Vinstri-Þverir

vglogo.gifJá, þeir voru fljótir að bregðast við fréttum af landsfundi kratanna, blessaðir róttæku félagshyggjumennirnir. Helstu talsmenn VG, jafnt á þingi sem utan þess, keppast nú við að froðufella yfir nýjustu hægrisveiflu Samfylkingarinnar.

vglogo.gifJá, þeir voru fljótir að bregðast við fréttum af landsfundi kratanna, blessaðir róttæku félagshyggjumennirnir. Helstu talsmenn VG, jafnt á þingi sem utan þess, keppast nú við að froðufella nýjustu yfir nýjustu hægrisveiflu Samfylkingarinnar.

Samfylkingin fer í taugarnar á róttæklingum. Samfylkingin hefur nefnilega engar hugsjónir, hún vill bara vera stór. Vinstri-Græna langar ekkert að verða stór – þau líta á sitt stöðuga 8% fylgi sem glæsilegt vottorð um málefnastyrk sinn og staðfestu. En Samfylkingin er alltaf að skipta um skoðun og færast lengra til hægri, bara til að auka „fylgi“ sitt. Tökum eftir að þetta „fylgi“ er svolítið annar hlutur en til dæmis „vilji þjóðarinnar“. Vinstri grænir hafa ekki mikið fylgi en hins vegar ríkan skilning fyrir vilja þjóðarinnar.

Dæmi um vilja þjóðarinnar er til dæmis vilji þjóðarinnar til að viðhalda núverandi heilbrigðiskerfi. Ef til vill vill þjóðin setja meiri pening í heilbrigðiskerfið en „þjóðin“ hefur engan áhuga á að breyta um rekstrarform heilbrigðisstofnana. Þjóðinni er mjög umhugað um að það verði opinberir starfsmenn sem skeri upp hnéskeljar hennar og augu og hún vill ekki sjá neina aðra starfsmenn fjarlægja úr henni botnlangann hennar.

Múrinn hefur nú birt tvær greinar um landsfundarályktanir Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir birti strax á laugardaginn pistil sem nefndist „Litli kapítalistinn“ og tveimur dögum síðar tjáði Stefán Pálsson skoðun sína á málinu í pistlinum „Ókey Össur, ræðum málin!“

Katrín fjallar á almennan hátt um heilbrigðismál og færir rök fyrir því hvers vegna hún telji að farsælara sé að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið en heldur en að breyta um rekstrarform stofnana þess. Hún telur að markaðurinn eigi ekki erindi inn í heilbrigðiskerfið. Hún segir m.a.:

Og það er líka eðlilegt að vilja græða. Og ekki nema gott ef maður er að reka myndbandaleigu eða matvörubúð. En það er hreinlega siðferðislega rangt að ætla sér að gera sér heilsuleysi samborgaranna að féþúfu.

Já, það er ekkert smá hlutverk sem einkaðilarnir fá í hagkerfi Katrínar. Þeir geta leigt fólki spólur og selt því mat. En þeir skulu nú ekki hugsa sér að þeir fái að stunda erfðarannsóknir, lyfjaþróun eða, guð forbiðji, almenna heilbrigðisþjónustu. Einkaframtak skal takmarkast við dægradvöl, eitthvað sem fólkið getur neitað sér um, en hið opinbera skal halda utan um allt sem virkilega skiptir máli.

Ég fagna reyndar því að Katrín leyfi einkaðilum að hagnast á hungri fólks og þorsta með því að selja þeim mat. Væntanlega vill hún þó ekki að þeir selji þeim áfengi enda nauðsynjavara sem engin getur verið án.

Stefán Pálsson skorar á Össur að svara því hvernig hann ætli sér að gera heilbrigðisþjónustu hagkvæmari. Hann spyr hvort, launin séu of há, starfsmennirnir of margir, húsin of vel þrifin eða lyfjabirgðirnar of miklar.

Kannski hefur Stefán ekki mikið kynnst einkageiranum í gegnum tíðina. Reynsla mín af störfum hjá ríkinu annars vegar og einkaaðilum hins vegar er ekki sú að einkafyrirtæki séu illa þrifin og starfsfólk þeirra bíði milli vonar og ótta eftir næstu útborgun.

Eru starfsmenn spítalanna of margir? Eru lyfin of mörg? Því vil ég ekki svara. En aftur er það reynsla mín að einkaaðilar ráðstafi mannauð og hráefnum sínum betur en risavaxnar opinberar stofnanir.

Við megum ekki gleyma því að hinir svokölluðu róttæklingar eru ekki aðeins andvígir einkarekstri í þessum eina geira. Þeir lögðust hart gegn einkavæðingu bankanna og vilja ekki selja símann. Þeir vilja að Ríkið haldi einokun á áfengissölu. Allt sem hið opinbera er að gera verður sjálfkrafa af bráðnauðsynlegri almannaþjónustu sem engin má græða á.

Ég fagna því að Samfylkingin hafi ákveðið að stíga skref í rétta átt. Á meðan VG þvermóðskast við öllum markaðshugmyndum einangrast flokkurinn og verður enn meira óaðlaðandi samstarfsaðili í ríkisstjórn.

Og ég fagna því líka.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.