Össur Skarphéðinsson er snjall stjórnmálamaður, eflaust mun snjallari en margur hyggur. Þótt beiðni hans um utandagskrárumræður um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga, sem fram eiga að fara á Alþingi í dag, láti ekki mikið yfir sér, þá er hér um að ræða afar klókan leik af hálfu Össurar.
Category: Deiglupistlar
Er skynsamlegt að taka lán í erlendri mynt? Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim gríðarmiklu sveiflum sem eiga sér stað í gengi gjaldmiðla. Einungis þeir sem hafa taugar til þess að bíða af sér slíkar sveiflur geta vænst þess að hagnast á því að skulda í erlendri mynt.
Í umræðum um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru þau rök gjarnan höfð uppi að fólk með sambærilega menntun eigi skilið að fá sambærileg laun. Þetta eru rök sem flestum virðist finnast góð og gild. Afleiðingarnar af þessari röksemdarfærslu eru hins vegar nokkuð sem nauðsynlegt er að staldra við.
Nú er að störfum samninganefnd ríkis og sveitarfélaga um svokallaða tekjuskiptingu þeirra á milli. Þar sem ríkið lækkar stöðugt skatta á meðan sveitarfélögin hækka stöðugt skatta er erfitt að sjá annað en að markmið sveitafélaganna sé að fá leyfi ríkissins til þess að mega hækka skatta sína enn meira.
Fyrrverandi gjaldkeri Framsóknarflokksins tjáði sig á dögunum um styrktarkerfi flokksins sem virðist vera á þá leið að þeir framsóknarmenn sem fá vegtyllur þurfa að greiða fyrir þær í formi styrkja til flokksins.
Á síðustu tveimur vikum hafa verið til umfjöllunar þrjú mál sem manni finnst eins og hafi einhvern tímann verið í umræðunni áður. Pútín vill búa til stærri og betri kjarnorkusprengju en allir aðrir, Íranir reyna eftir fremsta megni að gerast úran-auðgarar og síðast en ekki síst vill dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, stofna íslenskan her. Er nema von að maður hugsi: Nei, ekki aftur!?
25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilefni af því hleypir UNIFEM á Íslandi af stokkunum 16 daga átaki í samstarfi við fjölmörg félagasamtök.
Fjórða fimmtudag hvers nóvembermánaðar ber vel í veiði hjá bandarískum kaupmönnum og að sögn innfæddra er þetta allt saman heljarinnar seremónía.
Þær ákvarðanir sem teknar eru í uppbyggingu borga og bæja eiga ekki einungis að hjálpa þeim sem þar búa á hverjum tíma að komast á milli staða. Fyrirhugð lagning brautar yfir Sundin við Reykjavík er tækifæri fyrir okkur sem nú drögum vagninn að setja mark okkar með jákvæðum hætti á borgarmyndina. Ný Sundabraut ætti verða komandi kynslóðum minnisvarði um stórhug árþúsundakynslóðarinnar.
Jafnvel mánaðarlangar herferðir gegn stjórnarandstöðunni í Úkraínskum ríkisfjölmiðlum voru ekki nóg til að fá þjóðina til að velja frambjóðandi stjórnarinnar. Því var gripið þess að falsa kosningarnar með svívirðilegum hætti. Næstu tímar munu leiða í ljós hve langt hin mafíu- og rússlandsstudda valdastétt verður tilbúinn að ganga til að halda sjálfri sér lifandi.
Eru konur að koma út úr kústaskápnum og viðurkenna að kaup á húshjálp grafi ekki undan „stöðu“ þeirra innan heimilsins? Karlmenn greiða fyrir bón og þvott fyrir bílinn kinnroðalaust og virðast sallarólegir yfir sinni stöðu.
Er skynsamlegt að taka lán í erlendri mynt? Þetta er spurning sem margir Íslendingar eru að velta fyrir sér um þessar mundir. Og engan skyldi undra að margir viti ekki í hvaða fót þeir eiga að stíga þar sem þessi ákvörðun er bæði flókin og einkar mikilvæg fyrir þá sem eru að taka stór lán svo sem til húsnæðiskaupa.
Það var auðvitað að andstæðingar ríkisstjórnarinnar fussuðu og sveiuðu yfir tímasetningu skattalækkunarinnar sem tilkynnt var um fyrir helgi. Venjulegt fólk hlýtur hins vegar að fagna því að ríkisstjórnin hafi með svo myndarlegum hætti dregið úr álögum á almenning.
Sumar setningar hljóma svo oft að þær verða að óumdeildanlegum sannleik. Hver kannast til dæmist ekki við fullyrðingar á borð við „tíminn líður hraðar í dag en nokkru sinni fyrr“ eða „fólk hefur minni tíma en áður.“
Það stendur skrifað að góð vísa sé aldrei of oft kveðin og ber helgarnestið þennan hrollkalda föstudag sannarlega keim af þeirri djúphugsuðu speki.
The Buggles héldu því fram í texta árið 1979 að ,,Video killed the radio star” og hefur þessi texti nú heldur betur sannað sig á seinustu árum. En hvenær urðum við svo auðveld að við látum mata ofan í okkur tónlist með tónlistarmyndböndum? Og hvers vegna fækkar fötum í myndböndum með hverju árinu sem líður?
Nú þegar verkfall grunnskólanema er afstaðið þarf fólk að líta til baka og velta fyrir sér stöðu grunnskóla á Íslandi, en ljóst er að taka þarf málefni þeirra til gagngerrar endurskoðunar. Auka þarf einkarekstur í grunnskólakerfinu og þannig draga úr miðstýringu.
Halldór Ásgrímsson hafði hárrétt fyrir sér þegar hann sagði í framsöguræðu sinni að frumvarpi ríkisstjórnarinnar að ríkisstjórnin gæti ekki lengur „setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber” og að „ríkir almannahagsmunir standi til þess að starf í grunnskólum landsins geti hafist að nýju svo fljótt sem auðið er.”
Condoleezza Rice verður næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún er fyrsta blökkukonan, og reyndar aðeins önnur konan, til að gegna þessu embætti. Margir velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi skipan muni hafa enda fjölmörg verkefni sem bíða hins nýja ráðherra.
Í fjárlögum fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir 2.843 miljónir króna renni til sauðfjárbænda. Á sama tíma er innlend landbúnaðarframleiðsla vernduð með tollum og innflutningshöftum sem hamla eiga innflutningi á erlendu landbúnaðarvörum. Ég er orðinn dauðleiður að fá ekki kjúklingabringurnar mínar á Subway vegna innflutningshafta stjórnvalda.
