Fáfræði getur af sér fordóma. Fordómar geta síðan af sér mannvonsku, hatur og tjón. Þrátt fyrir að pistill dagsins sé í lengri kantinum þá eru lesendur Deiglunnar eindregið hvattir til að lesa hann og hafa í huga næst þegar ættleiðingar eða tæknifrjóvganir samkynhneigðra ber á góma.
Category: Deiglupistlar
Nýlega var sett í gang í Félagsmálaráðuneytinu verkefni sem ber heitið „Efling sveitarstjórnarstigsins“. Verkefnið felst í hugmyndum um frekari flutning verkefna frá Ríki til sveitarfélaga, og þar sem því óneitanlega hlýtur að fylgja, frekari sameiningu þeirra. Á undanförnum árum hefur sveitarfélögum fækkað um meira en helming, þó að að ferlið hafi verið handahófskennt og óskipulagt.
Elskulegi bróðir,
Í dag tók ég þá ákvörðun að segja mig úr Þjóðkirkjunni. Á mánudag mun ég ganga inn á Hagstofu Íslands og framkvæma gjörninginn. Það verða þung spor. Ég verð engu bættari og satt best að segja mun mér líða mjög illa. Ég er þeirrar gerðar að ég hef alltaf verið mjög trúaður og elskað minn frelsara. Hann veitti mér skjól þegar hvergi var skjól að finna. Hann bar smyrsl á sár sem enginn annar gat grætt. Þegar ég syrgði, þegar ég var einmana þá var Jesús þar.
Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að enn eitt kennaraverkfallið skelli á. Einhvern veginn virðast kennarar alltaf vera annað hvort í verkfalli eða á leiðinni í verkfall. Líklega hefur engin önnur stétt á Íslandi farið jafnoft í verkfall og kennarar – og náð jafnlitlu fram.
Ódæðisverkin í Beslan sýna svart á hvítu til hverra ráða öfgamenn eru tilbúnir til að grípa til í baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar. Það er ómögulegt fyrir Íslendinga sem börðust árum saman fyrir sjálfstæði sínu með friðsamlegum hætti að skilja hvernig menn geta gripið til slíkra baráttuaðferða. Enda er saga þjóðanna eins og ólík og hugsast getur.
Undanfarið hefur mikil umræða verið í þjóðfélaginu vegna kaupa Símans á hlutafélagi sem á Skjá -1 og svo enska boltann. Raunar var fyrir löngu ljóst að skjár -1 hefði með engu móti ráð á að eiga enska boltann en það hafi verið hluti af aðferð til að fá menn að samningaborði um kaupa á félaginu. Líklega reiknuðu flestir með að Norðurljós myndu eignast stöðina.
Í þessari viku skilaði nefnd um réttarstöðu samkynhneigðs fólks niðurstöðum sínum. Þrátt fyrir að nefndin hafi lagt til ýmsar góðar breytingartillögur þá eru niðurstöður hennar einnig ákveðin vonbrigði.
Heilbrigðismál hafa verið eitt af stóru málunum í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum í haust. John Kerry hefur lagt fram metnaðarfullar tillögur til úrbóta í málaflokkinum. Eitt af því sem Kerry leggur til er að bandaríska ríkið bjóði upp á endurtryggingu stóráfalla.
Hryðjuverkaárásin í Beslan í Rússlandi minnir okkur á hve berskjaldaður almenningur er gagnvart illvirkjum sem engu eira í sókn sinni eftir því að valda saklausu fólki hörmungum.
Undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu hefst í dag. Íslendingar leika gegn Búlgörum á heimavelli og ætla sér að ná öðru af tveimur efstu sætum undanriðilsins. Er það raunhæft markmið, eða er um að ræða eilífa draumóra lítillar þjóðar?
Helgarnesti dagsins fjallar að mestu leyti um helgarnesti dagsins.
Bankarnir hafa heldur betur lífgað upp á tilveruna með sterkri innkomu sinni á íbúðalánamarkað á undanförnu. Íbúðalánasjóður svarar með hroka og Framsókn þakkar sér fyrir góðaveðrið.
Meginlínur í skýrslu viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi virðast flestar vera í ágætu samræmi við þær hugmyndir sem fyrirtækin sjálf hafa sett fram. Markmið stjórnvalda hlýtur að vera að efla atvinnulífið og ljóst er að ekki má ganga lengra en skýrslan segir ef löggjöf á þessu sviði á ekki að reynast hamlandi fyrir áframhaldandi framþróun íslensks viðskiptalíf. En mikilvægasta aðhaldið er markaðurinn sjálfur.
Á íbúðalánamarkaði geisar nú verðstríð sem engan hefði grunað að væri í uppsiglingu fyrir tveim vikum síðan. Umræður um stimpilgjöld og uppgreiðslu einfalda ekki málið og skeytin ganga á víxl milli bankastofnana, íbúðalánasjóðs og félagsmálaráðherra.
Frestur sá er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna veitti stjórnvöldum í Súdan til að koma á friði í Darfur-héraði rann út í gær. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist á næstu vikum og hvort alþjóðasamfélagið muni grípa til aðgerða.
Ólympíuleikunum lauk á sunnudag. Venju samkvæmt er maraþonhlaup ein seinasta frjálsíþróttagrein leikanna. Þegar um 6 kílómetrar voru eftir ruddist snaróður maður inn á brautina, öskraði einhverjar heimsendaþvælur og ýtti Brasilíumanninum sem var í forustu út í áhorfendaskarann. Sá náði sér aldrei almennilega eftir þetta og endaði í þriðja sæti.
Að undanförnu hefur jafnaðarkaup verið í umræðunni hvað varðar ungt fólk í atvinnulífinu. Jafnaðarkaup byggist á því að greidd laun á klukkustund taka ekki mið að því hvaða tíma dags er unnið eða hvaða dag vikunnar.
Eins og alþjóð veit gekk íslenska landsliðinu í handknattleik ekki sem skyldi á Ólympíuleikunum í Aþenu sem lauk í gærkveldi. Liðið endaði í níunda sæti og verður að telja það algjörlega óásættanlegan árangur.
Óleyfileg lyfjanotkun er vaxandi vandamál meðal íþróttamanna. Eftirlitsaðilar og yfirvöld eiga sífellt erfiðara með að greina notkun slíkra efna og ekki einfaldast málið ef íþróttamenn fara að nota tilbúna erfðavísa til að styrkja vöðva og auka úthald.
Ólympíuleikunum í Aþenu lýkur á sunnudag. Þar hefur verið keppt í flestum íþróttagreinum, sumum býsna undarlegum. Þó verður ekki hjá því komist að stinga upp á nýjum greinum sem ættu fullt erindi til Aþenu.
