverð og leitt marga óvænta hluti í ljós. Að öllu öðru ólöstuðu þá hafa óvæntustu fréttirnar verið óstaðfestar fregnir af því að íslensk stjórnvöld hafi spurt frönsk stjórnvöld hvort þau vildu ekki taka að sér varnirnar. En fréttirnar, umræðan og meintar tilraunir til að koma okkur undir franskt áhrifasvæði eru ekki bara áhugaverðar heldur er einnig afar fróðlegt að sjá hvaða aðilar hafa skyndilega dúkkað upp til að styðja stofnun á íslenskum her.

Þeir fáu sem hafa gefið sig fram til stuðnings stofnun hers eru nefnilega flestir einstaklingar sem hafa til þessa kallað sig frjálshyggjumenn. Þetta hefur vakið furðu margra því ein af kennisetningum frjálshyggjunnar er eins og allir ættu að vita að lágmarka ríkisafskipti og ríkisútgjöld. Hafa sumir þessara yfirlýstu frjálshyggjumanna svarað því til að það sé eitt af fáum hlutverkum ríkisvaldsins að verja landið og því sé þetta fyllilega heimilt skv. kennisetningunum. Virðast þeir túlka þær þannig að þær heimili gagnrýnislaust stofnun hers með tilheyrandi útgjöldum burt séð frá því að við séum í NATO og að nánast engin hætta steðji að landinu sem sérsveit lögreglunnar myndi ekki ráða við.

Ýmsar hugmyndir hafa heyrst frá stuðningsmönnunum. Sumir telja nauðsynlegt að halda hérna úti loftvörnum, aðrir landher og enn aðrir telja hvort tveggja nauðsynlegt. Burt séð frá þessum frávikum á milli skoðana þá er eitt víst. Þetta á eftir að kosta okkur gífurlegar fjárhæðir sama hvað leið verður farin. Samkvæmt tölum frá bandaríska hernum kostar það 27 milljarða íslenskra króna á ári að reka varnarliðið. Eflaust væri hægt að lækka einhverja kostnaðarliði en á móti kæmi að launakostnaður yrði líklega mun hærri fyrir íslenskan her því launakjör varnarliðsmanna eru mjög léleg og jafnframt myndu öll hagræðingaráhrif sem bandaríkjamenn hafa af því að reka herstöðvar út um allan heim hverfa.

Ekki má heldur gleyma stofnkostnaði við íslenskan her sem yrði einnig töluverður. Sem dæmi má nefna að skv. tölum frá bandaríska hernum þá kostar:

Ein F-15 Strike Eagle orrustuþota 29.9 milljón dollara eða rúmlega 2.272 milljónir íslenskra króna.

Ein HH-60 Pavehawk björgunarþyrla kostar 9.3 milljónir dollara eða tæplega 707 milljónir íslenskra króna.

Ein HC-130 Herkúles leitarvél kostar 18.4 milljónir dollara eða rúmlega 1.398 milljónir íslenskra króna.

Ein E-6 Mercury fljúgandi stjórnstöð kostar 141,7 milljón dollara úr kassanum eða rúmlega 10.769 milljónir íslenskra króna.

Ein P-3 Orion radarvél kostar 36 milljón dollara eða 2.736 milljónir íslenskra króna.

Þá er kostnaður við þjálfun og vopn fyrir landher ótalinn en hann er einnig töluverður, sérstaklega ef íslenski herinn á að fá einhverjar alvöru græjur til að berjast með. Kostnaður við vopnabúnað fyrir landher s.s. skriðdreka er af sömu stærðargráðu og annað en sem dæmi má nefna að stykkið af M1-A2 Abrahams skriðdreka sem Bandaríkjamenn nota í Írak kostar yfir 350 milljónir íslenskra króna. Það er því fullljóst að kostnaður við íslenskan her yrði gríðarlegur.

Það er undarlegt að sjá tillögur sem fela í sér tugmilljarða aukaútgjöld fyrir ríkið á hverju ári, sama frá hverjum þær koma. En það vekur óneitanlega enn meiri athygli þegar þær koma frá einstaklingum sem til þessa hafa barist ötullega gegn auknum ríkistútgjöldum. Hvað á maður að halda um aðila sem hlupu til handa og fóta vegna fæðingarorlofsins og litu á það sem hið versta þjóðfélagsmein. Helstu rök þess voru aukin útgjöld ríkissjóðs. Nú eru sömu einstaklingar að dásama og boða aukin ríkisútgjöld upp á tugi milljarða á hverju ári!

Þegar menn eru orðnir svona ósamkvæmir sjálfum sér þá hlýtur eitthvað alvarlegt að vera að og maður kemst ekki hjá því að efast um einlægnina í fyrri málflutning. En ef til vill er það einfaldlega til of mikils ætlast að sjálfskipaðir hugsjónamenn séu alltaf samkvæmir sjálfum sér. Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Latest posts by Andri Óttarsson (see all)

Andri Óttarsson skrifar

Andri hóf að skrifa á Deigluna í mars 2001.