Afnám forsetaembættis

Í frumvarpi sem Pétur Blöndal hefur lagt fram er lagt til að forsetaembættið verði lagt niður. Sjálfsagt muni einhverjir túlka þetta sem árás á Ólaf þótt ungir Sjálfstæðismennn höfðu verið á þessari skoðun raunar áður en til átakanna um fjölmiðlafrumvarpið kom. Stjórnskipulega eru þessar hugmyndir ágætar en varast ber að ofáætla þann „sparnað“ sem af þeim getur hlotist.

Einkarekstur heilsugæslunar

Í ljósi sívaxandi útgjalda vegna heilbrigðismála er nauðsynlegt að grípa til aðgerða svo að þeir fjármunir nýtast sem best. Rannsóknir hafa sýnt með ótvíræðum hætti að vænlegast sé að efla heilsugæslu sem fyrsta valkost í heilbrigðiskerfinu og víða hafa markaðslaunir verið innleiddar með framúrskarandi árangri.

Spurning um einn kaldan

Íslendingar kunna ekki að drekka. Undanfarið hafa fréttir og umræður gefið það til kynna að vínmenning hafi skapast á landinu en það er tómt kjaftæði. Hefðbundin helgi hjá ungum Íslendingum er rússíbanaferð sem oftar en ekki endar illa. Helgarnestið einbeitir sér að áfengi þessa vikuna.

Sameining sveitafélaganna? Nei takk!

Ein þreyttasta tugga í nútíma stjórnunarfræðum er stærðarhagkvæmnistuggan 1+1=3. Henni hefur verið haldið uppi að stórum hluta af greiningardeildum fjármálafyrirtækja sem lýsa því stöðugt yfir að fyrirtæki sem sameinist eigi að hækka í verði. Þetta gera þau þrátt fyrir að vita það fullvel að það eru nær engar rannsóknir í stjórnun sem staðfesta að stærri einingar skili betri afkomu en smærri.

Mikilvægi málsins

Öll vitum við hversu tungumálið er mikilvægt til að skiptast á skoðunum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að tungumál sé ekki bara forsenda þess að geta tjáð skoðanir sínar, heldur sé það í vissum tilfellum forsenda þess að hafa þær yfir höfuð.

Réttritun fyrir grunnskólabörn

sdfdÍ verkfalli kennarastéttarinnar er snjallráð að nýta hádegispistil dagsins í að kenna íslenskum grunnskólabörnum eitt og annað um réttritun.

Hátíska á lágu verði

Hvernig tekst Zöru að bjóða upp á fatnað samkvæmt nýjustu tísku, samtímis um allan heim á töluvert lægra verði en keppinautarnir? Skýringin er sú að Zöru búðirnar eru reknar eftir sérstakri hugmyndafræði

Verðlag – sýnilegt og ósýnilegt

Það þarf enginn að velkjast í vafa um að verðlag á Íslandi er hátt, nema á kranavatni. Ég hef nú stundað nám í Bandaríkjunum í rúmlega ár og í leiðinni kynnst verðlagi sem var mér framandi áður en ég lagði land undir fót. Nauðsynjavörur og þjónusta eins og matvara, bensín, sjónvarp, internettenging og fleira eru umtalsvert ódýrari en maður á að venjast á klakanum.

Hin ráðandi hugmyndafræði

Ekki láta nafnið fæla ykkur frá. Bókin The Right Nation: Conservative Power in America á fátt sameiginlegt með geðsjúklingum á borð við Ann Coulter, Rush Limbaugh og Bill O´Reilly. Höfundarnir eru tveir breskir blaðamenn, John Micklethwait og Adrian Wooldridge hjá The Economist, sem hafa starfað sem fréttaritarar í Bandaríkjunum undanfarin ár.

FC Framsókn

Engum dylst að á Alþingi eru lið. Hefur það raunar afhjúpast oft og tíðum í ummælum einstakra þingmanna, sem virðast raunar halda svo fast við liðskipanina, að nærtækt er að álykta að þeir telji sig þátttakendur í knattspyrnuleik.

Nasaþefur af Nóbel

Það er oft ekki fyrr en lyktarskynið glatast, t.d. vegna kvefs, að maður áttar sig á því hvað það spilar mikilvægt hlutverk í leik og starfi. Nýjustu Nóbelsverðlaunahafarnir á sviði læknisfræði eyddu meira en áratug í að komast að því nákvæmlega hvernig.

Óvæntur liðsauki

Nýtilkomin umhyggja einstakra stjórnmálamanna og fjölmiðla fyrir því að halda aftur af ríkisútgjöldum er mikið fagnaðarefni. Vonandi er að myndast breið samstaða um það í samfélaginu að standa fast gegn öllum kröfum sem upp kunna að koma um viðbótarframlög úr ríkissjóði.

Við hvað eiga bændur þá að vinna?

Þetta er spurning sem margir andstæðingar viðskiptafrelsis og afnáms landbúnaðarstyrkja hafa áhyggjur af. Þessar áhyggjur eru allt of oft byggðar á misskilningi.

Tyrkland og ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birtir í vikunni skýrslu um hvort hefja eigi samningaviðræður við Tyrkland um aðild að sambandinu. Hugsanleg innganga Tyrklands virðist vekja sterk viðbrögð meðal almennings.

Sannleikurinn um sannleikann

Stundum er þörf, nú er nauðsyn. Ég er þreyttur á stöðugu rugli. Fólk er sífellt að láta rugl út úr sér og lætur misvitra sérfræðinga segja sér fyrir verkum.

Hipsumhaps í vikulok

Í helgarnesti dagsins er tilvalið að staldra aðeins við og líta um öxl á atburði vikunnar sem er að líða.

Vaxtarverkir litla bróður

Til að safna upplýsingum um DC++ „tölvuþrjótahringinn“ fylgdist lögreglan með internetnotkun þeirra í nokkra mánuði, og segist hafa upplýsingar um internetnotkun um hundrað íslendinga.

Orðheppni

sdfdAð horfa á þingfund er góð skemmtun. Þessi pistill er leyfður öllum aldurshópum.

Hin veika von

Kosningar færast sífellt nær og Bandaríska þjóðin bíður í ofvæni eftir nýjum eða gömlum forseta.

Þétt pakkað á elliheimilinu

Ásmundur Stefánsson hagfræðingur kynnti í gær nýja rannsókn á því hvernig staða aldraðra verður eftir 40 ár, og voru niðurstöðurnar mjög jákvæðar. Það er því ágætt tilefni til að velta fyrir sér stöðu aldraðra í dag. Enn viðgengst það á elliheimilum landsins að heimilismönnum er ætlað að tvímenna í herbergjum sínum, sem oft eru heimili fólks í ár eða jafnvel áratugi. Hvernig má það vera?