Orðheppni

sdfdAð horfa á þingfund er góð skemmtun. Þessi pistill er leyfður öllum aldurshópum.

Never stand so high upon a principle that you cannot lower it to suit the circumstances…

Winston Churchill var svolítið sniðugur í kjaftinum. Hvaða skoðanir sem menn hafa á honum er óumdeilt að erfitt er að henda reiður á jafnorðheppinn stjórnmálamann í seinni tíð. Eins og svo margir góðir menn var hann afar óstundvís og þegar hann var inntur eftir því hvernig á þessari óstundvísi stæði, hreytti hann út úr sér: „I am a sporting man. I always like giving trains and aeroplanes a fair chance of getting away…“

Fyrir tíma pólitískrar réttsýni átti hann einnig til að stökkva upp á nef sér og við slíkt tilefni sagði einn kvenkyns viðmælanda hans við hann: „If I were your wife I would put poison in your coffee…“ Churchill svaraði íbygginn: „…if I were your husband, I would drink it!“

Svipaða sögu má segja af samskiptum hans við rithöfundinn George Bernhard Shaw sem sendi Churchill eitt sinn símskeyti með orðunum: „Two tickets reserved for you, first night, Pygmalion. Bring a friend. If you have one…“ en Churchill svaraði um hæl: „…Cannot make first night. Will come to second. If you have one!“

Sumt af því sem hann sagði hefði komið honum í alvarleg vandræði nú á tímum. Í suðurríkjum Bandaríkjanna átti að afhjúpa brjóstmynd af honum og þar gaf ung barmmikil kona sig á tal við hann og sagði: „Mr. Churchill, I want you to know I got up at dawn and drove a hundred miles for the unvailing of your bust…“ sem hann botnaði svo karlrembulega snilldarlega: „…Madam, I want you to know that I would happily reciprocate the honour!“

Engan skyldi heldur undra að dóttir hans var á góðri leið með að pipra. Í matarboði ætlaði vonbiðill dóttur hans að hefja vitsmunalegar samræður við Churchill til að reyna að heilla hann og spurði: „Who, in your opinion, is the greatest statesman you know?“ og Churchill svaraði: „Benito Mussolini—he is the only statesman who had the requisite courage to have his son-in-law executed…“

Þrátt fyrir að hann hefði orð á sér fyrir að vera drykkfelldur fór hann ekkert í felur með það og gantaðist jafnan með það hversu góður honum þætti sopinn. „When I was younger I made it a rule never to take a drink before lunch. It is now my rule never to do so before breakfast“. Að sama skapi sagði hann við eitt tækifæri: „Always remember, that I have taken more out of alcohol than alcohol has taken out of me“.

Hann dæmdi menn oft harkalega og var á tíðum óvæginn eins og innanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Foster Dulles, fékk að reyna þegar Churcill sagði einfaldlega um hann: „Dull, Duller, Dulles“. Um Clement Attlee sagði hann einfaldlega: „A sheep in sheep’s clothing“ og ennfremur: „He is a modest man who has a great deal to be modest about“.

Eins og við var að búast hafði hann ekkert sérstaklega lítið álit á sjálfum sér. Þegar hann var kominn á efri ár innti einhver hann eftir því hvort að hann óttaðist dauðann. Hann hélt nú ekki og sagði: „I am ready to meet my Maker—but whether my Maker is prepared for the great ordeal of meeting me is another matter“.

Á áttræðisafmæli hans kom ungur blaðaljósmyndari upp að honum og sagði: „Sir Winston, it is wonderful to take your photograph on your eightieth birthday and I do look forward to taking it again on your hundredth birthday!“ Churchill svaraði hins vegar: „Young man, you appear to me to be in good health and sound in wind and limb. So I see no reason why you should not!“

Að endingu er óhætt að segja að hagfræðingar eru þekktir fyrir að teygja lopann og tala í kringum hlutina. Þannig er algengt að ef þeir séu spurðir einfaldrar spurningar komi að minnsta kosti tvö svör frá þeim—annars vegar um það sem gerist til skamms tíma og hins vegar það sem gerist til lengri tíma. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes kom auga á þetta snemma þegar hann sagði: „…but in the long-run we are all dead“!

Jahá, þetta var svolítið hnyttið!

Latest posts by Halldór Benjamín Þorbergsson (see all)