Guðjón leiðir hóp fjárfesta í yfirtöku á Barnsley

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Deiglunnar standa nú yfir samningaviðræður milli eigenda enska knattspyrnuliðsins Barnsley og hóps íslenskra og enska fjárfesta um kaup á félaginu. Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og knattspyrnustjóri Stoke City, fer fyrir hópi fjárfestanna.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Deiglunnar standa nú yfir samningaviðræður milli eigenda enska knattspyrnuliðsins Barnsley og hóps íslenskra og enska fjárfesta um kaup á félaginu. Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og knattspyrnustjóri Stoke City, fer fyrir hópi fjárfestanna.

Heimildir Deiglunnar herma að viðræðurnar hafi farið á fulla ferð í lok síðustu viku og að Guðjón og félagar hafi átt langan fund með Peter Doyle, stjórnarformanni Barnsley, á laugardaginn.

Eins og margir muna keyptu íslenskir fjárfestar meirihluta í Stoke City að frumkvæði Guðjóns haustið 1999. Í hópi fjárfestanna nú eru aðrir aðilar, bæði enskir og íslenskir. Þessi hópur hefur undanfarnar vikur skoðað nokkra kosti en fyrir helgi var ákveðið að láta til skara skríða í Barnsley.

Barnsley lék fyrir nokkrum árum í ensku úrvalsdeildinni en hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að etja undanfarin ár og leikur nú 2. deild.

Ekki er um s.k. „óvinveitta yfirtöku“ að ræða heldur kaup á félaginu í mikilli sátt við núverandi eigendur. Meðal annars hefur verið rætt um að núverandi eigendur haldi nokkuð stórum hlut í félaginu en líklegra er þó að fjárfestahópurinn kaupi 100% í félaginu.

Guðjón og félagar eiga í keppni við Peter Ridsdale, fyrrum stjórnarformann Leeds United, um kaupin en Ridsdale og félagar hafa verið í viðræðum við eigendur Barnsley um kaup á félaginu um nokkra hríð.

Barnsley er eitt af rótgrónari félögum Englands og tekur heimavöllur yfir 40 þúsund manns í sæti. Öll aðstaða hjá félaginu og æfingasvæði þess er eins og best verður á kosið. Félagið er skuldum vafið og rekstur þess hefur gengið illa undanfarin ár. Ætlun fjárfestanna ensku og íslensku er að yfirtaka skuldir félagsins, sem eru miklar, hagræða í rekstrinum og veita nýju fé í félagið.

sport@deiglan.com'
Latest posts by Íþróttadeild Deiglunnar (see all)