Sannleikurinn um sannleikann

Stundum er þörf, nú er nauðsyn. Ég er þreyttur á stöðugu rugli. Fólk er sífellt að láta rugl út úr sér og lætur misvitra sérfræðinga segja sér fyrir verkum.

Stundum er þörf, nú er nauðsyn. Ég er þreyttur á stöðugu rugli. Fólk er sífellt að láta rugl út úr sér og lætur misvitra sérfræðinga segja sér fyrir verkum.

Eitt af því sem fer í taugarnar á mér eru þjóðþekktir einstaklingar sem eru að tjá sig um hluti sem þeir hafa ekki hundsvit á. Sem dæmi má nefna hjarðirnar af frægum leikurum, tónlistarmönnum og öðrum listamönnum sem lýsa yfir stuðningi sínum við framboð Kerry í Bandaríkjunum. Búast þau við því að fólk fylgi fordæmi þeirra og geri í einu og öllu það sem þau segja eins og þau væru hámenntaðir sérfræðingar í stjórnmálum? Því miður er það raunin í mörgum tilvikum.

Ekkert er að því að láta segja sér fyrir verkum af sérfræðingum. Hins vegar er oft erfitt að finna út hver sé sérfræðingur. Sérfræðingar eiga það til að setja sig á háan hest og afskrifa það sem er ofar þeirra skilningi. Um þetta eru til mýmörg dæmi. Yfirmaður bandarísku einkaleyfastofnunarinnar sagði: „Ekkert þyngra en loft mun nokkurn tímann fljúga“ í byrjun tuttugustu aldar. Það reyndist ekki vera rétt.

Annað sem mér finnst fáránlegt eru tískutrúarbrögð. Áður fyrr var rifist af hörku um trúarbrögð eftir kennisetningum þeirra. Nú er sem rökræn hugsun sé ekki móðins og fólk trúir hverju sem er án þess að það sé neinn grundvöllur fyrir því. Enginn má heldur setja neitt út á þetta né biðja um röksemdafærslu fyrir trúnni því það væri bein árás á persónuleika viðkomandi. Trúin er því orðin eins konar aukahlutur sem gerir viðkomandi frábrugðinn öðrum.

Einnig verð ég reiður inn í mér þegar ég heyri fólk reyna að sjá mynstur úr hlutum sem í raun þyrfti engra útskýringa.

Tökum dæmi: „Bölvun forsíðu Sports Illustrated“ er þekkt í íþróttaheiminum vestra. Hún gengur út á að þeir íþróttamenn sem eru á forsíðunni fari að dala fljótlega eftir birtingu blaðsins. Þannig virkar forsíðan sem eins konar bölvun og íþróttamenn reyna eftir fremsta megni að forðast þennan heiður. Á þessu er mjög einföld skýring. Íþróttamennirnir sem komast á forsíðu blaðsins eru yfirleitt á toppi ferils síns og hafa aldrei verið betri. Þá er mjög líklegt að þeir fari fljótlega niður á sitt venjulega form sem er ekki eins gott.

Tökum annað dæmi um vitleysu í fólki: Lottótölur kvöldsins eru 5, 13, 27, 29 og 32. Einhver er með fjórar réttar tölur; 5, 13, 27, 29 og 33. Þá hugsar hann með sér: „Ohh, ég var svo nálægt, ég var með 31 en 32 kom upp“. Ekki satt? Rangt. Þegar dregin er kúla af handahófi úr kassa, þá er 19 (eða allar aðrar tölur sem ekki er búið að draga) alveg jafnnálægt 32 og 31.

En ekki láta mig hafa áhrif á hvað þið hugsið. Ekki er ég neinn sérfræðingur

Latest posts by Ari Tómasson (see all)