Minni og minni tími!

Sumar setningar hljóma svo oft að þær verða að óumdeildanlegum sannleik. Hver kannast til dæmist ekki við fullyrðingar á borð við „tíminn líður hraðar í dag en nokkru sinni fyrr“ eða „fólk hefur minni tíma en áður.“

Sumar setningar hljóma svo oft að þær verða að óumdeildanlegum sannleik. Hver kannast til dæmis ekki við fullyrðingar á borð við „tíminn líður hraðar í dag en nokkru sinni fyrr“ eða „fólk hefur minni tíma en áður.“

Það er erfitt að segja hvaðan sú fullyrðing að menn hafi minni tíma fyrir sjálfa sig en áður sé komin. Kannski var einhver sem hélt þessu fram í spjallþætti eða ræðukeppni og öllum leist svo vel á þeir ákváðu að stökkva á þetta. Svo fór boltinn að rúlla menn öpuðu þetta hver eftir öðrum og áður en langt um leið voru skyndilega allir sannfærðir um að líf þeirra væri að farast úr hraða.

Enda er þetta fullkomin afsökun fyrir nánast hverju sem er. Hvers vegna nennir fólk ekki að elda, kaupir skyndibita og fitnar ár frá ári? Hvers vegna sinnir fólk ekki börnunum sínum sem skyldi? Hvers vegna er hjónaskilnuðum að fjölga? „Jú, sjáið til,“ segir einhver, „fólk hefur minni tíma til umráða í samfélagi þar sem tíminn líður sífellt hraðar.“

Kannski byggjast ranghugmyndir manna um minni sem þeir hafa til að sinna hinum og þessum verkum á því að það er ekki svo langt síðan og sköpunargáfu heils kyns var spanderað matargerð, tiltektir og bleyjuskiptingar. Vissulega höfðu konur meiri tíma til að sinna „heimilinu“ þegar þær sinntu engu öðru. En þessar væmnu hugmyndir manna um gömlu, góðu tímana, þegar fjölskyldur höfðu sko tíma til að slappa vel af saman, eiga ekki mikið skylt við veruleikann.

Lénstímabilið, iðnbyltingin, heimstyrjaldirnar, það voru sko tímar! Þá höfðu menn sko tíma fyrir sjálfa sig! Eða hvað. Fjörutíu stunda vinnuvika og fimm vikna frí á ári ættu svo sannarlega að gefa manni tímann sem þarf til að sinna því sem sinna verður. Svo er hins vegar annað mál hvort menn geri það.

Staðreyndin er sú að allt þetta fólk sem kvartar undan litlum frítíma notar þann frítíma sem það hefur til að troða sér í önnur skylduverkefni. Til dæmis eru mjög margir kennarar sem nota hóflega sumarfríið sitt til að vinna aðrar vinnur. Vissulega er vinna oft gefandi og sumum einfaldlega leiðist það að sitja á rassinum. En ef menn kjósa það að vera fararstjórar eða blaðamenn á sumrin í stað þess að nota þriggja mánaða leyfið sitt til að elda og hanga með börnunum þá er nú varla hægt að kenna „aukningu tímahraðans“ um, eða hvað?

Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum gefa það engan veginn til kynna að fólk hafi minni tíma en áður. Samkvæmt rannsókn Bandarísku atvinnumálastofnunar á vinnutíma fólks 1964 og 1999 má sjá að meðalvinnuvikan hefur styst um 4 tíma á því tíma, eða niður í 34,7 á viku. Ýmsar aðrar bandarískar rannsóknir benda einnig til þess að frítími fólks þar hefur aukist.

Það hljóta allavega teljast langt frá því augljós sannindi að menn í dag hafi minni tíma til umráða nú en áður. Í öllu falli ættu menn að varast að útskýra allar samfélagslegar meinir með einhverju sem fáar rannsóknir styðja. Þrátt fyrir að sjónvarpsseríurnar hafi sannfært okkur um að við séum öll stressaðir farsímabissnessmenn með engan tíma aflögu er veruleikinn oftast annar.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.