Loksins, loksins

Japanskir hárgreiðslumenn geta andað léttar, sjónvarpsmenn á SKY geta farið að sofa og tískufrömuðir í Madrid ráða ekki við sig af kæti; Beckham er farinn til Real.

Japanskir hárgreiðslumenn geta andað léttar, sjónvarpsmenn á SKY geta farið að sofa og tískufrömuðir í Madrid ráða ekki við sig af kæti; Beckham er farinn til Real.

Þvílíkt drama, þvílík spenna. Allur heimurinn (fyrir utan kannski USA) hefur staðið á öndinni yfir málefnum Beckham. Allir, og ömmur þeirra, hafa boðið í hann: AC Milan, Real Madrid, Barcelona, Hull City, DeCode, „jú neim it.“ Allir vilja eiga hlut í Beckham. Hann græðir meira meira á þriggja vikna Mikka Mús ferð til Japan en fyrir að spila með Real í heilt ár. Ekki nóg með það, heldur segja hagfræðingar Real að þeir geti fjarmagnað kaupin á Beckham, Zidane og Figo með hagnaði af sölu á treyjum merktar Beckham. Restin er hreinn hagnaður. Eitthvað segir mér samt að ekki sé vanþörf á smá hagnaði þar á bæ.

Er markaðsstaða Real á risamörkuðum Asíu eina ástæðan fyrir kaupunum á honum? Þá er hann kominn í hóp með fleiri merkum (meðalgóðum) leikmönnum eins og Nakata, Imamoto, Tie osfrv sem verma bekkinn og selja treyjur í Asíu. Beckham á eftir að reynast mjög erfitt að halda föstu sæti í liðinu. Hugsið út í það, þetta er maður sem getur ekki skallað, er hægur, skorar ekki mikið, eyðir hálfleiknum í að greiða sér, vinstri löppin er handónýt, gæti ekki sólað til að bjarga lífi sínu og hann á að velta Figo úr sessi? Ok, ég viðurkenni að líklegast er hann með besta hægri fót í heimi og er asskoti sætur en ég er hræddur um að hann taki einn McManaman á þetta, fái ekkert að spila og komi heim með skottið milli lappanna til að spila fyrir Fulham. Hann mun samt alltaf eiga sæti á listanum: „Sætustu fótboltamenn allra tíma,“ á eftir Ian Wright, auðvitað.

sport@deiglan.com'
Latest posts by Íþróttadeild Deiglunnar (see all)