Metsölulistamannalaun

Sá nafnlausi eftir Gabríelu FriðriksdótturAlþingi ver ríflega 35 milljónum króna á ári til heiðurs eldri listamönnum, sem eiga það sammerkt að teljast sigurvegarar í íslensku listalífi. Á sama tíma er hverfandi stuðning að finna við upprennandi listamenn og Listaháskóli Íslands er starfræktur í húsnæði sem upphaflega var reist yfir Sláturfélag Suðurlands.

Tilfinningagreind

TilfinningagreindHvað veldur því að sumt fólk, jafnvel með háa greindarvísitölu, fer halloka í lífinu? Og hvað veldur því að einstaklingur, með lægri greindarvísitölu en næsti maður, nær ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum? Svarið við þessu er tilfinningagreind.

Þegar ríki drepa

Á 20. öld má ætla að ríkisstjórnir hafi drepið rúmlega 170 milljónir eigin þegna. Á sama tímabili féllu rúmlega 34 milljónir í stríðum. Þýðir þetta að alþjóðakerfið verði að skoða þann möguleika að grípa fyrr inn í aðgerðir einstakra ríkja og mun innrásum í nafni mannréttinda fjölga í kjölfarið?

Fátt stöðvar Lakers

Magic og KareemLið Los Angeles Lakers er með besta vinningshlutfallið í NBA deildinni það sem af er vetri. Þetta kemur svosem ekki á óvart miðað við mannvalið þar er saman komið í vetur. En þrátt fyrir að útlitið sé gott er kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið.

Vændi – hvar er glæpurinn?

VændiFrumvarp sem felur í sér að kaup á vændi og kynlífsþjónustu verði gerð refsiverð hefur verið í miklu hámæli að undanförnu. Í dag verður haldið málþing um efnið í Háskólanum í Reykjavík.

Þessi pistill er í boði almennings

strengjabruda.gifÍ sjónvarpsfréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að starfsmaður Norðurljósa hafi boðið nokkrum bókaútgáfum að greiða fyrir “jákvæða” umfjöllun um þeirra bækur í þættinum Ísland í dag. Í viðtali við markaðsstjóra Norðurljósa kom fram að hann taldi að um misskilning væri að ræða og að sölumaður fyrirtækisins hafi farið út fyrir starfsvið sitt.

Andhverfa einkavæðingarinnar?

siminn.jpgÞað hefðu einhverntíman þótt tíðindi að austurblokkin ætlaði að einkavæða ríkisfyrirtæki sín með því að selja þau til vestrænna ríkisfyrirtækja. Þessi skondna staða gæti komið upp ef Síminn kaupir hlut í búlgarska landsímanum.

Vangaveltur um tímann

Tíminn hefur frá örófi alda valdið mönnum heilabrotum. Þetta mikilvæga hugtak hefur stöðug áhrif á líf okkar. Án þess að velta því mikið fyrir okkur erum við flest í stöðugu kapphlaupi við tímann sem virðist líða hjá án þess að nokkurt okkar fái rönd við reist.

Einfaldleikinn

CircleAllir þekkja mörg dæmi þess að hlutir séu flóknari en þeir þurfa að vera. Yfirleitt er hægt að finna einfaldari leið ef leitað er að henni. Ef til vill er lausnin að koma á fót Einföldunarstofnun.

Ætti maður að veðja á Howard Dean?

Howard DeanEf marka má mat fjármálamarkaða ber Howard Dean nú höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur í prófkjöri Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar næsta haust. Líkurnar á því að hann hljóti útnefninguna eru nú þegar komnar yfir 50%.

Hjólum!

Reiðhjólið er afar praktískt farartæki, sérstaklega þegar farnar eru stuttar vegalengdir. Það er mun ódýrara í rekstri en bíll, og er einnig holl hreyfing fyrir þann sem ferðast á því. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er reiðhjólið afar vanmetið samgöngutæki á Íslandi og eru eflaust margar ástæður fyrir því.

Rauði krossinn

Henry Dunant var merkilegur maður. Þessi bankamaður sem var með allt niðrum sig setti fram hugmynd að félagi sem hvert einasta mannsbarn ætti að þekkja. Félagið nefnist Rauði krossinn.

Gen og tónik

Skál!Látlausar fréttir af „einstæðum“ vísindaafrekum íslenskra fræðimanna dynja á landsmönnum án þess að fólk skilji upp eða niður í því hvaða þýðingu þau hafa í raun. En vísindin koma sífellt á óvart og stundum eru skilaboðin skýr – eins og þegar breskum hermönnum var fyrirskipað að þamba gin til að verjast malaríu.

Vörugjöld og fleiri leiðindi

angry.bmpGreiða skal í ríkissjóð vörugjald af innfluttum vörum samkvæmt lögum um vörugjald. Tollar, skattar og vörugjöld ríksins geta hækkað vöruverð umtalsvert. Mikilvægt er að endurskoða þessi lög með frjáls viðskipti í huga.

Liðveisla úr Hafnarfirði

Íslenskt heilbrigðiskerfi er eitt það besta í heiminun og þannig viljum við hafa það. En það á við rekstrar- og skipulagsvanda að etja sem ekki sér fyrir endann á. Um síðustu helgi féllst Samfylkingin á þá góðu markaðslausn í heilbrigðismálum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir, þ.e.a.s. einkarekstur.

Evrópa lögfræðinganna

EU_expansion.jpgAfrakstur sextán mánaða starfs ráðstefnunnar eru um 250 blaðsíður af stjórnarskrárdrögum. Regluverk Evrópusambandsins er býsna umfangsmikið og til þess að hægt sé að ætlast til að þegnar Evrópusambandsins þekki gildandi rétt þarf eflaust að taka upp umfangsmikla kennslu á öllum skólastigum.

Gúgúlplex og aðrar skemmtilegar tölur!

Tölur, stórar sem smáar, leika stórt hlutverk í lífi okkar. Öll viðskipti grundvallast á misháum tölum og mjög oft þarf að henda reiður á fjölda ýmissa fyrirbæra s.s. fjölda lífvera, fjölda efniseinda í alheiminum o.s.frv. Við mannfólkið eigum misauðvelt með að velta fyrir okkur tölum og leika okkur með þær en flest okkar þurfa sjaldan að hugsa um stærri tölur en nokkrar milljónir, þ.e. húsnæðisverð, á meðan Björgúlfar landsins þurfa að gíra sig upp í milljarðana.

Öfgar í öndvegi II

Nú liggur fyrir Alþingi í fimmta skiptið tillaga um breytingar á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 frá Kolbrúnu Halldórsdóttur. Breytingartillaga Kolbrúnar gengur aðallega út á að gera kaup á vændi og hvers kyns kynlífsþjónustu refsiverð.

Vinstri-Þverir

vglogo.gifJá, þeir voru fljótir að bregðast við fréttum af landsfundi kratanna, blessaðir róttæku félagshyggjumennirnir. Helstu talsmenn VG, jafnt á þingi sem utan þess, keppast nú við að froðufella yfir nýjustu hægrisveiflu Samfylkingarinnar.

Erfðabreytt Íslandsbygg(ð)

Í gær birtist í Fréttablaðinu gagnrýni á yfirvöld umhverfismála og fyrirtækið ORF lítækni, sem sögð eru ætla að sleppa erfðabreyttum plöntum út í íslenska náttúru án nokkurs samráðs við kóng eða prest. Eiga fullyrðingar um greiða leið erfðabreyttra efna í fæðukeðju neytenda rétt á sér?