Þessi pistill er í boði almennings

strengjabruda.gifÍ sjónvarpsfréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að starfsmaður Norðurljósa hafi boðið nokkrum bókaútgáfum að greiða fyrir “jákvæða” umfjöllun um þeirra bækur í þættinum Ísland í dag. Í viðtali við markaðsstjóra Norðurljósa kom fram að hann taldi að um misskilning væri að ræða og að sölumaður fyrirtækisins hafi farið út fyrir starfsvið sitt.

strengjabruda.gifÍ sjónvarpsfréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að starfsmaður Norðurljósa hafi boðið nokkrum bókaútgáfum að greiða fyrir “jákvæða” umfjöllun um þeirra bækur í þættinum Ísland í dag. Í viðtali við markaðsstjóra Norðurljósa kom fram að hann taldi um misskilning væri að ræða og að einn sölumaður fyrirtækisins hafi farið út fyrir starfsvið sitt. Engu að síður er ljóst að hér er um alvarlegan hlut að ræða því fréttir og fréttatengdir þættir eru mjög áhrifamikill fjölmiðill á Íslandi.

Áhorfendur verða auðvitað að leggja sitt eigið mat á allt fréttatengt efni en hins vegar er afar mikilvægt að innihald frétta sé ómengað af sölumennsku eða pólitík, nema að annað sé tekið sérstaklega fram. Hið upplýsta þjóðfélag nútímans byggir á greiðum aðgangi fólks að upplýsingum og fyrirtæki og almenningur treystir á öfluga og ómengaða fréttamennsku til þess að halda sér upplýstum um atburði líðandi stundar.

Atburður sem þessi er alveg örugglega ekki einstakur í sinni röð og áhrif fyrirtækja í íslenskum fjölmiðlum virðast sífellt vera að aukast. Bankarnir taka nú virkan þátt í dagblaða og sjónvarpsrekstri og stór fyrirtækjasamsteypa rekur víðlestnasta dagblað landsins. Það er barnaskapur að halda því fram að eignarhald skipti engu máli í fréttumiðlun fjölmiðla, þrátt fyrir að fréttastofur íslenskra fjölmiðla eigi hrós skilið fyrir hlutleysisbaráttu sína hingað til. Við erum því miður farin að heyra æ oftar af hagsumnaárekstrum á milli eigenda fjölmiðlanna og fréttastofanna. Það er augljóst hvor aðilinn lætur undan á endanum.

Því setur pistlahöfundur spurningamerki við það hvort ekki þurfi að skýra betur með lagasetningu skynsamlegt eignarhald á fjölmiðlum og hlutleysi fréttastofa. Það hlýtur að vera krafa neytenda og heill almennings að fréttastofur séu óháðar í starfi sínu og skýri frá því í umfjöllun sinni ef að einstök frétt er kostuð af einhverjum aðila eða ekki.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)