Innlend verndarstefna

Í fjárlögum fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir 2.843 miljónir króna renni til sauðfjárbænda. Á sama tíma er innlend landbúnaðarframleiðsla vernduð með tollum og innflutningshöftum sem hamla eiga innflutningi á erlendu landbúnaðarvörum. Ég er orðinn dauðleiður að fá ekki kjúklingabringurnar mínar á Subway vegna innflutningshafta stjórnvalda.

Í fjárlögum fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir 2.843 miljónir króna renni til sauðfjárbænda. Á sama tíma er innlend landbúnaðarframleiðsla vernduð með tollum og innflutningshöftum sem hamla eiga innflutningi á erlendu landbúnaðarvörum. Ég er orðinn dauðleiður að fá ekki kjúklingabringurnar mínar á Subway vegna innflutningshafta stjórnvalda.

Neytendur bera kostnaðinn af þessari verndarstefnu á tvenna máta. Fyrst ber að nefna þann fórnarkostnaður sem myndast vegna þess að neytendur fá ekki val um að kaupa ódýrari innflutta landbúnaðarvöru. Þar að auki seilist ríkið í vasa skattgreiðenda sinna til þess að ná í skattpeninga sem síðar eru notaðir til niðurgreiðslu á innlendri framleiðslu. Það er kominn tími til að breyta.

Sömu sögu er að segja í öðrum OECD ríkjum þar sem óhagkvæm landbúnaðarframleiðsla þrífst í skjóli niðurgreiðslna stjórnvalda. Um 31% af heildartekjum bænda í OECD kemur frá ríkinu í formi beingreiðslna og annarra ívilnana. Tvö lönd sker sig þó úr hópnum; Nýja Sjáland þar sem einungis um 1% af tekjum bænda kemur frá ríkinu og Ástralía þar sem um 4% af heildartekjum koma frá ríkinu. Samt sem áður landbúnaður blómleg atvinnugrein í báðum þessum löndum.

Vissulega var umhverfið þar syðra ekki alltaf svona. Fyrir 20 árum síðan bjuggu bændur á Nýja Sjálandi og Ástralíu við afar svipað styrktarkerfi og bændur í Evrópu og Bandaríkjunum í dag, þar sem um 40% af tekjum þeirra komu frá ríkinu. Ákveðið var grípa í taumana árið 1984 og innan þriggja ára voru allri styrkir svo til afnumdir. Afleiðingin var allt önnur en spará svartsýnismanna gerðu ráð fyrir og einungis 1% bænda misstu bú sín. Aðrir aðlöguðu sig að nýjum aðstæðum með hagræðingu í rekstri, stækkun búa, afkastameiri vinnubrögðum og framleiðslu á öðrum vörum heldur en lamba- og nautakjöti. Bændum var einnig boðið upp á viðamikla þjálfun og endurmenntun sem gaf leiddi til aukinnar færni í framleiðslu, rekstri, áhættustýringu og almennum viðskiptum.

Það hlýtur að vera kominn tími til að stokka verulega upp í íslenskra landbúnaðarkerfinu. Dæmin sanna að slíkt er ekki ómögulegt.

Latest posts by Ýmir Örn Finnbogason (see all)